Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 15
Jktgj rr-®mTOm Laugardagur 15. mars 1997-27 KONUNGLEGA SIÐAN BÚBBA Vilhjálmur Artúr Filip Loð- vík Windsor - eða Willi- am Arthur Philip Louis Windsor, eldri sonur þeirra Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales, verður von bráðar nýjasta konunglega fórnarlamb bresku pressunnar í eilífri leit þeirra að hneykslis- málum úr þeirri ijölskyldu. Nú er bara að sjá hvort henni tekst að skemma þennan myndar- lega og ágætlega gerða dreng. Enn sem komið er er sem betur fer ekkert nema gott um þenn- an unga mann að segja. - Og síðastliðinn sunnudag var drengurinn, sem sumir segja helstu von breska konungsveld- isins, fermdur. Hefðunum skal hald- ið, góðum og slæmum Það eina sem blöðin hafa gagn- rýnt Vilhjálm fyrir er það að hann fer með föður sínum á skotveiðar. Finnst pressunni það hin mesta óhæfa á þeim tímum þegar allir eiga að vera svo mannúðlegir a.m.k. þegar dýr eru annars vegar. Raunar er þátttaka Vilhjálms og bróður hans í skotveiðiferðum með föð- ur sínum eitt helsta misklíðar- efni foreldra þeirra hvað varðar uppeldi prinsanna. Díönu er það afskaplega ógeðfellt að börn hennar stundi veiðar sér til skemmtunar, en hún má sín ekki mikils gagnvart þessari hefð breska aðalsins frekar en öðrum hefðum. Er þess skemmst að minnast að eigin- maður hennar spurði hana sár- hneykslaður eitt sinn hvort hún ætlaðist virkilega til þess að hann yrði fyrsti prinsinn af Wales í samanlagðri konungs- sögu Breta, sem ætti sér ekki ástkonu! Vel heppnað eintak Vilhjálmur prins þykir hafa erft nánast einvörðungu góða eigin- leika foreldra sinna og nú er að koma í ljós að drengurinn hefur alla möguleika á að verða nýj- asta hjartagull ungra kvenna. Ungar stúlkur hafa stofnað að- dáendaklúbba um Vilhjálm prins og táningatímarit hafa valið hann mest aðlaðandi mann í Bretlandi. Vilhjálmur hefur erft gott útlit móður sinn- ar en einnig nokkuð af þrjósku hennar. Hann hefur erft áhuga föður síns á útivist og skotveið- um og þrátt fyrir hjúskapar- vandamál foreldra sinna og allt vesenið sem þeim hefur fylgt, þá er hann laus við tilhneigingu föður síns til sjálfsvorkunnar. Hann þykir mjög vel upp alinn og koma vel fram. Raunar hef- ur mér alltaf fundist Vilhjálmur vera hreinlega konunglegur al- veg frá því að fyrstu myndir birtust af honum sem smá- barni. (Ég tek það fram að þetta hef ég aldrei sagt um föð- ur hans, sem er uppfullur af sjálfsvorkunn og „welt Díana hefur lagt á það áherslu frá fyrstu tíð að sinna sonum sínum sem mest vesenið sem hefur verið í kringum ósætti Díönu og Karls. sjálf. Samband mæðginanna er mjög traust og hefur ekki liðið fyrir allt ferða ásamt litla bróður, Harry prins. Aðrir gestir komu í lítilli rútu. (Rútu! Það er víst það nýj- asta hjá kóngafólkinu að ferð- ast saman í litlum rútum sem eru sérlega glæsilegar). Af hálfu konungsijölskyld- unnar var lögð áhersla á það að um fjölskylduviðburð væri að ræða og voru einvörðungu við- staddir um 40 manns þ.e. nán- asta fjölskylda, guðforeldrar og Qölskylduvinir. Athöfnin tók 45 mfnútur og annaðist Lundúna- biskup hana. Það eitt var tilefni til