Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Qupperneq 10
22 - Laugardagur 15. mars 1997 jDagur-'SHmöm 011 erum við alheimsvemr Flestir listamenn óska þess að verk þeirra nái að snerta við fólki. En fyrir Helgu Sigurðardóttur er ekki nóg ef myndirnar hennar hafa áhrif Hún vill að áhrifin séu jákvœð. „Helst á listin að virka þannig að hún geri fólk glaðara og þenji út orku þess. Ljótleikinn er allsstaðar í samfélaginu en ég vilfrekar að fólkfinni sína innrifegurð í gegnum myndirnar. “ Myndlistin hefur alltaf verið hluti af lífi Helgu en árið 1989 urðu straumhvörf í lífi hennar sem listamanns. „Ég var búin að vera mikið í pennateikningum og tússteiknun. Síðan bað ein vinkona mín um að ég málaði mynd handa pabba hennar sem átti eitthvað erfitt. Hún vildi að myndin yrði hon- um til hjálpar. Þá settist ég niður og bað um að ég fengi að vera far- vegur fyrir eitthvað á pappír sem gæti hjápað pabba hennar þeg- ar hann horfði á það. Eftir það var eins og flóðgátt hefði opn- ast,“ segir Helga. Síðan hefur hún gert margar myndir fyrir fólk og notar þá sömu tækni og við þessa fyrstu mynd, þ.e. stillir sig inn á viðkomandi, hugleiðir og biður um mynd sem spegli það sem sé innra með þeim sem hún málar fyrir. En hún mál- ar líka fleira. Myndir þar sem hún opnar sig og leyfir tilfinningunum að flæða í gegn. „Oft er það þannig að þegar ég er búin að tæma hugann tekur höndin við. Ég er í flæði en ekki rökhugsun. Ég byrja bara og leyfi því að gerast sem gerist." Myndir af örlagatölum Ein af þeim sem hrifist hefur af myndum Helgu er íris Jónsdótt- ir, stjörnuspekingur. íris hefur auk stjörnuspekinnar fengist við talnaspeki og hún leitaði til Helgu og bað hana um að mála fyrir sig níu myndir, eina fyrir hverja örlagatölu. Afraksturinn hefur nú litið dagsins ljós og eru myndirnar hluti af sýningu sem þær stöllur munu opna á Akureyri í dag. Sýningin er til húsa í Glerárgötu 32 og verður aðeins opin þessa einu helgi. í dag verður opið frá 14-19 og sami opnunartími á morgun. „Ég fæ að vera listamaður en íris sér um viðskiptahliðina," segir Helga um samvinnu þeirra tveggja. „Við smullum strax saman og ákváðum að orka okkar færi ágætlega sam- an. Við erum mjög ólikar en vinnum báðar vel þegar við för- um af stað. Þannig að við ákváðum að prófa þetta og stefnum að meiri útgáfu. Erum t.d. að gefa út fermingakort og erum að þreifa fyrir okkur með markaðssetningu erlendis," segir Helga. Myndirnar af örlagatölunum hafa verið gefnar út á kortum þar sem fylgir með hvernig hver og einn geti reiknað út sína örlagatölu og stuttlega sagt frá hvað hver tala þýðir. En út á hvað gengur talnaspekin? Það er íris sem verður fyrir svörum »na túlkar He.ga öríegatöUma * Jafn».aegahy g ^ ^ærle.kur eru Þætt.r h^.mil.steg og kurteis og “ !*;s» nara reyiu skrevtir he.m.li sitt a listræn Helga Sigurðardóttir, myndlistarkona, og íris Jónsdóttir, stjörnuspekingur, segjast vinna vel saman þó þær séu ólíkar. „Ég fæ að vera listamaður en hún sér um viðskiptahliðina," segir Helga. í þetta sinn. „Þetta er ævigömul spáspeki notuð til að segja til um framtíðina. Mjög einfalt og skemmtilegt að nota. Ég tek af- mælisdaginn og fæðingarár, tek samsummuna af þeim tölum og minnka svo niður þar til komin er tala milli 1 og 9. Síðan er auðvitað hægt að fara enn dýpra í þessi fræði þó það sé ekki gert á þessum kortum. Þar er bara gefm upp örlagatalan, sem er sterkust, og túlkun á henni.“ Hinn guðlegi neisti Helga er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur starfað við hjúkrun í fjölda mörg ár. Annað sem hún hefur fengist við und- anfarið er að halda námskeið í svokallaðiri „Líföndun“ sem hún segir vera ákveðna öndun- artækni. Samhliða öndunar- tækninni er unnið með hug- ræna vinnu sem byggir m.a. á því að gera upp tilfinningar frá fæðingu og til dagsins í dag. „Þessi námskeið leiða fólk inn í sátt við sjálft sig,“ segir hún. En skyldi vera einhver tenging á milli hjúkrunarinnar, líföndun- ar og myndlistarinnar? „Já, hjúkrun er ákveðin list líka. Hún gengur ekki bara út á að hjúkra handlegg heldur þarf að horfa á manneskjuna sem eina heild. í lífönduninni er ver- ið að gera það sama, upplifa að manneskja er eitt. í myndlist- inni er það sköpunin, að nálg- ast kjarnann. Þó að nauðsyn- legt sé fyrir okkur öll að lifa í þessu daglega lífi er líka nota- legt að finna að við tengjumst kjarna okkar. Því öll erum við alheimsverur og guðsneistinn býr í sérhverjum manni.“ AI Örlagatölur forsetahjónanna * Olafur Ragnar Grímsson fæddist 14.5. 1943 og er því með örlagatöluna 9 (1+4+5+1+9+4+3 = 27; 2+7 = 9). Sam- kvæmt því er hann mannvinur og al- heimssinni. Hann er kærleiksríkur, hefur sterka samhygð með náunganum, er víð- sýnn og hefur háleitar hugsjónir. Ekki amalegur forseti þar! Guðrún Katrín Þorbergsdóttir er fædd 14.8. 1934 og hennar örlagatala er 3 (1+4+8+1+9+3+4 = 30; 3+0 = 3). Einkenni þristsins felast í lífsgleði og sjálfstjáningu. Hann er gjarnan hrókur alls fagnaðar og styrkur hans felst í hæfileika hans að gefa frá sér gleði og ljós sem gefur þeim von sem á þurfa að halda. „Þristar eru einmitt mjög góðir fyrir níur,“ segir íris.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.