Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 15. mars 1997 iOctgur-CÍImmtn Þeir eru til feðurnir hér á landi sem hafa tekið sér fœðingarorlof en þeir eru örfáir. Einn þeirra er Óðinn Steinsson, 24 ára Vest- mannaeyingur, sem er búsettur á Akureyri. egar Óðinn og unnustan, Steinunn Jónatansdóttir, eignuðust dreng í haust, ákvað Óðinn að vera heima og taka fæðingarorlof í stað Stein- unnar. Hann hafði lokið námi en htín átti eitt ár eftir. Þetta var millibilsástand hjá þeim og því ákváðu þau að nota tæki- færið áður en Óðinn færi út á vinnumarkaðinn. Fjárhagslega kom þetta fyrirkomulag ágæt- lega tít, þar sem Óðinn tók fæð- ingarorlofið skertust námslán Steinunnar ekki eins mikið. Óð- inn og Steinunn hafa undanfar- in misseri verið búsett norður á Akureyri þar sem þau hafa ver- ið í námi. Fæðingarorlofi Óðins lauk um síðustu mánaðamót. Blaðamaður náði tali af Óðni og forvitnaðist hvernig það gengi að vera heimavinnandi húsfaðir í fæðingarorlofi og hver viðbrögðin títi í samfélag- inu voru, en þau komu verulega á óvart t.d. í heilbrigðisgeiran- um. Kom betur út fjárhagslega Óðinn útskrifaðist sl. vor frá Háskólanum á Akureyri með B.Sc gráðu í rekstrarfræði. Steinunn átti þá eitt ár eftir til að ljúka hjtíkrunarfræði og var ófrísk. Þeim fannst mikilvægt að Steinunn lyki hjúkrunarfræð- inni og fyrst Óðinn gat verið heima þá gripu þau tækifærið. Óðinn fór í fæðingarorlof og var heima með drenginn og Steinunn tók námslán og lýkur námi í vor. „Við könnuðum þessi mál til hlítar. Ég var að velta því fyrir mér hvort það kæmi betur út að fara á atvinnuleysisbætur á meðan ég yrði heima með strákinn. Steinunn hefði getað fengið fullt fæðingarorlof með skólanum. En sú ákvörðun varð ofan á að ég tæki fæðingarorlof. Steinunn fékk bæði fæðingar- styrk og dagpeninga fyrsta mánuðinn, eins og lög gera ráð fyrir. Ég fékk svo greidda fæð- ingardagpeningana, 1142 kr. á dag næstu fimm mánuði, en hún fékk fæðingarstyrkinn, sem er um 27.000 kr. á mánuði. Með þessu fyrirkomulagi gat hún verið á námslánum," segir Óðinn, sem hefur verið heima frá því í haust en fæðingarorlof- ið rann út um síðustu mánaða- mót. „Ég var aldrei hikandi. Þetta lagðist vel í mig, hefur verið mjög skemmtilegt og gengið ljómandi vel. Ég gekk að þessu með opnum huga. Ég satt að segja kvíði því að þurfa að fara að vinna og geta ekki verið eins mikið með stráknum. Hann var á brjósti þannig að Steinunn gat lítið stundað skólann fyrir ára- mót en hún lærði þess meira heima. Eftir áramót hefur hún sótt skólann en núna er hún að vinna að lokaverkefni og því ekki bundin af skólasókn. Hún ræður sínum tíma nokkurn veg- inn sjálf. Strákurinn er enn á brjósti en við erum farin að gefa honum mat með og því er Steinunn ekki eins bundin heima við og hún var fyrir ára- mót. Ég myndi svo sannarlega taka þetta aftur að mér ef á þyrfti að halda,“ segir Óðinn. Hafði enga fyrirmynd Ekki er laust við að Óðinn hafi fengið misjöfn viðbrögð úti í þjóðfélaginu við því að vera heimavinnandi faðir í fæðingar- orlofi. Hann segir að mörg- um finnist þetta mjög sérstakt. Vin- um og félögum í skólanum ftnnst