Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 15. mars 1997 |Dagur-'2Rmttm Labourdonnais Kannast einhver við nafnið Louis Charles Mahé de Labourdonnais? Hversu óréttlátir dómar sög- unnar eru! Hvers vegna er Labourdonnais, þessi djarfasti af öllum djörfum riddurum, fallinn í gleymsu og dá?! Eftil vill er það vegna of langs nafns. Hvílík óheppni að vera ekki skírður Joel Lautier eða eitthvað álíka stutt og laggott... Guðjríður Lilja Grétarsdóttir skrifar Labourdonnais fæddist í St. Malo árið 1775. Hann var af efnuðum ættum og hon- um var ætlað að halda uppi heiðri fjölskyldunnar með því að sinna borgaralegum skyld- um og viðskiptum. Þær fyrirætl- anir yfirráðamanna fóru hins vegar út um þúfur þegar Labo- urdonnais, með glóðvolga há- skólagráðu upp á vasann, byrj- aði að venja komur sína á Café de la Régence, kaffihúsið fræga í París. Þar smitaðist hann af ólæknandi „skákbakteríu" og upp frá því fékkst hann ekki til að helga sig neinum öðrum starfa. Hann gerðist nemandi Deschapelles, besta skákmeist- ara Frakklands á þeim tíma, en það vildi ekki betur til en svo að um og upp úr 1821 var Labo- urdonnais orðinn betri en læri- faðirinn. Deschapelles lagði fljótlega eftir það skáklistina á hiliuna og sneri sér að því að spila vist og rækta melínur og lái honum hver sem vill. Labo- urdonnais gerðist hins vegar fyrsti „atvinnuskákmaðurinn" á Café de la Régence. Þar vann hann fyrir sér með því að tefla daglega við gesti og gangandi frá því um hádegisbil fram yfir miðnætti. Ef til vill hefur enginn skákmaður fyrr né síðar haft jafn óseðjandi lyst á skák; jafn- vel Fischer virðist blikna í sam- anburði að þessu leyti. í sam- vinnu við ljóðskáldið Joseph Méry hóf Labourdonnais svo út- gáfu fyrsta skáktímarits sem um getur, Le Palaméde, og braut þannig blað í skáksög- unni. Maraþoneinvígi Labourdonnais ætti líklega helst að vera minnst fyrir þau áhrif sem einvígi hans við Alexander McDonnell hafði á skákheiminn fyrir um 160 árum. í röð einvíga þeirra í millum árið 1834 mættust sterkustu skákmenn „stórveld- anna“ tveggja í skák í þá daga, Frakklands og Englands. Þeir háðu langvinna og áður óþekkta baráttu sem vakti mikla athygli og lauk ekki fyrr en 85 skákir höfðu verið tefldar. La- bourdonnais vann 45, McDonnell vann 27 og 13 fóru jafntefli. Ef aðeins tími slíkra einvíga, þar sem stutt og leiðinleg „stórmeistarajafn- tefli“ - þekkjast ekki, gæti komið aftur! Einvígið var teflt af bullandi rómantík og sigur- gleði þar sem mátti búast við gambítum og fórn- um í hverri skák. William Green- wood Walker, sem samviskusam- lega sat yfir skákunum og skrifaði niður alla leiki, gaf svo út bók um einvxgið. Þetta var í fyrsta skipti sem fylgst var svo náið með slíkri keppni, og tilvist einvígisskákanna á prenti var dýrmætt fyrir skák- þjálfun og fræðimennsku næstu kynslóða. Einvígið var ekki síður athygl- isvert vegna þeirra andstæðna sem mættust í persónuleikum keppenda. McDonnell var hljóður, alvarlegur og nákvæmur og eyddi á stundum meira en einum og hálfum tíma á