Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Side 6
18 - Laugardagur 26. október 1996
ÍDagurJ(Enmrm
Samstula konur
tíðahringí sína?
Er mögulegt að konur samstilli tíðahringi
sína ef þær búa eða vinna saman?
Ýmislegt bendir til að svo sé. Þótt konur finni
ekki blæðingalykt hver af annarri er
hugsanlegt að þær samstilli tíðahringi sína
með hjálp þefskynsins og þá í takt við konuna
sem hefur verið á „réttum slóðum",
í návígi við karlmann.
Tíðahringurinn.
Flestar konur sem hafa
deilt íbúð með vinkonum
eða systrum þekkja það
að tíðahringir þeirra nálgist og
séu orðnir svipaðir eftir tveggja
til þriggja mánaða samveru.
Nokkrar rannsóknir hafa verið
gerðar á fyrirbrigðinu, þeirra
þekktust er kennd við
McClintock og var gerð í Bret-
landi árið 1971.
McClintock komst að því að
konur sem eyddu miklum tíma
saman hefðu tilhneigingu til að
samstilla tíðahringi sína. Hún
byggði rannsóknina í kringum
hóp í kvennaskóla og komst
einnig að því að konur sem
voru reglulega í návígi við karl-
menn hefðu styttri tíðahringi en
hinar sem sjaldan voru innan
um karlmenn.
Önnur rannsókn var gerð í
Bandaríkjunum árið 1977. Tek-
in voru svitasýni úr handar-
krika konu daglega og þau síð-
an leyst upp í alkóhóli og komið
fyrir á efrivör nokkurra
kvenna. Var þetta gert þrisvar í
viku í þeirri röð sem sýnin voru
tekin og alkóhólið notað til að
stilla styrk svitans og þá lyktar-
innar. Tíðarhringir kvennanna
sem námu sýnishornin byrjuðu
þegar í stað að stilla sig eftir
hring konunnar sem sýnin voru
tekin af. Hreint alkóhól var not-
að til samanburðar en gaf eng-
in áhrif.
Hversu miklu ráða
hormónarnir?
Mannskepnan vill trúa því að
hún sé nokkuð frjáls undan
hormónastjórnun og kennir
taugakerfmu fremur um ef síg-
ur á ógæfuhlið hins frjálsa vilja
hvort sem um ræðir kynlöngun
eða sveiflur í skapi. Þótt gerðar
hafi verið fremur fáar rann-
sóknir á lyktarskyninu er margt
sem bendir til að lykt, og svo-
nefnd ferómón sem berast í
loftfasa, hafi áhrif á vissa starf-
semi í líkamanum og þar með
tíðahringinn. Þegar konur sam-
stilla tíðahringi sína finna þær
ekki blæðingalykt hver af ann-
arri en í loftinu eru ferómón
sem gamla og gamalreynda
skynfærið neíið nemur.
Hormón senda boð frá einum
líkamshluta til annars en feró-
món bera boð á milli manna
eða dýra og hafa þannig áhrif á
félagslega hegðun þess sem fær
boðin. Ferómón eru aðallega
numin með lyktarskyni og þykir
öruggt að þau hafi áhrif á fjölg-
unarhegðun dýra.
Þegar kvenmýs eru hýstar
saman hægir „estrogen" hring-
ur þeirra, sem er svipaður tíða-
hring kvenna, á sér og stöðvast
að lokum. Ef hópurinn er látinn
„Styrkleikikóninnar
var fyrst og fremst
fólgin í sameinuðum
meydómi kórlima,
líkt og samhentum
tíðahring. “
(Þetta er allt að koma eftir
Hallgrím Helgason)
lykta af svita karldýrs eða þvagi
hans fer hringurinn aftur af
stað og þá hafa mýsnar til-
hneigingu til að samstilla hring-
ina.
Hvað veldur
samstillingunni?
Þór Eysteinsson, dósent í lífeðl-
isfræði við H.í, hefur Qallað um
lyktarskynið í kennslu í sálar-
fræði og hvaða breytingum það
getur valdið í líkamanum.
„í fljótu bragði er ekki auð-
velt að koma auga á gildi sam-
stiUingarinnar nema hvað það
er rökrétt að hægja á hringnum
þegar ekkert karldýr er nálægt,
- þannig aukast líkurnar á að
eggið nýtist síðar meir. Kannski
er þetta spurning um möguleik-
ann á pörun við vissar um-
hverfisaðstæður og með það í
huga er rökrétt að hópur
kvenna stilli sig saman og verði
í takt ef karl kemur á svæðið.
Hann hefur þá möguleikann á
að eiga samneyti við allar og ná
besta árangri. En þetta eru
auðvitað getgátur.“
Þór segir að það sé eitthvað í
svitanum sem gerir samstillingu
tíðahringa mögulega en ekki sé
vitað hvað það er nákvæmlega.
„Lyktarskyn nagdýra hefur að-
allega verið skoðað í þessu sam-
hengi en þau hafa auka lyktark-
lumbru sem er sérstaklega til
þess fallin að nema ferómónin í
loftinu. Það er hæpið að heim-
færa þær rannsóknir yfir á
mennina því í nagdýrum er lykt-
arskynið mikilvægasta skynfær-
ið en augun í mönnum. Þróað-
asti hluti heilans, heilabörkur-
inn, fer næstum allur í að vinna
Tíðahringir
kvennanna sem námu
sýnishornin byrjuðu
þegar í stað að stilla
sig eftir hring
konunnar sem sýnin
voru tekin af
úr lyktarskynsáreitum hjá rottu
en úrvinnsla lyktar hjá mann-
skepnunni fer nánast ekkert
fram í heilaberkinum heldur í
eldri stöðvum heilans."
Engu að síður segir Þór þá
menn til sem halda því fram að
það séu leyfar af auka lyktar-
„Við erum þá að
tala um að ferómón
virki milli manna
sem er líklegasta
skýringin á því að
konur samstilli tíða-
hringi sína. “
klumbru í manninum sem starfi
þá svipað og hjá nagdýrum og
hafi áhrif á hormónastafsem-
ina. „Við erum þá að tala um að
ferómón virki milli manna sem
er líklegasta skýringin á því að
konur samstilli tíðahringi sína.
Þetta eru getgátur en engu að
síður er lyktarskynið mikilvægt
í tilhugalífinu t.d. og í rauninni
er það mesta furða hvað lyktar-
skynið hefur mikil áhrif á atferli
og tilfinningar.“
Á réttum slóðum
Þór segir að til þess að komast
að því hvers vegna þetta furðu-
lega fyrirbrigði, samstillingin,
eigi sér stað verði menn að líta
neðar í þróunarskalann. „Hjá
nagdýrum þárf getnaður að
ganga þannig fyrir sig að lík-
urnar á að afkvæmi lifi séu sem
mestar. Þetta miðar allt að því
Þór Eysteinsson, dósent í lífeðlisfræði, segir að þó lyktarskyn manna sé
mun ófullkomnara en hjá nagdýrum séu þeir menn til sem halda því fram
að auka lyktarklumbra finnist í mönnum og hafi þá áhrif á hormónastarf-
semina.