aftur á móti framtak hans frábært. Óðinn hafði í raun og veru enga fyrir- mynd þegar hann ákvað að vera heima með soninn. Hann vissi ekki um nokkurn föður sem hafði gert þetta og faðir hans var mikið á sjó þegar hann var lítill. Óðinn sagðist hafa rekist á viðtal við föður í blaðinu Uppeldi frá því í haust þar sem hann lýsti þessari reynslu sinni að vera heima- vinnandi. „Á meðan vinir og kunningj- ar sýndu þessu jákvæð viðbrögð get ég ekki sagt hið sama um ýmsa opinbera aðila, t.d. ungbarnaeftirlitið. Það lá við að það yrði uppi fótur og fit þegar ég mætti með strákinn þangað, umkringdur mömmum með börnin sín. í ungbarnaeftirlitinu var ég alltaf spurður að því hvort ég vissi hvernig Steinunn annaðist drenginn. Allar spurn- ingar miðuðust við hvaða upp- lýsingar ég hefði fengið hjá Faðirinn er algjör- lega háður móður- inni hvað varðar fœðingarorlofið. Hún verður að afsala sér réttinum og gefa út skriflegt leyfi fyrir hann. Myndir. JHF móðurinni. Ég hafði alltaf á tii- finningunni að ég hefði bara tekið að mér að skjótast með strákinn ungbarnaeftir- Iitið en hugsaði ekkert um hann þess á milli. Ég veit að þetta telst óvenjulegt að faðirinn skuli vera heima með barnið, en að upplifa svona viðhorf er ekki mjög hughreystandi fyrir unga feð- ur,“ segir Óð- inn. Nokkrir vinir og kunningjar Óðins eiga von á barni. Óðinn segir að þeim finnist spennandi að vera heima hjá börnum sín- um. Hins vegar eru þeir fyrir- vinnur og eigi ekki auðvelt um vik, ijárhagslega séð, að hætta að vinna um tíma, til að sinna nýfæddu barni. Óðinn bendir á að hann hafi í raun og veru ekki verið fyr- irvinna. Hann og Steinunn voru bæði í námi og á námslánum áður en dreng- urinn fæddist og þetta fyrir- komulag hefur komið vel út fyrir þau. Að- spurður hvort hann hefði tekið sér fæð- ingarorlof ef hann hefði verið kominn út á vinnu- markaðinn, segir Óðinn erfitt að svara því. Hann hefði alla vega reynt það en þá hefði hann algjörlega verið háður vinnuveitenda sínum um að fá frí. Jafnréttið er ekki meira en þetta. Náin tengsl við soninn Undanfarið hálft ár hefur Óðinn séð um heimilisstörfin að stærstum hluta fyrir utan það að annast soninn. Hann segir að þetta hafi allt komið af sjálfu sér, ekki hafi verið litið í neinar kokkabækur um hvernig ala eigi upp börn. Steinunn sé í krefjandi námi en leggi sitt af mörkum til heimilisins. Óðinn segist taka því sem að höndum ber, hvort sem það er að strauja, setja í þvottavélina, þrífa, gefa stráknum að borða, elda o.s.frv. Hvað skyldi hafa komið Óðni mest á óvart í fæðingarorlof- inu? „Því er erfitt að svara, ætli það sé ekki hversu mikið starf það er að vera heima að hugsa um barn og heimili þrátt fyrir að íjölskyldan sé ekki stór. í mörg horn er að líta og hægt að hafa nóg að gera allan daginn ef manni sýnist svo. Mér hefur aldrei leiðst þetta hálfa ár sem ég hef verið heima. Sem betur 1 1 ungbarnaeftirlitinu var ég alltaf spurður að því hvort ég vissi hvernig Steinunn annaðist drenginn. Allar spurningar miðuðust við hvaða upplýsingar ég hefði fengið hjá móðurinni.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.