einn leik. Labourd- onnais var hins vegar allur á iði og gat ómögulega þagað á meðan skákin fór fram. McDonnell sat sveittur og þögull við útreikning- ana, en Labourdonnais gerði að gamni sínu við viðstadda, talaði við þá um stjórn- mál og bókmennt- ir, hélt stuttar ræð- ur á frönsku og sönglaði aríur. Ef ekki vildi betur til blótaði hann svo í sand og ösku ef honum fannst staða sín fara versnandi. Þessi hegðun við skák- borðið, sem nú myndi vera talin í hæsta máta „óvið- eigandi“ og leiða til brottrekstrar, virðist ekki hafa verið átalin af nokkrum viðstöddum, enda lítið hægt að gera til að stöðva lífsorku Labourdonnais. Á meðan Eng- lendingurinn hvfldist að kvöldi til eftir erfiða keppnisskák dagsins, tvíefldist Frakkinn í lífsgleði sinni og áfergju, borðaði yfir sig, drakk hvert vínglasið á fætur öðru og tefldi langt fram á nótt við sér minni spámenn. Það er til marks um þá djúpu virðingu sem Labo- urdonnais naut sem skákmaður löngu eftir dauða sinn árið 1940, að þegar Paul Morphy sigraði Ad- olf Anderssen árið 1858 lýstu að- dáendur Murphys því stoltir yfir að hann gæti kallast „jafningi" La- bourdonnais. Eingöngu Anderssen leyfði sér að gefa í skyn að Morp- hy væri hugsanlega betri. Hér er skák frá einu einvíga þeirra Labourdonnais og McDonnell sem tefld var í Lond- on 1834: Hvítt: A. McDonnell Svart: L. Labourdonnais 1. e4 e5 2. Bc4 Bc5 3. c3 De7 4. Rf3 d6 5. 0-0 Bb6 6. d4 Rf6 7. Ra3 Bg4 8. Rc2 Rbd7 9. Dd3 d5 10. exd5 e4 11. Dd2 exf3 12. Hel Re4 13. Df4 f5 14. gxf3 g5 15. De3 Re5 16. Bb5+ c6 17. fxg4 Rxg4 18. De2 cxb5 19. f3 Rfg6 20. fxe4 Rxe4 21. Dxb5+ Dd7 22. Dxd7+ Kxd7 23. c4 Hae8 24. c5 Bd8 25. d6 f4 26. b4 h5 27. Hfl Hhf8 28. Ra3 Bf6 29. Bb2 g4 30. Rc4 f3 31. Re5+ Bxe5 32. dxe5 h4 33. Hadl f2+ 34. Khl h3 35. Hd3 Hg8 36. b5 g3 37. hxg3 Hxg3 38. Hd4 Heg8 39. e6+ Kd8 40. H4dl h2 41. e7+ Kd7 42. c6+ bxc6 43. bxc6+ Kxc6 44. e8=D+ Hxe8 45. Kxh2 He6 46. Hcl+ Kb5 47. a4+ Kb4 48. Bc3+ Hxc3 49. Hxc3 Kxc3 og hvítur gafst upp, 0-1. Eftil vill hefur eng- inn skákmaður fyrr né síðar haft jafn óseðjandi lyst á skák; jafnvel Fi- scher virðist blikna í samanburði að þessu leyti. I B R I D G E Björn Þorláksson skrifar Er ekkert að marka þetta spil? Er þetta allt tilvilj- unum háð? Hve stór er heppnisþátturinn? Hve þungt vegur stuðið? Að sjálfsögu er svarið nei við tveimur fyrstu spumingunum en hinar tvær eiga ljóslega rétt á sér. Ofangreindum spurning- um er velt upp í ljósi þeirrar sjaldgæfu stöðu að tvær sveitir sem ekki komust áfram í und- ankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni eru nú komnar í 10 liða úrslit! Hvernig má það vera? Jú, tvær sveitir frá Húsa- vík komast ekki í undankeppn- ina vegna veðurs. Ekki er talið hægt að fresta mótinu en til að fylla kvarðann er náð í tvær sveitir sem töpuðu í umspilinu eftir Reykjavíkurmótið en voru næst því að komast inn. Þetta eru reyndar engar smásveitir, Símon Símonarson og félagar og sveit Málningar, en er nokk- urt réttlæti í þessu, þótt um- sjónarmanni sé langt í frá nokkuð persónulega í nöp