Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 2. nóvember 1996 |Dagur-'3Krrami Rúmlega fimmtungur unglinga eru alltaf eða oftast syfjaðir í skólanum. Sísyfjuðum unglingum líkar verr í skólanum og námsárangur þeirra er slakari en ósyfjaðra jafnaldra. Myndin er sviðsett. Mynd: GS Syfjaðir unglingar Hver man ekki eftir því hve gott var að sofafram eftir öllu á unglingsaldrinum? í rannsókn á 500 íslenskum unglingum svaraði rúmurfimmtungur þeirra að þeir væru alltafeða oftast syfjaðir ískólanum. Tœpur helmingur er stundum syffaður en aðrir merktu við sjaldan eða aldrei. Lang algengasta orsökin er sú að unglingarnir sofa ekki nóg. 15-16 ára ung- menni þurfa síst minni svefn en börn í barnaskóla, eða um 9-10 tíma. Þau sofa hinsvegar yfir- leitt ekki svo lengi heldur fara seint að sofa en þurfa síðan að vakna í skóla eða vinnu," segir Bryndís Benediktsdóttir, læknir á Heilsugæslustöðinni í Garða- bæ, en hún er ein þeirra sem unnu að rannsókninni. Auk hennar unnu Þórarinn Gísla- son, lungnalæknir á Vífilstöðum og Aldís Yngvadóttir, deildar- stjdri hjá Menntamálaráðuneyt- inu, að rannsókninni. Rannsóknin var hluti af samaburðarrannsókn sem gerð var til að kanna lífsviðhorf, fé- lagslegar aðstæður og neyslu vímuefna hjá ungingum. Spurningalistar voru lagðir fyr- ir 500 unglinga í átta skólum, þar af fjórum í dreifbýli og fjór- um í þéttbýli. Rannsóknin var tvískipt; fyrst voru krakkarnir spurðir þegar þeir voru 12-13 ára og aftur þegar þeir voru 15-16 ára, þremur árum seinna. í seinna skiptið var spurt um það sama og áður en auk þess voru spurningar um Finnurþú fyrir syfju í skólanum? ^^V / 4l^^l '•**1^&Sk- AUtaf 6,5% Oftast 16% Stundum 48,4% Sjaldan 25,7% Aldrei 3,4% Stúlkur (26,9%) kvörtuðu oftar um að vera sísyfj-aðar i=alltaf eða oftast) en piltar (18,5%). ' '.*%:--•-;>:; syfju og svefn og um námsefnið „Að ná tökum á tilverunni". Sá Bryndís Benediktsdóttir Óánægðir og gengur verr Sísyfja dregur úr athygli og ein- beitingu og einnig félagslegri virkni. Enda sýnir rannsóknin að þeir sem eru sísyfjaðir likar yfirleitt verr í skólanum og námsárangur þeirra er slakari. En hvað ráðleggur Bryndís foreldrum að taka til bragðs ef þeir verða varir við að ungl- ingurinn á heimihnu gangi um eins og svefngengill heilu og hálfu dagana? „Fyrst á að athuga hvort barnið sofi nógu mikið. Mikil- vægt er að fólk átti sig á að þeir þurfi 9-10 tíma svefn. Mörgum finnst að unglingum ætti að nægja 7-8 tíma svefn eins og Orsakir dagsyfju • Of stuttur nætursvefn er algengasta orsök dagsyfju ung- linga. Unglingar þurfa álíka langan svefntíma og börn í barnaskóla en sofa oftast mun styttra. Þeir þurfa þar að auki góðan nætursvefn í tvær nætur til að ná sér eftir vöku þar sem fullorðnir þurfa einungis að sofa vel eina nótt. • Vímuefnaneysla getur leitt til dagsyfju. • Sjúkdómar sem allir eru sjaldgæfir, t.d. kæfisvefn, drdmasýki, sjúkdómar í miðtaugakerfi, Klein-Levin syndr- ome ofl. hluti rannsóknarinnar sem við- kemur vímuefnaneyslu hefur þegar verið birtur í Læknablað- inu en niðurstöður úr spurning- um um syfju og tengsl milli dagsyfju og vímuefna hafa ekki birst áður. Tengsl milli vímuefna og syf ju? í þeim tilfellum sem ónógur svefn getur ekki skýrt dagsyfju segir Bryndís hugsanlegt að or- sökin sé sjúkdómar sem valdi syfju. Þeir séu þó allir mjög sjaldgæfir. „Önnur algengasta skýringin á sísyfju unghnga er sennilega vímuefnaneysla, ekki síst hassið. Ef syfja er vanda- mál hjá unglingi sem sefur nóg þarf að hafa í huga hvort hann sé í einhverri neyslu," segir hún. Eins og fram kemur í meðfylgjandi ramma er hlutfall sísyfjaðra mun hærra meðal þeirra ungUnga sem neyta vímuefna. Hæst er hlutfallið hjá þeim sem neytt hafa ólöglegra vímuefna, en í rannsókninni kom í ljós að þeir sem neyta Samband vímuefnaneyslu og sísyfju í skóla: • Af þeim sem reykja eru 37,0% sísyfjaðir í skóla en 19,2% þeirra sem ekki reykja. • Af þeim sem hafa fundið á sér fjórum sinnum eða oftar eru 34,9% sísyfjaðir í skóla en 13,2% hinna. • Námsárangur þeirra sem reykja, drekka eða neyta ólöglegra vímuefna er mun lakari en þeirra sem ekki neyta vúnuefna. Ályktun Þeir unglingar sem eru sísyfjaðir í skóla eru líklegri að neyta vímuefna. Þeim líkar verr í skóla og sýna lélegri námsárangur. ólöglegu efnanna reykja yfirleitt og drekka líka. Af þeim 500 unglingum sem svöruðu seinni spurningalistan- um sögðust 18,6% reykja dag- lega, 44,4% höfðu fundið á sér fjórum sinnum eða oftar og 5% höfðu sögu um endurtekna ólöglega vímuefnanotkun. fullorðnum. Ef svefninn er næg- ur ætti næst að hafa vímuefnin í huga. Ég veit dæmi þess að dagleg hassreyking í heilt ár getur viðgengst án þess að for- eldrar hafi hugmynd um það." AI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.