Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Side 2

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Side 2
14 - Laugardagur 26. október 1996 jDítgur-Œtttmm Sunnudaga- skólinn slær ígegn Tæplega 200 manns mætlu í Húsavíkurkirkju síð- astliðinn sunnudagsmorgun og tóku þátt í starfi Sunnudagaskólans af lífi og sál. Hafliði Jó- steinsson bera hitann og þungann af skipulagi og starfsemi Sunnudagaskólans og hafa sér til aðstoðar ungmennin Hjálmar Boga og Kristbjörgu Lilju auk þess sem Valmar Valjaots sér um undirleik. Aður en skólinn tók til starfa á þessu hausti fór fram kynning á vetrarstarfinu í leikskólum bæjarins og yngstu deildum Borgarhólsskóla. Að sögn Haf- liða Jósteinssonar hefur sú kynning skilað sér ótrúlega vel því alitaf fer íjölgandi þeim sem skólann sækja og mikill áhugi fyrir því sem þar fer fram. „Að- sóknin að Sunnudagaskólanum gefur okkur vísbendingu um að við séum að gera góða hluti og vonandi tekst okkur að halda áhuganum vakandi í framtíð- inni,“ segir Hafliði Jósteinsson. GKJ Þessar brúður eru fastur liður á dagskrá Sunnudagaskólans. Það mátti heyra saumnál detta þegar þær komu fram. MyndirGKj Hlustað af athygli, Aníta Stefánsdóttir með börnin sín Ingibjörgu og Stef- án. Mikið var sungið í kirkj- unni þennan morgun, farið í helgileiki, tvær brúður komu fram í brúðuleik- húsi og farið var með bænir svo eitthvað sé nefnt. Þá var eitt barn skírt í Sunnudagaskólan- um en það er að sjálfsögðu ekki fastur liður. Sr. Sighvatur Karlsson og Fjölmenni var í Húsavíkurkirkju þegar Sunnudagaskólinn var haldinn í þriðja sinn á þessum vetri. Fatlaðir Siglfírðingar sækja námskeið Hjá fullorðinsfræðslu fatlaðra á Akureyri er fólki utan Eyjafjarðarsvæðisins nú í fyrsta sinn boðið að sækja námskeið. Hið fyrsta var í vikunni þegar Siglfirðingar mættu til leiks. Sex fatlaðir einstaklingar frá sambýli fatlaðra á Siglufirði hafa í þessari viku stundað nám við Fullorð- insfræðslu fatlaðra á Akureyri sem starfrækt er í skólanum við Hvammshlíð 6. Fullorðins- fræðsla fatlaðra býður upp á námskeið fyrir fullorðið fólk sem ekki á kost á námstilboði við hæfi hjá öðrum skólastofn- unum. Þetta er í fyrsta sinn sem fólki, búsettu utan Eyjafjarðar- svæðisins, býðst kostur á að sækja svona nám við skólann - og í fámennari byggðum er fræðslu- og menntastarf fyrir fatlaða yfirleitt frekar takmark- að. Mikil tilbreyting „Þetta er mikil tilbreyting fyrir okkar skjólstæðinga og gott fyr- ir þá að komast í þetta nám hér. Hér nema þau sitthvað sem þau munu svo geta nýtt sér í Gunnar Jens Þorsteinsson við leirmunagerð. daglegu lífi sínu í framtíðinni. Nei, þetta fólk hefur engrar menntunar af þessu tagi notið áður, þó á því væri full þörf. Ég bind þó vonir við að menntun- ar- og fræðslustarf gagnvart þessu fólki verið eflt í framtíð- inni. Þar eru ýmsir möguleikar að opnast, s.s. með fjar- kennslu," segir Sigurleif Þor- steinsdóttir, forstöðumaður sambýlis fatlaðra á Siglufirði. Siglfirðingarnir sex hafa í vikunni sótt ýmiskonar nám- skeið, svo sem í sundi, leik- rænni tjáninu, tónmennt, lestri, leirmunagerð, leikfimi og dansi. Þá hefur þeim einnig verið kennt sitth'tið af hverju sem ætti að gagnast þeim í daglegu lífi, svo tölvunotkun, líkamshirðing og snyrting og matreiðsla. Menntun er nauðsynleg Fyrr á þessu ári sendi Svæðis- skrifstofa um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra stjórnend- um Fullorðinsfræðslu á Akur- eyri erindi þar sem þess var óskað að skólinn tæki inn fatl- aða nemendur til skammtíma- náms af áðurnefndu tagi. Nám- skeiðið sem Siglfirðingarnir hafa sótt er svar við því erindi, og á næstunni verður leitað leiða til þess að fatlaðir Blöndu- ósbúar og einnig fatlaðir Hús- víkingar komi til sambærilegs náms. -sbs. Oddur Guömundur Jóhannsson þiggur góð ráð frá Helga Jósefssyni um tölvunotkun.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.