Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. mars 1997 - 21 |Dagur-®tmtmt fer hefur strákurinn verið hraustur og lítið veikur. Hann veitir manni alltaf ánægju- stundir. Ég segi nú ekki að stundum hefur mig langað að vera útivinnandi sérstaklega þegar fór að síga á seinni hlut- ann, þó aðallega peninganna vegna. Fæðingarorlof og niður- skorin námslán eru naumt skömmtuð. Ég einangraðist ekki félagslega þann tíma sem ég hef verið heima. Þessi tími heima með stráknum hefur aftur á móti gefið mér mjög mikið, sem ég hefði án efa annars farið á mis við, t.d. þegar hann lærir eitthvað nýtt. Því hefði ég ekki viljað missa af. Mjög náin tengsl hafa mvndast á milli okkar feðga. Eg vil helst alltaf vera hjá honum og finnst erfitt að þurfa að fara frá honum í lengri túna. Ég veit að mæð- ur kannast við þessa tilfinn- ingu, en það sama á við um Steinunni, henni finnst mjög erfitt að þurfa að fara í skólann eða eitthvað í burtu að læra. Ef maður fer eitthvað t.d. í bíó, langar mann strax heim til að geta verið hjá honum,“ segir Óðinn sem hvetur alla feður til að reyna að vera einhvern tíma heima hjá nýfæddum bömum. Slíkt sé ómetanleg lífs- reynsla sem gefi nýja sýn á lífið. Steinunn og Óðinn með gullmolann sinn. stöku sinnum smá skot frá bræðrum mínum, að passa mig að verða ekki of flinkur við heim- ilisstörfin því þá gæti ég endað þar, en það er allt á léttu nótunum. Það var náttúrulega svolítill grátur og gnístran tanna í íjölskyldunni að fara með nýfætt barnið eitthvað norður í land Qarri heimabyggð. En vídeótökuvélinni var bara þeim mun meira beitt og ljós- myndir sendar til að leyfa fjölskyld- unni að sjá hvernig drengurinn dafn- aði. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi náð að standa mig prýði- lega í þessum harða mömmu- heimi uppeldisins," sagði Óðinn að lok- um. ÞoGuÆyjum Góð frammistaða í mömmuheimi uppeldisins Sá galh er á gjöf Njarðar að feðriun er mjög þröngur stakk- ur skorinn hvað varðar fæðing- arorlof. Ef þeir kjósa að taka sér fæðingarorlof er það alltaf með leyfí móðurinnar. Og feður sem eiga konu sem hefur verið heimavinnandi eiga engan rétt á fæðingarorlofi hjá vinnuveit- endum sínum. Óðinn segir það ekki fyrirhafnarlaust að sækja um fæðingarorlof. „Lögin eru alveg út í hött og réttur feðra fyrir borð borinn. Faðirinn er algjörlega háður móðurinni hvað varðar fæðing- arorlofið. Hún verður að afsala sér réttinum og gefa út skriflegt leyfi fyrir hann. Feður eiga að- eins rétt á fæðingardagpening- um en ekki fæðingarstyrk þó svo að móðirin vilji gefa leyfi sitt fyrir öllu orlofinu. Það eru sjálfsögð mannréttindi að þeir geti fengið allan pakkann. Lög- in virka þannig á mann að formlega sé móðirin að gefa manni sínum leyfi til að annast uppeldi barnsins," segir Óðinn. Eins og áður segir rann fæð- ingarorlof Óðins út um síðustu mánaðamót. Hann segist byrja að vinna frá og með 1. apríl nk. Óðinn segir það undanlega til- finningu að fara frá syninum og heimilinu og út á vinnumarkað- inn. En þar sem Steinunn getur stýrt vinnunni í lokaverkefninu eftir eigin þörfum verður hún heima með strákinn. Eldri bræður Óðins og faðir þeirra eru af annarri kynslóð en Óðinn. Þeir eru mjög ánægð- ir með hann. „Það koma svona ökukennsU Kenni á Mercedes Benz, Tfmar eftir samkomulagi. Útvega námsgögn. Hjálpa til við endurnýjunarpróf. Ingvar Björnsson ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri Sími 895 0599 Heimasími 462 5692 hótelj jLk{flar Þjónn óskast til starfa í sumar Einnig fólk í almenn hótelstörf. Lágmarksaldur 18 ár. Skriflegar umsóknir berist fyrir 29. mars nk. Uppl. í síma 464 3340. Hjördís Stefánsdóttir, hótelstjóri 650 Laugar. HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ Úthlutun úr forvarnasjóði Sjóðurinn starfar á grundvelli 8. gr. laga um gjald af áfengi, nr. 96 frá árinu 1995, en þar segir m.a.: „Af irmheimtu gjalds skv. 3. gr. skai 1% renna í For- varnasjóð. Tilgangur sjóðsins skal vera að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu. Styrki skal veita úr sjóðnum til forvarnastarfa á verkefna- grundvelli." í samræmi við niðurlagsákvæði ofangreindrar 8. gr. hefur heilbrigðisráðherra sett reglugerð um Forvarna- sjóð. Bent skal á að verkefni sem stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í áfengis- og fíkniefnamálum, sem samþykkt var hinn 3. desember sl., njóta forgangs og einnig að samkvæmt reglugerð um forvarnasjóð skal sjóðurinn sérstaklega leggja áherslu á að styrkja verkefni sem snúa að ungmennum og áfengis- og vímuefnavörnum. Sjóðsstjórn hefur ákveðið stuðning við áfangaheimili sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið mun út- deila. Þá hefur stjórn Forvarnasjóðs ákveðið að forgangs- verkefni til næstu tveggja ára verði: ■ Að koma í veg fyrir neyslu barna og unglinga á áfengi og öðrum vímuefnum og vinna gegn þeim vandamálum sem af neyslunni hljótast. ■ Að vinna gegn ofurölvun og vandamálum sem henni tengjast. Tekið skal fram að verkefni geta hlotið styrk þó þau falli ekki undir forgang þann sem að ofan greinir, t.d. verk- efni vegna rannsókna, fræðslu og samkomuhalds. í umsókn um styrki til verkefna skal greina svo skýrt sem kostur er a.m.k. eftirfarandi atriði: ■ Almenna lýsingu. ■ Markmið. ■ Framkvæmdaáætlun. ■ Hverjir vinni að verkefninu. ■ Lýsing á hlutaðeigandi félagsskaþ. ■ Hvernig samstarfi er háttað við aðra aðila. ■ ítarleg lýsing á markhópi og vandamálum þeim sem bregðast skal við. ■ Með hvaða hætti árangur verður mældur. ■ Hvort og þá hvernig verkefnið falli að forgangi þeim sem að ofan greinir. Að jafnaði skal eigin fjármögnun framkvæmdaaðila og/eða fjármögnun annars staðar frá nema a.m.k. 60% heildarkostnaðar við framkvæmd verkefnis. Styrkir skulu almennt veittir félögum og samtökum en einstaklingar koma einungis til greina varðandi styrki til rannsóknarverkefna. Nánari upplýsingar, reglugerð um sjóðinn og vinnuregl- ur sjóðsstjórnar, liggja frammi í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 166, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 1997. Umsóknum skal skilað skriflega, merktum: Forvarnasjóður, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.