Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 2. nóvember 1996 ^agur-CEmttmt Jtagur-Œímtrm 'IVLatarkrókur Pottréttur, grœnmetisréttur og fiskisúpa eru réttirnir sem Kolbrún Þorsteinsdóttir býður lesendum Matarkróks upp á. Kolbrún er tveggja barna móðir, búsett í Reykjavík, þar sem hún nemur bókmenntafrœði við Há- skóla íslands. Hún skorar á vinkonu sína, Rögnu Sif Þórsdóttur, að koma með upp- skriftir að viku liðinni. Kínverskur pottréttur fyrirfjóra 300 g kjöt (svína-, lamba- eða nautakjöt) 3 msk. olía 3 msk. hveiti 1 laukur 2 gulrœtur 4 ananashringir 1 dl ananaskurl 1 dl vatn 2 msk. sykur 3 msk. kínversk soja 2 msk. tómatpúrra (tómat- mauk) ’/ tsk. salt Kjötið er skorið í litla bita. Hitið olíuna við meðalhita á pönnu og brúnið kjötbitana. Kjötið er síðan sett í pott, hveit- inu stráð yfir og hrært í. Laukur, gulrót, paprika og ananas er skorið í bita, steikt í 1 msk. af olíu í ca. 5 mínútur og látið í pottinn með kjötinu. An- anaskurli, vatni, sykri, soju, tómatmauki og salti er hrært saman á pönnunni og hellt yfir kjötið og grænmetið. Þetta er allt látið sjóða á vægum hita í 10 míntútur. Borið fram með hrísgrjónum. Grœnmetissúpa fyrir átta 4 tómatar 1 laukur 2 gulrœtur 2 kúrbítar (zucchini) 2 blaðlaukar 2 msk. ólífuolía til steikingar 3 lítrar vatn 5 nautakjötsteningar 2 msk. tómatkraftur 200 g makkarónupasta 440 g dós rauðar nýrna- baunir '/ tsk. sykur 3 stór spínatböð / dl steinselja Afhýðið tómatana með því að dýfa þeim augnablik í sjóðandi vatn. Flettið svo hýðinu af og saxið þá. Saxið lauk, gulrætur og kúrbít í bita og sneiðið blað- laukinn. Léttsteikið laukinn í olíunni í stórum potti. Bætið vatni, kjöt- teningum, tómatkrafti og tóm- ötum út í ásamt makkarónum og sjóðið í 8-10 mínútur. Setjið nýrnabaunirnar í sigti, látið renna vel af þeim og skolið undir köldu rennandi vatni. Setjið baunirnar, gulrætur, kúr- bít og sykur út í súpuna og sjóðið áfram í 5 mínútur. Setjið spínatblöð og stein- selju út í rétt áður en súpan er borin fram. Berið fram með brauði. Fiskréttur vinsœll hjá börnum 350 g roðflett fiskflak ’A tsk. salt 2 tsk. sítrónusafi 1 tsk. matarolía 1 dl rjómi eða mjólk 1 msk. brauðmylsna eða rasp 2 msk. rifinn ostur '/ tsk. arómat. Smyrjið eldfast mót og leggið fiskinn í. Stráið salti og sítrónu- safa yfir Ðskinn. Blandið saman rjómablandi, brauðmylsnu og rifnum osti. Hellið rjómablönd- unni yfir og einnig arómatinu. Sett inn í ofn og bakað í 20 mín- útur. Berið fram með nýjum ís- lenskum kartöflum og hrásalati. Koibrún Þorsteinsdóttir ní) f í Lei eimilis- hamið Brjótið súkkulaðið í smábita, bræðið það yfir vatnsbaði. Skál- in tekin upp úr og eggjarauð- urnar hrærðar saman við ein í senn. Eggjahvíturnar stífþeyttar og blandað varlega saman við og síðast er þeyttum rjómanum blandað út í. Hellt í skál eða litlar skálar fyrir hvern og einn. Þeyttum rjómatopp sprautað of- an á og röspuðu súkkulaði stráð yfir. Sunnudagskakan 150 gr mjúkt smjör 200 gr sykur 2 egg l'/ tsk. rifið hýði af appelsínu Z dl appelsínusafi 225 gr hveiti 2 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur l'/ dl mjólk Smjör og sykur hrært saman vel og lengi, létt og ljóst. Eggj- unum hrært saman við einu í senn og hrært vel á milli. App- elsínuraspi og -safa