Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 7
I jjDagur-ÍKmtrat roo v -- .. “n *- .... . l.. __ i o Laugardagur 15. mars 1997 -19 Ziza ásamt eiginkonunni, Nataija Kirichec. Myndir: GS „Ég er miðjuspilari og gegni því ákveðinni lykilstöðu. Efég spila vel hefur það jákvœð áhrif á leik liðsins en ef ég stend mig illa er jajhvíst að liðið líður fyrir það. “ stór hindrun. Við komum bæði frá stórborg og það var skrýtið að flytja til svona fámenns lands. En ég er hrif- inn af þessari óvenjulegu þjóð. Fólk hefur tekið okk- ur vel og verið boðið og búið að aðstoða okkur. Við eigum marga vini hér núna,“ segir Ziza og Natalja kinkar kolli til samþykkis. Hágæðahand- bolti Ziza segir aðalmun- inn á handboltanum í Rússlandi og á ís- landi vera að rússn- esku leikmennirnir eru atvinnumenn sem fá borgað fyrir að spila. „Þar erum við oftast á æfingum tvisvar á dag og æfingakerfið er öðruvísi. En ég bjóst ekki við jafngóðum handbolta og raunin er í landi þar sem er ekki atvinnu- mennska. Mér hefur þótt mjög spennandi að spila í íslensku deildinni." Ziza er ekki síst ánægður með hve metnaðurinn hjá KA liðinu er mikill og segist hafa átt mjög gott samstarf við þjálf- arann sinn, Alfreð Gíslason. „Alfreð er atvinnumaður fram í fingurgóma og það skiptir miklu máli fyrir leikmenn, ekki síst erlendu leikmennina. Hon- um hefur líka tekist að skapa sérstaka Rússneskir handboltamenn á Akureyri. Mikhail Akbashev þjálfar Þórsliðið en Sergei Ziza spilar með KA. stemmningu í bænum í kring- um liðið. Þannig að ég er mjög ánægður með að vera í þessu liði.“ Eins og fyrr segir tók Ziza við þeirri stöðu sem Patrekur spilaði áður og viðurkennir að erfitt hafi verið að koma inn í liðið á eftir honum. Flestir sem fylgjast með handbolta eru þó á því að hann hafi staðið sig vel, verið vaxandi leikmaður og átti m.a. stórleik í bikarúrslitaleikn- um gegn Haukum. „Áður en ég kom var umboðsmaðurinn minn búinn að segja mér frá Patreki. Fólk bjóst við að ég myndi spila eins og hann og jafnvel betur. Alfreð og leik- menn í liðinu stóðu þó þétt við bakið á mér og hjálpuðu mér að yfirstíga byrjunarörðugleik- ana,“ segir Ziza og bendir á að hann geti ekki spilað eins og annar leikmaður. Honum hafi hinsvegar tekist að koma með sinn eigin stíl. Framtíðin óráðin Auk handboltans er Ziza nú einnig kom- inn í vinnu hjá Strýtu og ekki annað að heyra en hann sé ánægður með það. Þar kynnist hann fleira fólki og starfsfélagar hans eru mjög áhugasamir um hand- bolta. Natalja er ekki í vinnu en segist þó hafa nóg við að vera. Til að byrja með hafi mikill tími farið í að koma sér fyrir á nýj- um stað og nú hafi hún eignast vinkonur sem hún eyði miklum tíma með. „Hún passar oft fyrir okkur,“ segir Mikhail og nefnir einnig Duranona og konu hans þegar rætt er um vinahópinn. Hvað við tekur næsta vetur er enn óráðið og segir Ziza að nú einbeiti hann sér að því að klára tímabilið. „Draumur minn er að fá samning hjá sterku liði í landi þar sem spilaður er góð- ur handbolti. Einhversstaðar þar sem ég get bætt mig enn meira og aflað mér frekari reynslu," segir hann. Hann þvertekur hins vegar fyrir að eitthvað sé þegar í bígerð. „Vinnufélagar mínir sögðu mér að Dagur-Tíminn hefði haft spurnir af því að ég væri á leið- inni til Svíþjóðar. Það hlýtur að vera einhver brandari. Enginn frá Svíþjóð hefur talað við mig,“ segir hann brosandi. Þeir Ziza og Mikhail eiga margt sameiginlegt. Báðir frá sama landi, báðir í handbolta og búa báðir á Akureyri. En þeir spila með sitt hvoru liðinu og því skýtur blaðamaður þeirri spurningu inn hvort sé ekki einhver rígur þeirra á milli vegna þess. „Nei, nei,“ svara þeir fyrst en þegar gengið er á þá fórnar Mikhail höndum og segir: „Alltaf allt fyrir KA.