Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 17

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 17
iOctijur-(Dmt.im Laugardagur 15. mars 1997 - 29 LIF O G LAND Land og þjóð Sigurður Bogi Sævarsson skrifar 1. í Merkinesi í Höfnum voru fædd og uppalin systkini, sem síðar urðu einhverjir vinsælustu dægurlagasöngvarar íslend- inga. Þau létust bæði langt um aldur fram. Hver voru þau? 2. Staðarstaður á Snæfells- nesi er kyngimagnaður staður, þar sem orkumikill Snæfellsjök- ull gnæfir yfir. Núverandi prest- ur þar er sr. Guðjón Skarphéð- insson, en hver sat staðinn á undan honum? 3. Hólmavík á Ströndum er við Steingrímsijörð. Pekktur tónlistarmaður er þar fæddur, þótt hann sé talinn til svo- nefndra Keflavíkurpoppara. Hver er maðurinn? 4. Myndin hér til hhðar er af því sem þeim sem þetta skrifar þykir vera fegursta og svip- mesta bæjarstæði á íslandi. Hvað heitir bærinn og hvar er hann? 5. Hvert er lítið kauptún á Norðurlandi eystra sem varð fyrir miklum skemmdum vegna jarðskálfta í byrjun árs 1976? 6. Spmt er um svipmikinn og kjaftforan stjórnmálamann, þingmann Austlendinga í ára- tugi. Um hann var sagt að hann væri að vestan, sækti afl sitt fyrir austan, en byggi fyrir sunnan. Hver er maðurinn? 7. Síreksstaðir, Guðmundar- staðir, Refstaður, Héðinsdalur, Hof og Grænilækur. Hvar á Austurlandi eru þeir sex bæir sem hér eru nefndir? 8. Spurt er um brú yfir mikið vatnsfall á Suðurlandi, sem tek- in var í notkun 1992, og kom þá í stað brúar sem byggð var 1934. Hvert er vatnsfall þetta? "tpfLjjc^.reiM' '8 'HUijtmdoA J 'L uossuuBuuaH jujoas 9 •ja^sudo)! s IBpnpuoia J njo jnioqsiupnpupia p •qiA'BuqpH b jnppæj J8 uosjBQjpcj jbuuoq g uosBSoquuja jnpjBAuSpa JS 'Z •suiiBfqnA Xn3 80 jnuqBfquA l :JÍ?AS Hólasandur og siðfræði Ari Trausti Guðmundsson skrifar I. Enn deila menn um landvernd. Að þessu sinni stendur styr um uppgræðslu Hólasands sem er 150 ferkílómetra eyðimörk milli tveggja byggða og ógnar þeim báðum. Hann var lengst af ágætt beitiland. Deilurnar þekkja allir en fylkingarnar eru ekki eins auðsýiúlegar. II. í sumum tilvikum er lagt út af deilunum í þá veru að einhverj- ir vilji græða upp alla eyði- sanda. Eða öfugt; að einhverjir vilji láta náttúruna (stundum með okkar hjálp) hafa sinn gang hvar sem er, hvenær sem er. í öðrum tilvikum er lagt út af deilunum eins og um þvarg út af einni jurt, lúpínunni, sé að ræða. Sannleikurinn er sá að langflestir hafa afstöðu sem kalla má bæði og afstöðuna enda er sveigjanleiki aðall nátt- úruverndar. Raunar má segja að umræðan megi alls ekki snú- ast um að vera með eða á móti lúpínu, yfirleitt og ávallt, eða með eða á móti sandgræðslu, yfirleitt og ávallt. Slíkt tefur að- eins fyrir úrbótum. Umræðan á að snúast um hvað skuli gera á hverjum stað, hvaða hug- myndafræði skuli stýra vernd og nýtingu (sem alltaf fer sam- an) og hvaða skyldum við höf- um að gegna gagnvart komandi kynslóðum og um nýtingu sem skilar umhverfinu jafngóðu eða betra til okkar og afkomend- anna. Þetta má alveg eins nefna siðfræði landnýtingar. III. Fernt stendur undir hagsýnni og náttúruvænni siðfræði land- nýtingar: 1. Ábyrgð landnotenda í nafni heildarinnar, ekki landnotand- ans eins. 2. Varfærin en vönduð og yfir- gripsmikil nýting landgæða; hvort sem er til búnaðar eða afþreyingar, allt eftir aðstæð- um. 3. Endurheimt landgæða sem staðhættir bera og veðurfar leyfir. 