Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 12
24 - Laugardagur 15. mars 1997 JQagur-Œhnmn ^Dagur-^tmtrat 'IVlatarkrókur —--------------------------- Arni Kristjánsson, inn- kaupastjóri hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga, býður lesendum Dags-Tímans upp á lambageira með gráðostasósu og sjávarréttarsúpu. „Ég hef gaman af að elda og enn meira gaman af að borða en þykir leiðinlegra að vaska upp,“ segir Arni, sem skorar á vinnufélaga sinn, Pál Friðriksson, í næsta Matarkrók. Pönnusteiktur lamba- geiri m/gráðostasósu fyrirjjóra 8 sneiðar lambageiri (ca. 1,5 cm þykkar) salt og pipar olífuolía Sósa: 50 g gráðostur ‘Astk. laukur 'A l rjómi smjörklípa 'Atsk. aromat 3Atsk. sósukraftur hveiti (ef þarf að þykkja) Sneiðarnar kryddaðar með salti og pipar og steiktar á pönnu í ca. 5 mínútur á hvorri hlið. Laukur er saxaður smátt og gljáður í smjörinu, ostinum bætt í og þegar hann er bráðn- aður skal hella rjómanum yfir og láta sjóða. Bætið kryddi í og smakkið til með sósukrafti. Hrærið 2 tsk. af hveiti út í mjólk og bætið í ef þarf að þykkja. Borið fram með bökuðum kartöflum og brokkáh. Sjávarréttarsúpa 300 g lúða m/beini 100 g humar 200 g rœkjur 1 stk. laukur 1 stk. rauð paprika 3 stk. gulrœtur 1 stk. hvítlauksgeiri 'A l rjómi /tsk. paprikuduft / tsk. arómat 3-4 ten jiskkraftur 3/ l vatn Lúðan soðin í vatni með 2 teningum af fiskkrafti í ca. 10 mínútur. Því næst er lúðan veidd upp úr soðinu og hreins- að roð og bein. Saxa smátt lauk, papriku, gulrætur og hvít- lauk, láta grænmetið út í soðið og látið sjóða í 10 mínútur. Bæt- Árni Kristjánsson. Mynd: OS ið kryddi, rjóma og lúðu í soðið og að síðustu rækjum og humri. Setjið fiskkraft útí eftir smekk. Ekki láta súpuna sjóða nema ca. 2 mínútur eftir að rækjum og humri hefur verið bætt í. Borið fram með brauði og smjöri. ristuðu Mývetnskir heimaréttir Þegar þjóðlegur matur berst í tal dettur ílestum í hug þorramaturinn sem eitthvað séríslenskt. En það er ekki nóg með að við sem þjóð eigum okkar sérkenni. Hvert byggðarlag á líka gjarnan sína sérrétti sem borðaðir hafa verið í sveitinni eins lengi og elstu menn muna. í Mývatnssveit eru þeir t.d. þekktir fyrir að borða siginn silung, kæst andaregg, Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Hótel Selfossi, föstudag- inn 4. apríl 1997 og hefst kl. 14. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta fé- lagsins. 2. Tillaga um útboð B-deildarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega borin upp. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 7. mars 1997. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. ljallagrasaysting og hverarúg- brauð. Til að halda í hefðina hafa félagar í Kiwanisklúbbn- um Herðubreið undanfarin ár staðið fyrir svokölluðum heima- réttarkvöldum þar sem fyrr- nefndar kræsingar eru á borð- um. Matargatið hafði samband við Finn Baldursson, einn Kiwanismanna, til að komast að því hvernig þessir réttir væru matreiddir. Signa silung- inn segir hann hengdan út eins og siginn fisk almennt en and- areggin eru tínd að sumri til og geymd í ösku fram á vetur. „Eggin eru talin best séu þau farin að stropa, þ.e. séu ekki glæný. En lyktin er nú ekki mjög góð fyrir þá sem eru ekki vanir þessu,“ segir Baldur. Þegar spurt var um seinni réttinga tvo, hverarúgbrauðið og íjallagrasaystinginn brást Finnur skjótt við og kom með uppskriftir. Hverarúgbrauð 2 kg rúgmjöl 2 bollar hveiti 4 bollar sykur 1 msk. þurrger 2 lítrar vatn Þurrefnum blandað saman. Hrærið vatninu saman við, fyrst með sleif en síðan í hrærivél. Látið deigið bíða í 20-30 mínút- ur en setjið síðan í mjólkurfern- ur, farið með upp í Bjarnarflag og stingið því í jörðina. Þar þarf brauðið að vera í 24-26 klukku- tíma (fer eftir hita í jörðinni). Þeir sem eru ekki svo heppnir að eiga eitt stykki Bjarnarflag við bæjarlækinn verða hins veg- ar að notast við bakaraofninn heima hjá sér. Uppskriftin miðast við að deigið passi í þrjár tveggja h'tra mjólkurfernur. Fja llagrasaystin gur jjallagrös hrísgrjón mjólk súrmjólk sykur salt Hrísgrjónin soðin í vatni. Mjólkin sett útí. Þegar suðan er að verða komin upp á mjólkinni er súrmjólkin sett útí til að það ysti. Mikilvægt er að hræra ekki í á meðan því annars hleypur ekki neitt. Síðan er salt og syk- ur sett úti eftir smekk og að síð- ustu eru grösin sett saman við. Athugið að helst þarf að vera búið að leggja grösin í bleyti áð- ur til að ná remmunni úr. Má borða bæði heitt og kalt og er gott t.d. með mjólk og súru slátri. Geymist í marga daga ef geymt er í glerkrukku með loki inni í kæliskáp. AI Mývetningar gæða sér gjarnan á signum silungi og þykir hin besta fæða.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.