Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 4
16- Laugardagur 2. nóvember 1996 iDagur-CÍÍmmm MENNING O G LISTIR Meira um Pavarotti og Kristján Placido Domingo til að hlaupa í skarðið en hann ekki verið á lausu. Hugsanlega er hér komin ástæðan fyrir því að tónninn er létt pirraður í bifvélavirkjanum frá Akureyri - honum hafi fundist mennirnir í Met verið að leita langt yfir skammt! En hver er ástæða þess að Pavarotti hef- ur ekki Örlögin á valdi sínu? Hann átti við öndunarörðugleika á etja á síðustu söngtíð og tók sér sönghlé um nokkurra mánaða skeið. Því komst hann aldrei til að læra hlutverkið í Örlögunum, og getur það ekki á þessu hausti vegna anna við upptökur. Það er mjög sjaldgæft að Metropolitan breyti dagskrá sinni, síðast gerðist það 1979 vegna veikinda Leontyne Price. Pavarotti mun syngja á fimm fyrstu sýn- ingunum á Grímudansleiknum eftir áramót, og síðan tekur Kristján við eins og fyrirhug- að var á næstu fimm. Reikna má með að hann verði orðinn óþreyjufullur þegar kem- ur að innáskiptunum! Metropolitan óperan í New York hef- ur nú gefið út opinbera skýringu á því hvers vegna Pavarotti og Krist- ján (okkar) Jóhannsson syngja ekki „Á valdi örlaganna" heldur „Grímudansleikinn". Kristján gerði því skóna í blaðaviðtali að hugsanlega væri rödd heimstenórsins (Pa- varottis) að gefa sig og hann treysti sér ekki í hlutverkið. Nú segir Metropolitan óperan að Pavarotti hafi ekki gef- ist tóm til að læra hlut- verkið til hlítar. Óperan vildi ekki sleppa Pava- rotti við að syngja, svo í stað Örlaganna settu þeir Grímudansleikinn á dagskrá, „enda er að- dráttarafl söngvarans meira en óperunnar sjálfrar,“ segja þeir. Með öðrrnn orðum: Það skiptir ekki máli hvað Pavarotti syngur. Það fylgir með í fréttinni að Metropolit- an hafi reynt að fá Ómiss- andi fólk s Omissandi fólk kemur á markaðinn um miðjan mánuðinn eða svo,“ segir KK og á þá við væntanlega plötu hans og Magnúsar Eiríks- sonar. Flest lögin hafa þeir fé- lagar samið í samein- ingu en þó má finna nokkur frá hvorum um sig. „Samvinna okkar fúnkeraði ofsalega vel enda erum við Maggi búnir að þekkjast í mörg ár og höfum oft spilað saman,“ segir KK. Magn- ús segir tónlist- ina vera ljúfa og létta með blúsuðu ívafi en eina mark- miðið hafi verið að gera skemmtilega plötu. Til að spila undir á plötunni fengu þeir til liðs við sig Jón bassa Sigurðsson og Stefán Magnússon. Fjórmenn- ingarnir munu halda tónleika og flytja lög af plötunni næst- komandi þriðjudagskvöld í Gyllta salnum á Hótel Borg. T ónar tveggj a tíma Gömlu góðu tónamir þeirra Mozarts og Hándels munu hljóma í bland við nýrri verk amerísku tónskáldanna Ives og Copland á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, sem haldnir verða í Akureyrarkirkju á morgun. Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fyrir ári síðan. Við vinnum þetta í snarpri skorpu og aðal undir- búningurinn hefur farið fram í síðustu viku. Síðan verð- ur æft stíft um helgina,“ segir stjórnandinn, Guðmundur Óli Gunnarsson. Guðmundur Óli er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands. Hann hefur starfað sem hljóm- sveitarstjóri með Sinfóníu- hljómsveit íslands, komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, íslensku hljóm- sveitarinnar o. fl. og er fastur stjórnandi CAPUT. Með tónleikunum á morgun hefst fjórða starfsár hljómsveit- arinnar en hana skipa kennar- ar við Tónlistarskólann á Akur- eyri, lengst komnir nemendur skólans og einnig telst hópur hljóðfæraleikara sem starfa á Norðurlandi til kjarna hljóm- sveitarinnar. Að jafnaði eru hljóðfæraleikarar 25-40 en á þessum tónleikum verða þeir 30. Næturljóð og vatnasvítur Hljómsveitin mun spila eitt verk eftir hvern höfund: Lítið nætur- ljóð (Eini kleine Nachtmusik) eftir Mozart, Vatnasvítur eftir Hándel, Spurning án svars (The Unanswered Question) eftir Ives og Leikhústónlist (Muzic for the Theatre) eftir Copland. Þá Mozart og Hándel þarf vart að kynna fyrir þeim sem á annað borð fylgjast með klass- ískri tónlist. Mozart kallaði tón- list sem hann samdi sérstaklega fyrir garðveislur, brúðkaup og önnur slík tilefni serenöður eða divertimento og er Lítið nætur- ljóð frægasta verk hans þessar- ar tegundar. Um Vatnasvítur Hándels segir sagan að hann hafi samið verkið til að ná hylli Englandskonungs sem hann var í ónáð hjá. Tónlistin dregur nafn sitt af því að tónskáldið lét flytja hana konungi að óvörum í bátsferð á ánni Thames, og varð konungur svo hrifinn að hann tók Hándel í sátt. Bandarísku tónskáldin Ives og Copland eiga ekki jafn fastan sess í tónlistarsögunni og tvö fyrrnefndu skáldin, en eru engu að síður meðal frægustu tón- skálda frá heimalandi sínu. „Copland er þeirra Bethoven" Mynd: BG segir Guðmundur Óli en lýsir Ives frekar sem frumkvöðli. „Hann er meira framsækinn.“ Tónleikarnir á morgun (íefj- ast klukkan fimm. Aðgönguverð er 1200 kr. en ókeypis er fyrir nema yngri en 21 árs. AI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.