bætt út í. Blandað saman hveiti, kakó, lyftidufti og vanillusykri, hrært saman við smjör/sykurhræruna, ásamt mjólkinni. Deigið sett í smurt og raspi stráð form (ca. 22 sm) og kakan bökuð í miðj- um ofninum við 175° í ca. 45 mín. Prufið með prjóni hvort kakan sé bökuð. Látið kökuna kólna aðeins í forminu áður en hringurinn er losaður og kakan sett á disk. Rjómi borinn með í skál. Súkkulaðifrauð (mousse) 100 gr suðusúkkulaði 4 egg 2’/ dl þeyttur rjómi Góð sandkaka m/ eplum 250 gr Ljómasmjörlíki 250 gr flórsykur 4 egg 250 gr hveiti 1 tsk. vanillusykur 3 epli Smjörlíkið hrært vel saman við flórsykurinn. Eggjarauðun- um bætt út í, einni í senn, hrært vel á milli. Hveiti og vanillusyk- ur sigtað út í hræruna. Stífþeyt- ið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við deigið ásamt smátt skornum eplabitum. Epl- in hafa áður verið skræld og kjarnar teknir úr. Deigið sett í vel smurt form, með lausum botni. Perlusykri og söxuðum möndlum stráð yfir. Bakað við 175° í ca. 1 klst. Prufið með prjóni hvort kakan sé bökuð. Kakan látin kólna stutta stund í forminu áður en hún er tekin úr því. Múffur m/ sítrónubragði 150 gr mjúkt Ljómasmjörlíki 150 gr sykur 2 egg 'A dl kaffirjómi 200 gr hveiti l'/ tsk. lyftiduft Raspað hýði utan af 1 sítrónu 1 msk. sítrónusafi Sykurinn og smjörlíkið er hrært létt og ljóst. Eggjunum bætt út í einu í senn og hrært vel á milli. Þá er hveitinu, lyfti- duftinu, rjómanum, sítrónu- raspinu og -safanum hrært saman við. Deigið sett í bréf- form og bakað við 225° í 10-15 mín. Gott og fallegt er að hræra sykurbráð ofan á kökurnar, þannig að flórsykur er hrærður með sítrónusafa og smurt yfir kaldar kökurnar. Þýsk gúllassúpa Fyrir 4 300 gr gott nautakjöt (t.d.filet), skorið í litlafer- kantaða bita 2 msk. smjör 2 laukar, smátt saxaðir 2 msk. gott tómatpure (mauk) ■ l'Al kjötkraftur (vatn og kjöt- teningar) 4 kartöflur, skornar í ferkantaða bita Salt og pipar 2 tsk. paprika Kjötið og laukurinn látið krauma saman í smjörinu án þess að brúnast. Þá bætum við út í papriku, salti, pipar, tómal- mauki og kjötsoðinu. Þetta er látið sjóða saman við vægan hita í ca. 45 mín. Kartöflubitun- um bætt út í og allt látið sjóða saman þar til kjötið er orðið mjúkt og bragðað til. Súpan er alveg heil máltíð; brauð, smjör og t.d. ostur borið með. Café au Lait með þeyttum rjóma 4 dl sterkt heitt kaffi 4 dl heit mjólk Sykur eftir smekk hvers og eins 1 dl þeyttur rjómi '/ tsk. kaffiduft Hellið heitu kaffinu í bollana. Fyllið þá upp með heitri mjólk- inni. Sykur settur í og hrært vel í. Þeyttur rjómi settur ofan á og smávegis kaffidufti stráð á rjómann. 1. Hluti úr messing og kop- ar er gott að hreinsa upp úr 1 msk. edik, 2 msk. þvottadufti og 2 1 heitu vatni. Skolaðir úr volgu vatni og þerraðir með mjúkri tusku. 2. Sítrónusneið út í vatnið, þegar við sjóðum blóm- kál. Þannig helst kálið hvítt og verður bragð- betra. 3. Kaupið rennilásinn ca. 2 sm lengri en rifan er, sem hann á að fara í. Þá er engin hætta á að lásinn bili. 4. Hægt er að setja álpappír utan um sprungið egg, ef á að sjóða það. 5. Skerið vel þvegna kart- öflu í þunnar sneiðar, lát- ið soðið kalt vatn á og látið standa yfir nótt. Drukkið á fastandi maga.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.