Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 5
Jlagur-tEímhm Laugardagur 15. mars 1997 -17 MENNING O G LISTIR Eftir Johannes Brahms liggja mikilvæg og sígild verk af öllu tagi að undanskildum óperum. Glæsilegir Brahmstónleikar? í/m þessar mundir er 100. ártíð Jóhannesar Brahms, sprota á þriggja alda meiði evrópskrar tónlistar. Hann lézt 3. apríl 1897, 20 árum seinna en Pétur Guðjohnsen og 6 árum fyrr en Jónas Helgason, sem báðir voru meðal helstu frumkvöðla í íslenzku tónlistarlífi Svona var nú íslands- klukkan langt á eftir þeirri evrópsku í tónlistarefnum fyrir einni öld. En nú er öldin önnur, og jafnvel tónlist Brahms, sem allri annarri fremur hét eitt sinn sinfóníugarg á kjarnmikilli íslendku, dregur að húsfylli á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins í Bústaðakirkju í Reykjavík. Þessi virðulegi klúbbur fagnar einmitt um þessar mundir fertugsafmæli sínu, enda hefur hann aldrei verið sprækari en nú, yngri í anda né tónleikar hans fjölsótt- ari. Og þessir Brahms-tónleikar sérlega glæsilegir. Síðasti stórjöfur rómantísku stefnunnr Johannes Brahms (1833-1897) var síðasti stórjöfur rómantísku stefnunnar í þýzkri tónlist. Eftir hann liggja mikilvæg og sígild verk af öllu tagi að undanskild- um óperum: sem sinfóníutón- skáld er hann arftaki Beethov- ens, sem söngvaskáld arftaki Schuberts og Schumanns, sem kammertónskáld arftaki Moz- arts og Beethovens ef svo má að orði komast. Mörgum þótti sem tíminn og framþróun tón- listarinnar hefðu skilið hann eftir, einkum fylgismenn Wagn- ers. Meðal þeirra var Bernard Shaw sem sagði um klarinettu- kvintettinn op. 115 að hann sameinaði allt það versta í Brahms: „Aldrei hef ég heyrt nokkuð þessu líkt. Hin óumræðilega tónlistargáfa Brahms jafnast á við ekkert í heiminum fremur en orðagáfu Gladstones: Það er sjálfur flaumur orðskrúðsins sem drekkir innihaldsleysinu". Og síðar í sömu grein segir hann það ill örlög hins vinsæla „hornpipe“-dans að vera graf- inn lifandi í Brahms-kvintett. Klarinettukvintettinn var að sjálfsögðu á efnisskránni 9. mars, reyndar aftastur, sem eitt af heldri kammerverkum Brahms og meðal hinna síðustu (1891). Þetta var glæsilegasti flutningur þessa verks sem ég man eftir, enda valinn maður í hverju rúmi: Einar Jóhannes- son klarinetta, Sigrún og Sigur- laug Eðvaldsdætur fiðlur, Helga Þórarinsdóttir lágfiðla og Ric- hard Talkowsky knéfiðla. Að vísu hefði Bernard Shaw senni- lega þótt kvintettinn vera „mús- íkölsk rjómabolla“ í þessum flutningi, dísætur og óhuggu- lega yndislegur, og rokið bölv- andi á dyr, því listafólkið var ekkert að spara sig í „víbrató- um“ og „rúbatóum“ og íðilfögr- um tóni. Ilins vegar er ekki jafnbrýnt nú að knésetja róm- antík og fegurð á altari fram- faranna og fyrir 100 árum. Kvintettar og Ijóðasöngur Efnisskráin hófst annars með píanókvintett í f-moll op. 34, frá árinu 1868. Strengjakvartettinn var skipaður eins og fyrr sagði, en á píanóið spilaði Richard Simm, greinilega afbragðs tón- listarmaður sem sagður er af brezkri rót en hefur búið hér á landi í nokkur ár, lengst af sem tónlistarkennari við Tónlistar- skólann á Akureyri. Þetta er að mörgu leyti beethovenskt verk með kraftmiklum stefjum og viðamikilli úrvinnslu, og var semsagt afarvel flutt. Á milli kvintettanna tveggja kom svo nýjung á 40 ára ferli Kammermúsíkklúbbsins: ljóða- söngur. Alina Dubik mezzosópr- an flutti þrjá ljóðasöngva Brahms við