blaðaumíjöllunar, því venjan er sú að erkibiskupinn af Kant- araborg annast guðlega þjón- ustu fyrir konungsíjölskylduna, sem yfírmaður ensku biskupa- kirkjunnar. Þótti mönnum framhjá honum gengið en öll- um tilgátum í þeim efnum var hafnað af hálfu Buckingham- hallar. Annað atriði við þessa lát- lausu og fallegu Ijölskylduat- höfn varð einnig tilefni blaða- umijöllunar í bresku pressunni en það var hverjir hefðu ekki mætt til athafnarinnar. Nánar tiltekið var Philip prins afi Vil- hjálms í föðurætt fjarverandi þar sem hann var á ferðalagi fyrir World Wildlife Fund er- lendis, móðuramma hans frú Francis Shand-Kydd mætti ekki (hún afþakkaði boðið!) og ekk- ert af föðursystkinum hans mættu til athafnarinnar! Hugsa sér! Það var verið að ferma verðandi konung, bróðurson og barnabarn og þessir nánustu fjölskyldumeðlimir bara mæta ekki! Nú og hverjir mættu þá? Jú, Elísabet Bretadrottning föð- uramma Vilhjálms mætti og Vilhjálmur prins verður miklu myndariegri en pabbi hans nokk- urn tíma! - Svo kann hann að brosa. langamma hans Elísabet drottningarmóðir. Guðforeldr- arnir mættu líka þ.e. Konstant- ín fyrrum Grikkjakonungur, Al- exandra prinsessa, lafði Susan Hussey, furstynjan af West- minster og Romsey lávarður. Þess utan mættu nokkrir af nú- verandi og fyrrverandi starfs- mönnum foreldra Vilhjálms, en aðstoðarmaður Karls Breta- prins í uppeldismálum á heimil- inu eftir skilnað hans við Díönu, hin unga aðalsmær Tiggy Legge-Bourke, mætti ekki sam- kvæmt fyrirmælum Karls að því að sagt er. Hugsanlega var það gert af tillitsemi við Díönu, en henni er mikil raun að því hversu nákomin Tiggy er orðin sonum hennar og finnst henni Tiggy reyna að ganga þeim í móður stað. Drottningin kát Þrátt fyrir þetta lá vel á þeim sem mættu til athafnarinnar og var sérstaklega tekið til þess hversu vel lá á Eh'sabetu drottningu sem lék við hvern sinn fingur meðan á myndatöku stóð eftir athöfnina. Á myndinni situr Vilhjálmur milli foreldra sinna sem töluðu við alla aðra viðstadda en hvort annað, þau brostu og voru afslöppuð. Vil- hjálmur sem á það til að vera feiminn og roðna auðveldlega, bar sig líka bara vel. Og hvað fékk hann svo í fermingargjöf? Sögusagnir gengu um það að faðir hans hefði keypt tvo 65.000 sterl- ingspunda rifíla fra Asprey’s í London í fermingargjöf handa syni sínum, en talsmenn hirðar- innar aftóku það alveg. Svo við erum engu nær og mamma hans getur líklega andað léttar. óstyrkur sl. sunnudag þegar hann kom til kirkju heilags Ge- orgs í London. Fjórtán ára gamall var hann mættur á kirkjutröppunum í fínu spari- fötunum sínum, vel greiddur eins og venjulega í blárri skyrtu. Það vakti eftirtekt manna að hann kom til kirkj- unnar í bifreið af Vauxhall Astra gerð, sem faðir hans ók, en móðir hans var einnig sam- Schmertz”). Vilhjálmur prins stundar nú nám í Eton skóla þar sem hann dvelur á heimavist í eigin her- bergi og hefur eignast þar marga vini sem standa um hann vörð fyrir áreitni blaða- ljósmyndara. Hverjir mættu ekki? Það var ekki laust við að Vil- hjálmur prins væri eilítið tauga- Vilhjálmur fermdur

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.