4. Samvinna landnotenda, land- æðslufólks og yfirvalda. Hólasandsdeilunni fer því íjarri að sem næst allir horfi til svona skilyrða. liðir 1-3 hér að ofan ýta undir uppgræðslu sandsins; hún ætti að þykja sjálfsögð og brýn. Hvað úr- lausn verkefninsins varðar, kemur til 4. liður, samvinna stofnana, sjálfboðaliða, land- notenda og yfirvalda. Ef sam- vinna er viðhöfð verður enginn misskilningur um sjálfsagðar og gerlegar varúðarráðstafn- anir við notkun uppgræðslu- jurta eða rannsóknir á mann- vistarleifum. Lúpínan og tugir innfluttra plöntutegunda (allt frá innflutningsdögum glitrós- ar og baunagrass á þjóðveldis- öld) eru ekki aðalatriðið í mál- inu heldur hættan af Hólas- andi. Menn hafa vissulega stundum notað lúpínuna án fyrirhyggju en það er ekki nýtt á íslandi og ekki efin í áfellis- dóma um hana. Þeir sem vilja fara gætilega með jurtina eru að reyna að vernda íslenska náttúru rétt eins og hinir. Flugiiveiðar að vetri (10) Petitjean flugumar Stefán Jón Hafstein skrifar Síðast sagði ég frá félögum mínum frá hðnu sumri, Bruno, Rudy, Erwin og flugnahönnuðinum Marc Pe- titjean. Nú stendur eiginlega upp á mig að segja frá flugum Marcs, í frekari smáatriðum en þeim að þær virka vel á ís- lenska fiska! Þær virðast reyndar virka á alla fiska. Nei, marga fiska. í Japan, Banda- ríkjunum, um alla Evrópu allt frá Norður Noregi til suður- hluta Ítalíu. Og í Mývatnssveit. Það sem er mikilvægast við flugur Marcs er að þær eru all- ar úr ijöðrunum sem hann safnar við fitukirtil andarinnar, þessum sem hún nuddar aftur við stél til að fá smurningu á fjaðrirnar. Frönskumælandi kalla þessar Qaðrir „cul de canard“ eins og ég sagði frá síðast, ameríkaninn er fyrir að einfalda hlutina og kallar þær CDC, til að þurfa ekki að nota frönsku. Ég hef kallað þær rass- endafjaörir svona upp á grín. Öndin er aðeins með einn svona fitu- kirtil og kringum hann eru 20- 50 fjaðrir. Milh þess sem öndin nær í fituna með gogginum safnast fit- an í þessum ijöðr- um; „aðrar fjaðrir andarinnar eru allt öðruvísi gerðar“ seg- ir Marc, „og ónot- hæfar í flugur mín- ar“. Rassendaíjaðrir eru mun fínni, krókarnir sem halda saman fönum fjaðrarinn- ar eru mun fleiri en á öðrum ijöðrum, því geymist meira loft á milli þeirra. Kosturinn við þessar Qaðrir er sá að þær fljóta mun betur og mun auð- veldara er að þurrka þær. Þær eru líka mun meira „lif- andi“ í vatni og sjálfur er ég sannfærður um að ljós brotnar öðruvísi gegnum þessar íjaðrir þegar flugan situr á vatninu. Síðan hef ég séð hvernig fjaðrirnar bærast betur í vatni undir yfirborði, flugan „andar“ eða „púlsar“ þegar best lætur! Svo er auðvelt að kasta þeim með mjög fi'num taumi því þær eru léttar, vængirnir eru ákaf- lega mjúkir og trufla ekki styggan fisk. Marc líkir ekki eftir skordýr- um, heldur líkir hann eftir