píanóundirleik, og tvo að auki við samleik píanós og lágfiðlu. Alina Dubik hefur búið hér á landi í allmörg ár og stundað söng og söngkennslu. Hún er alveg ljómandi góð söngkona, með fallega rödd og áreynslulausan stfl, mikið radd- svið og góðan textaframburð. Enda kunnu áheyrendur vel að meta hennar framlag. Þessir tónleikar voru í tölu meiri háttar tónleika Kammer- músíkklúbbsins, sem þó getur státað af mörgum háleitum við- miðum, ekki sízt á þessu 40. af- mælisári sem hófst með Bach á einleikstónleikum Erlings Blön- dal-Bengtsson í haust en endaði með Brahms nú á sunnudaginn. Sigurður Steinþórsson. LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Laus staða Landbúnaðarráðuneytið auglýsir stöðu forstöðumanns Aðfangaeftirlitsins lausa til umsóknar, tímabundið. Starfið felst í því að hafa umsjón með framkvæmd laga nr. 11/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og þeirra reglugerða sem settar eru við þau. Ennfremur að vera landbúnaðarráðuneytinu til aðstoð- ar við undirbúning og samræmingu laga og reglugerða við tilskipanir ESB, sem starfsemin byggir á. (netfang: W WW. rala. is/adfang). Umsækjendur, konur sem karlar, skulu hafa lokið há- skólaprófi á sviði fóðurfræði eða annarri hliðstæðri menntun fáist ekki fóðurfræðingur til starfsins. Umsóknir skulu sendar landbúnaðarráðuneytinu eigi síðar en 1. apríl nk. Æskilegt er að umsækjandi getið hafið störf sem fyrst. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá landbúnaðar- ráðuneytinu í síma 560 9750 og Aðfangaeftirlitinu í síma 577 1010. Landbúnaðarráðuneytið, 13. mars 1997. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun. 15. mars. Uppselt. Næst síðasta sýning Föstud. 21. mars. Síðasta sýning KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 3. sýn. á morgun 16. mars. Uppselt 4. sýn. fimmtud. 20. mars. Uppselt. 5. sýn. föstud. 4. apríl. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 6. aprilNokkur sæti laus. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 22. mars. Nokkur sæti laus. Laugard. 5. apríl. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 23. mars. Sfðasta sýning Nokkur sæti laus LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen ídaglaugard. kl. 14.00. Uppselt. Á morgun sunnud. kl. 14.00. Nokkur sæti laus Laugard. 22. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford ikvöld Uppselt Föstud. 21. mars Laus sæti. Laugard. 22. mars Uppselt. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í saiinn ettir að sýning hefst. Listaklúbbur Leikhússkjallarans mánud. 17. mars Athugið breytingu á dagskrá Listaklúbbsins 17. mars. LEIKHÚSSTÓNLIST í LISTAKLÚBBNUM - Söngskólinn með sérstaka dagskrá úr leikritum og söngieikjum. 26 nemendur úr óperudeild koma fram á tónleikunum. Sögumaður er Helga Kolbeins- dóttir, píanóleikarar Iwona Jagla og Magnús Ingimarsson og stjórnandi Garðar Cortes. Húsið opnað kl. 20. Dagskrá hefst ki. 21. Miðasala við inngang. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tima. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Samkomuhúsið 90 ára Söngur, gleói gaman Næstu sýningar: Laugard. 22. mars kl. 20.00. Sýningum er að Ijúka Athugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð Miðaverð 1500 krónur. Börn yngri en 14 ára 750 krónur. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. |Dagur-©tmtrot - besti tími dagsins!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.