“ Og svo skellihlæja þeir. „Ég óska Þórs alls hins besta og vona að liðið kom- ist upp í 1. deild," segir Ziza. AI „...ég bjóst ekki við jafngóðum handbolta og raunin er í landi þar sem ekki er atvinnu- mennska. “ Hinn rússneski Sergei Ziza er maðurinn sem talar en hann hefur í vetur spilað með handboltaliði KA. Hann kom til landsins í haust og fékk það erfiða hlutverk að fylla í það skarð sem Patrekur Jóhannesson skildi eftir þegar hann yfirgaf liðið. Samtalið fer fram á heimili Ziza og konu hans Natalju. Þau hafa hreiðrað um sig í Hafnar- strætinu á Akureyri og segjast kurma vel við sig. Þriðji maður- inn við borðið er annar Rússi sem einnig er handboltamaður og heitir sá Mikhail Akbashev. Hann hefur dvalið á íslandi í rúmlega sex ár, fyrst hjá Val í fimm ár en hef- ur þjálfað Þórs- ara í vetur. Þar sem íslensku- kunnátta þeirra Ziza og Natalja er lítið betri en þekking blaðamanns á rúss- nesku, lendir Mikhail óhjá- kvæmilega í hlutverki túlks í viðtalinu en hann er ágætlega mæltur bæði á íslensku og ensku. Aldrei ánægður með árangur Mikhail segist fyrst hafa komið til íslands árið 1990, þá að heimsækja foreldra sína sem eru búsettir hérlendis. Faðir hans, Boris Akbashev, er einnig tengdur handboltanum, hefur m.a. þjálfað unglingaflokka hjá Val í nokkur ár og er aðstoðar- þjálfari landsliðsins. í heim- sókninni ræddi Mikhail við for- ráðamenn Vals, fór síðan aftur til Rússlands til að ganga frá sínum málum við sitt gamla fé- lag og byrjaði að þjálfa hjá Val haustið eftir. Með í för til fs- lands var kona hans, Ekaterina Akbasheva, og eldri dóttirin en sú yngri fæddist eftir að ijöl- skyldan fluttist til íslands. „Svo fluttum við til Akureyrar í haust,“ bætir Mikhail við. Gengi Þórsliðsins hefur verið nokkuð gott í vetur miðað við undanfarin leiktímabil en Mik- hail er varfærinn í yfirlýsingum. „Ég veit ekki hvernig þetta var áður en ég kom en ég er aldrei ánægður með árangur. Enn eru mikilvægir leikir eftir og því erfitt að segja til hver verður lokaniðurstaðan," segir hann en úrslitaleikurinn milli Þórs og Breiðablik var í gær- kvöld, nokkru eftir að viðtalið var tekið. Viðbrigðin töluverð Ziza og Natalja eiga enga ætt- ingja á íslandi eins og Mikhail og kona hans en hafa þó styrk af löndum sínum sem hér dvelja. En hvernig bar það til að þau enduðu á Akureyri? »Ég var búin að spila í 1. deildinni í Rúss- landi í 8 ár og fannst kominn tími á að breyta til og reyna eitt- hvað nýtt. Mér bauðst þetta tækifæri og ákvað að slá til,“ svarar Ziza en það var um- boðsmaður hans í Þýskalandi sem hafði milligöngu í að semja fyrir hann. Sú staðreynd að KA liðið hafi komist áfram í Evr- ópukeppninni í fyrra, þrátt fyrir að hérlendis væri ekki atvinnu- mennska, skipti Ziza miklu máh þegar hann tók ákvörðun um hvort hann ætti að semja við KA. Hann hefur verið ánægður með dvöl sína en viðurkennir að viðbrigðin hafi verið tölu- verð. „í byrjun var tungumálið

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.