al- mennu formi skordýra á hinum ýmsu stigum. „Kannski er betra að líkja alveg eftir skordýrinu, kannski veiða slíkar flugur bet- ur, en ég hef bara eitt líf til að prófa mig áfram, því vel ég fljótfarnari leið og líki eftir lög- un og formi þess sem er al- gengast," segir Marc. Þetta byrjaði allt með því að vinur Marcs bað hann um að hnýta fyrir sig flugur sem gögnuðust sjóndöprum. „Venju- legar flugur fljóta ekki nógu vel,“ sagði hann. Svo Marc leit- aði að bestu íjöðrunum. Hann var ekki ánægður fyrr en hann ákvað að hætta að hnýta sígild- ar flugur: „Ég sagði við sjálfan mig: nú fer á á byrjunarreit! Gleymdu öllu sem þú kannt!“ Aðalbreytingin varð þegar hann ákvað að nota eimmgis rassendaljaðrir.mlíka í búkinn, en það hafði ekki verið gert áð- ur með svo markvissum hætti. „Og þá tók ég eftir því að ég fór að veiða betur. Og ég hélt að það væri vegna þess að ég væri betri veiðimaður en áður. Svo fór ég í veiðitúr með félögum mínum. Ég var með höfuðverk og lagði mig á bakkanum með- an þeir byrjuðu. Eftir klukku- tíma komu þeir sigri hrósandi og vöktu mig: Marc, þú ert ekki betri veiðimaður, það eru flug- urnar þínar sem eru betri veiði- flugur! Þá vissi ég,“ sagði Marc, „að ég var á réttri leið“. Næsta skref var að senda öll- um helstu blaðamönnum og dálkahöfundum Evrópu sýnis- horn og spyrja hvort þeir könn- uðust við svona flugur. „Ég vildi vita hvort einhver hefði verið á undan mér.“ Svörin komu: nei, við vitum ekki til þess að nokk- ur maður hafi hnýtt svona flug- ur áður, en þær eru góðar, sendu fleiri!" Nú hafa birst 60 blaðagreinar í 11 löndum á 8 tungu- málum (9 með þess- ari grein!) um flug- urnar hans Marcs. Fyrir utan að hanna flugur spreytir Marc sig á margvíslegri annarri hönnum. Veiðivesti hans er verðlaunað; hann lætur smíða fyrir sig stangir eftir forskrift, tauma sem leggjast betur (segir hann!) og straum- flugurnar eru mjög athyglisverðar: þær eru þyngdar „á bak- ið“ svo krókurinn (silfraður) vísar upp þegar flugan leitar niður undir botn. (Festast síð- ur). Þá sýndi hann mér sérlega byltingarkennda „flugu“ eða samsetningu, sem hann kallar „lið-rándýrið“. Þetta er straum- fluga sem er samsett úr 2-3 lið- um eftir ósk veiðimanns; lið- irnir eru „hengdir“ saman (ekki óhkt því sem maður gerir með bréfaklemmur) og litasamsetn- ingar og krókafjöldi að ósk hvers og eins. Rautt skott og svartur haus? Með hvítum eða gulum „búk“? Eða öfugt? Þá skiptir maður bara! Þessi fluga syndir með ólíkindum vel, liðast eins og lítill snákur í vatninu (eða hðugt síli). Marabou-flug- urnar okkar virðast stirðbusa- legar í samanburði! Ekki veiddum við á hð-rándýrið, en krían var mjög spennt fyrir þessu fyrirbrigði! Upp á grín tók ég hins vegar fisk á Rector. Bara af því að það er engin ein töfrafluga til. En ég fer ekki í veiði í sumar nema Petitjean verði með, í boxinu! Ps. Þeir sem vilja kynna sér bækling með þessum flugum og öðru geta pantað hjá: Marc Petitjean Route Joseph-Chaley 52 Ch 1200 Fribourg Switzerland. Símbróf: 41 26 481 54 60. eða 41 26 481 60 31.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.