Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 6
T 18 - Laugardagur 15. mars 1997 JDagur-'ðBmtrar Vilhjálmur Ingi Árnason er ^ lítið hrifinn af því hvað ráða- Þ' menn eru áhugalausir um neyt- endamál. „íslensk stjórnvöld hafa neyðst til að taka upp réttarbætur fyrir neytendur eingöngu vegna samninga um EES,“ segir hann m.a. í viðtalinu. Mynd: JHF Vantar frumkvædi frá ríkinu „Ég vil meina að Neytendasamtökin hafi gert meira fyrir almenning í landinu en öll kjarabarátta síðustu ára. “ Stór orð og koma frá einum helsta forkólfi neytenda- mála í landinu, Vilhjálmi Inga Árnasyni, starfsmanni Neytendasamtakanna á Akur- eyri. Með þessari fullyrðingu er Vilhjálmur að vísa til stórlækkaðs matvöruverðs í kjölfar þeirrar samkeppni sem myndast hefur með tilkomu verslana eins og Bónus og KEA Nettó. „Margir vilja þakka Jó- hannesi í Bónus en án verð- kannanna Neytendafélagsins væri hann ekki svona áber- andi,“ segir Vilhjálmur. í dag er alþjóðadagur neyt- enda og af því tilefni þótti við hæfi að ræða við fulltrúa Neyt- endasamtakanna um stöðu þeirra mála. Nafn Vilhjálms kom í hugann þar sem hann hefur á síðustu árum verið ötull baráttumaður fyrir bættum hag neytenda. „Ég byrjaði fyrst að starfa að þessum málum með afskiptum af töxtum tannlækna. Mér þóttu þeir háir og skrifaði mikið um það á sínum tíma,“ segir Vilhjálmur um upphaf þess að hann fór að hafa áhuga á neytendamálum. En hvað er það sem hefur haldið honum við efnið öll þessi ár? „Ætli það sé ekki viss réttlæt- iskennd. Neytendasamtök ganga út á það að vernda rétt neytenda og aðstoða þá ef talið er að á rétt þeirra sé gengið.“ Vilhjálmur var í fyrstu starfs- maður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis en við skipulagsbreytingar varð það félag hluti af Neytendasamtök- unum og hann því orðinn starfsmaður þeirra. Auk Vil- hjálms, sem er í fullu starfi, eru tveir starfsmenn aðrir á lands- byggðinni í hlutastarfi á vegum samtakanna, annar á Suður- landi og hinn á ísafirði. IJöfuð- stöðvarnar eru í Reykjavík. Fé- lagar í Neytendasamtökunum eru alls um 20 þúsund og borg- ar hver félagsmaður 2000 krónur á ári í félagsgjöld. Ríkið hunsar neytendamálin Þáttur ríkisvaldsins í neytenda- málum er Vilhjálmi ofarlega í huga og greinilegt að honum finnst opinberir aðilar ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Munurinn á íslandi og t.d. öðrum Norður- Iöndum er sá að ríkisvaldið hér hefur gengið á lagið með að láta frjáls félagasamtök sjá um það starf sem opinberir aðilar sjá um þar. Hvergi í Vestur-Evr- ópu Iætur hið opinbera minna af hendi rakna til neytenda- mála en á íslandi. Á meðan við fáum sennilega Samkeppni Bónus við verslanir í Reykjavík og við KEA Nettó á Akureyri hefur ekki aðeins haft áhrif á vöruverð í þessum þéttbýliskjörnum heldur hafa nágrannabyggðar- lög einnig notið góðs af. Vilhjálmur telur að hér megi ekki síst þakka verðkönnunum Neytendasamtakanna sem hafi orðið til þess að neytendur urðu meðvitaðir um hvar væri ódýrast að versla. sem selur þeim vöru eða þjón- ustu. „í löndunum í kring hefur hið opinbera séð um að koma slíkum nefndum á en hér eru það Neytendasamtökin. Ríkið hefur reyndar verið svo „al- mennilegt" að leggja okkur til einn mann í hverja nefnd.“ Og áfram heldur Vilhjálmur: „Frumkvæðið um 50 krónur á mann í fram- lög er upphæð- in á Norður- löndunum um 150 krónur. Samt erum við þó með íjöl- mennustu neytendasam- tökin sé miðað við höfðatölu." sinm Vilhjálmur nefnir sem dæmi að Neyt- endasamtökin könnu nefndir snúið sér til telji þeir á sér brot- ið í viðskiptum við fyrirtæki hafi sérstakar kvörtunar- sem neytendur geti af hálfu hins opinbera hefur ekkert verið. Neytendamálin hafa verið trössuð gjör- samlega og öll bót á sxðast- liðnum 3-4 ár- um er eingöngu kom- in til vegna þess að við er- um aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES). íslensk stjórnvöld hafa neyðst til að taka upp réttar- bætur fyrir neytendur eingöngu vegna samninga um EES.“ ,Þess vegna finnst mér ósköp eðlilegt þegar verkalýðsfélög á Vestfjörðum eru að fara fram á 100 þús- und króna lágmarks- laun á meðan hin eru aðfara fram á 70 þúsund krónur... “ Þéttbýlið og dreifbýlið Þegar spurt er um helstu bar- áttumálin snýr Vilhjálmur tal- inu umsvifalaust að verði á matvöru og þeim verðkönnun- um sem Neytendasamtökin hafa staðið fyrir. „Við höfum verið með mjög stórar kannanir sem ná yfir allt landið og þær hafa haft mikil áhrif. Þær hafa orðið til þess að sumar verslan- ir hafa lagt upp laupana á með- an aðrar, sem hafa verið með lægra verð, hafa blómstrað." Vilhjálmur bendir á að verð- stríð milli verslana í Reykjavík og á Akureyri hafi ekki aðeins skilað sér í lægra vöruverði á þessum stöðum heldur hafi einnig haft áhrif á nágranna- byggðarlög. Húsavík og Sauðár- krókur séu dæmi um þetta en þar hafi verslanir þurft að lækka verð til að halda í við- skiptavini sem annars fóru til Akureyrar að versla. „Með því að sýna fólki fram á mismuninn milli verslana hafa þær virki- lega orðið að keppa innbyrðis sem hefur leitt til almennrar verðlækkunar. Hinn almenni neytandi hefur fengið meira í gegn um þessar verðlækkanir á undanförnum árum en með baráttu verkalýðsfélaganna því um 20% af því sem ein Qöl- skylda þarf til sín er almenn neysluvara.“ Sá böggul fylgir þó skamm- rifi að eftir sitja dreifðari byggðir með jafnháan matar- reikning og áður. Þetta á sér- staklega við Austfirði og stóran hluta Vestfjarða og segist Vil- hjálmur hafa reiknað það út að fólk á þessum stöðum þyrfti að vinna um 20 klukkustundum lengur á mánuði til að geta haft það sama að borða og fjölskyld- ur á Akureyri og í Reykjavík. „Þess vegna finnst mér ósköp eðlilegt þegar verkalýsðfélög á Vestíjörðum eru að fara fram á 100 þúsund króna lágmarks- laun á meðan hin eru að fara fram á 70 þúsund krónur. Ég held að þessar 30 þúsund krón- ur endurspegli muninn á því að búa á Vestíjörðum eða Aust- Qörðum og að búa á Akureyri eða í Reykjavík.“ AI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.