við þessa ágætu menn? Af hverju þessar tvær sveitir? Tímaskort- ur? Af hverju ekki sveitirnar sem voru næst því að skríða áfram úr öðrum héruðum. Og hvað með Húsvíkingana? Átti að fresta þeirra vegna? Eru sveitirnar sem ekki komast í undankeppnina úr Reykjavík miklu betri en sveitirnar sem komast inn af landsbyggðinni? Er þetta heppni, stuð, óheppni, óstuð, reglugerð, geðþótti? Hvenær er að marka getu bridgespilara? Hvað er í gangi? Spyr sá sem ekki veit, enda vinnur ofanritaður meira og minna við að spyrja spurninga en láta aðra um svörin. Fjörleg keppni Þessi skrýtni prólógus segir ekkert um annars mjög íjörlega undankeppni. Fjórar af 5 A- sveitum komust áfram, eða Landsbréf, VÍB, Samvinnuferðir og Hjólbarðahöllin en A-sveit Marvins varð að bíta í það súra epli að komast ekki áfram, eitt stig vantaði. B-sveitir Búlka Eurocard og Antons Haralds- sonar komust áfram, E-sveit Borgnesinga kom á óvart og spilaði sig inn í úrslitin en um- sjónarmaður veit ekki í hvaða styrkleikaflokki sveitir Málning- ar og Símonar voru í raun. Ljóst er þó að þær rugluðu rið- ilinn verulega. Sveit Antons frá Akureyri hlaut flest stig allra sveita eða 159 af 175. Það kom því ekki á óvart þótt butlerárangurinn væri pörunum sem skipa sveit- ina hagstæður. Jónas P. Erlings- son-Steinar Jónsson voru efstir með tæpa 19. Næst komu Magnús Magnússon-Pétur Guð- jónsson og Anton og Sigurbjörn Haraldsson urðu í fimmta sæti. Kíkjum á eitt spil úr keppninni: Suður/enginn 4 ÁTxxx VGT9 ♦ ÁTxx ♦ x 4 KGxx V - ♦ Dxxx ♦ Gxxxxx N V A S 4 xx 44 XXX ♦ Gxx ♦ ÁKxxx 4 Dx ÁKDxxxx ♦ Kx ♦ Dx Magnús Magnússon vann síðustu slemmu mótsins á með- an sami samningur, 6 hjörtu, fór niður á hinu borðinu. Þetta var gegn sveit HP Kökugerðar. Magnús Magnússon. Mynd: BÞ Þannig gengu sagnir hjá Magn- úsi Pétri: Suður Vestur Norður Austur 1 hjarta pass 1 spaði pass 3grönd* pass 6 hjörtu allir pass *góður litur og hliðarstopp. Útspilið var spaði undan kóngnum sem Magnús hleypti eftir umhugsun. Þar með var 12. slagurinn mættur. Önnur leið hefði verið að treysta á litlu hjónin þriðju í tígli en á því eru litlar líkur. Hvað gerist hins vegar ef út kemur lauf og spaða spilað í gegn? Þá er búið að brjóta upp skvísinn á vestur sem er bæði með tígullengdina og spaðakónginn. Það er eina vörnin sem heldur sagnhafa í 11 slögum. Frá Bridgefélagi Akureyrar Bræður hafa sigur Sl. þriðjudag lauk tveggja kvölda tvímenningskeppni með barómeterútreikningi hjá Bridgefélagi Akureyrar með þátttöku 20 para. Lokastaðan: 1. Grétar Örlygsson- Örlygur Örlygsson 99 2. Stefán Vilhjálmsson- Guðmundur V. Gunnlaugsson74 3. Hróðmar Sigurbjörnsson- Reynir Helgason 73 4. Stefán G. Stefánsson- Stefán Ragnarsson 48 5. Pétur Guðjónsson- Grettir Frímannsson 46 Næstu tvo þriðjudaga verður einmenningur sem jafnframt er firmakeppni BA. Þegar hefur eitt kvöld verið spilað en tvö bestu telja í keppninni um Ak- ureyrarmeistaratitilinn. Eftir páska hefst síðan Halldórsmótið sem er board-a- match sveita- keppni.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.