Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 1
I ^Dagur-ÍEímttm Verið viðbúin vinningi! Laugardagur 2. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 210. tölublað „VAR AÐ ÉTAMIG í GRÖFINA" Satt best að segja var ég að verða búinn að éta mig í gröfina. Nú er ég hinsveg- ar orðinn mun betur á mig kominn líkamlega og hef lést um 28 kg, frá því ég byijaði í febrúar sl. í þjálfun hjá Jóni Sævari. Er kominn úr 186 kg í 158 kg. En betur má ef duga skal. Markið hef ég sett á að fara niður í um 120 kg,“ segir Karl Gunnlaugsson á Akureyri. Margar tilraunir Karl er 51 árs Akureyringur og einn þriggja bræðra sem eru kenndir við Kjarnafæði. Hann er maður þéttur á velli. Hinsvegar hefur hann tekið stakkaskiptum líkamlega á þessu ári. Með betra mataræði og hóf- semi, sem og góðri aðstoð Jóns Sævars Þórðarsonar íþróttakennara, hefur Karl verið að léttast og komast í gott form. „Síðustu fimm til sex árin hef ég gert tíu til tuttugu tilraunir til að byrja í einhverri líkams- þjálfun. En aldrei fyrr en nú, eftir að samvinna okkar Jóns Sævars byrjaði, hefur komist skriður á,“ sagði Karl, þegar blaðamaður ræddi við þá félaga nú fyrr í vikunni. Virkaði illa á mig andlega „Ég byrjaði að fitna svona smátt og smátt þegar ég var um þrítugt. Þetta var ekkert vanda- mál fram að þeim tíma. Fyrstu árin velti „Ég byjjaði að fitna svona smátt og smátt þegar ég var um þrítugt. Þetta var ekkert vandamál fram að þeim tíma. “ stóru ká-i. Áður en þjálfunin hófst fyrr á árinu var ég að því kominn að láta undan eigin þunga,“ sagði Karl. Hann bætir því við að offitan hafi verið sér til trafala á ýms- an hátt. Ekki einasta að hann hafi varla komist í fötin sín lengur, eitt sæti í Fokker-fiug- vélum Flugleiða dugði honum tæplega og annað var eftir því. „Þetta virkaði illa á mig and- lega. Ég hélt mig víða til hlés og var á eilífðarflótta frá lífi líð- andi stundar. En nú er ég smám saman að vinna mig aft- ur út úr þessu,“ segir Karl. Hann bætir því við að hann hafi í þessari þjálfun fengið mjög góðan stuðning frá fjölskyldu sinni og getur einnig þakkar- verðrar liðveislu Sigurðar Gestssonar, eiganda Vaxtar- ræktarinnar. Ótrúlegar framfarir „Við Karl hófum samstarf 2. febrúar á þessu ári. Á fyrstu æfingunni tókst Karli með harmkvælum að ganga á jafnsléttu í tíu mínútur. Fljótlega lengdust göngu- ferðirnar og hraðinn jókst stig af stigi. Þessi vanrækti skrokkur tók ótrúlega vel við þjálfun og hefur ekkert lát verið á framförum fram á þennan dag. Fyrst í stað var ganga uppi- staðan í þjálfuninni, en þegar Þjálfun sem þessi má ekki vera fárra mánaða áhlaup til að hrista af sér spikið. Þetta er í sjálfu sér langtímavinna og eilífðarverkefni. “ leið á sumarið varð íjölbreytnin í fyrirrúmi og auk þeirra eru hjólreiðar, ijallgöngur, lyft- ingar og sund á dag- skránni,“ segir Jón Sævar | Æfinga- 7 ferð á i Egilsstöð- f um Til að auka enn á íjölbreytni æfinga fóru þeir félagar í átta daga æfinga- ferð til Egilsstaða um miðjan september sl. „í þessari ferð snérist lífið um þjálfun, afslöpp- un og skoðunarferðir. En þrátt fyrir erfiða dagskrá gáfum við okkur tíma til að skoða fallega staði,“ segir Jón Sævar. „Síðasta daginn ákváðum við að ganga upp á Fjarðarheiði og báðum Hrein Halldórsson fé- laga minn að sækja okkur uppá háheiðina á ákveðnum tíma. Eitthvað tafðist Hreinn þannig að við héldum áfram för okkar „Þetta virkaði illa á mig andlega. Ég hélt mig víða til hlés og var á eilífðarflótta frá lífi líðandi stundar. “ yfir heiðina og áfram niður í Seyðisíjörð. Þegar Hreinn kom að okkur áttum við eftir um 6 km inn í kaupstaðinn. Þá höfð- um við gengið 19 km í rigningu og mótvindi á rúmum fjórum tímum. Af þessari ferð okkar erum við ákaflega stoltir," segir Jón Sævar - sem telur hana segja meira en mörg orð um framfarir Karls. Þjálfun er eilífðarverkefni „Oft hefur verið sagt að íslend- ingar séu dæmigerðir „strax- menn“ sem vilja taka hlutina með áhlaupi. Slík vinnubrögð ganga ekki upp í þjálfun. Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir því að hæfileg þjálfun alla ævi er það sem gildir, því betra,“ sagði Jón Sævar Þórðar- son íþróttakennari. -sbs. Jón Sævar Þórðarson hefur séð um að þjálfa Karl. MAÐUR~ VIKUNNAR Myndir: GS Sxðasti sósíalistinn er maður vikunnar að þessu sinrn. Morgunblaðsritstjórinn Styrmir Gunnarsson fékk þetta sæmdarheiti hjá Kristjáni Ragn- arssyni á aðalfundi útvegs- manna, sem uppskar lófatak að launum! Öðruvísi oss áður brá, þegar Mogginn birti myndir af sovéskum kaíbátum á kjördegi og lýsti yfir neyðarástandi í höf- uðborginni ef Sjálfstæðisflokk- urinn missti völdin í hendur kommúnista. Að svo færi að Styrmir Gunnarsson yrði að þvo af sér kommastimpil hefði ein- hvern tímann þótt saga til næstu Moskvu, enda jafn ólík- legt og að kalla málgagnið hans hjónadjöful - en Dagur-Tíminn kallar Regínu Thorarensen til vitnis um þá náttúru stóra blaðsins. Það hriktir því í stoð- um tveggja höfuðpósta hins frjálsa heims: Markaðskerfinu og hjónabandinu - allt út af Styrmi!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.