Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Page 10
22 - Laugardagur 2. nóvember 1996 Jlagur-Slmtmn
Frá Blöndal
til Borgarhóls
Fyrir réttri viku síðan var þess minnst að 100 ár eru
síðan fyrsta skólahúsið var reist á Húsavík
Nemendur höfðu alla vikuna unnið hörðum höndum
ásamt kennurum sínum við að setja upp sýningar,
vinna að gerð stuttmyndar og kynna sér skólasöguna
með margvíslegum hœtti Afmœlisdagurinn var
svo föstudagurinn 25. októher.
Unnið að gerð stuttmyndar.
Gamlar minningar rifjaðar upp.
Mynóir: QKJ
Leikinn fundur í barnastúkunni Pólstjörnunni no. 126.
Á einni öld safnast ýmislegt í sarp-
inn. Þessi saumavél er meðal gam-
aila muhá í eigu skólans.
og kórasöngur setti einnig svip
sinn á dagskrána. Að athöfn
lokinni var gestum boðið að
skoða skólann og þiggja veiting-
ar í boði Foreldrafélags Borgar-
hólsskóla. Fjöldi fólks á öllum
aldri þekktist það boð og var
fjölmenni í skólanum langt
fram eftir degi. Sett hafði verið
upp kennslustofa, eins og hún
leit út „í gamla daga,“ gömul
húsgögn og kennslugögn. Vakti
þessi uppsetning verðskuldaða
athygli og þótti mönnum vel
varðveittir gamlir munir sem
þarna voru til sýnis. Ljósmyndir
úr skólastarfinu prýddu veggi
skólans, þær elstu frá því um
1960, og riíjuðust upp gamlar
minningar hjá mörgum gestin-
um frammi fyrir ýmsum mynd-
anna.
Blöndalshús fyrsta
skólahúsið
Árið 1896 var reist hús gagn-
gert í því skyni að hýsa starf-
semi barnaskóla og
fundi hreppsins. Þetta
hús var lengst af kallað
Blöndalshús, kennt við
Ásgeir Blöndal lækni
sem lengi átti húsið.
Þetta var sögufrægt hús
þar sem margvísleg
starfsemi fór fram í því
eftir að það hafði gengt
sínu hlutverki sem
barnaskóli. Má þar
nefna verslunarrekstur,
bókasafn, símstöð, rak-
arastofu og fleira. Blön-
dalshús fór á áramóta-
brennu Húsvíkinga
1967. Þetta hús stóð í
hjarta Húsavíkur við
hliðina á því húsi sem
Dagur-Tíminn rekur
skrifstofu sína í.
Byggt á Borgarhóli
Með nýjum fræðslulögum frá
1907 þar sem börn 10-14 ára
voru gerð skólaskyld var ráðist
í byggingu nýs skólahúss. Það
var reist úr timbri á einu sumri
1908 og þar fór öll barna-
fræðsla fram allt til ársins 1960
að það skólahús sem nú er í
notkun var reist. Á síðustu ár-
um hefur tvisvar sinnum verið
byggt við það hús og seinni
áfanganum enn ekki að fullu
lokið. Á þessu hausti voru tekn-
ar í notkun sex nýjar kennslu-
stofur á efstu hæð nýjustu álm-
unnar og eru þar unglinga-
deUdir skólans. Með þessari
viðbót varð grunnskólinn ein-
Gestir skólans á afmælisdaginn voru á öll-
um aldri.
settur í fyrsta sinn. Gamla hús-
ið, nú oftast nefndur „Gamli
skólinn" var fluttur um set og
er nú íbúðarhús en grunnskól-
inn hefur hlotið nafnið Borgar-
hólsskóli.
í vetur eru tæplega 430 nem-
endur í Borgarhólsskóla í 20
bekkjardeildum. Skólastjóri er
HaUdór Valdimarsson. GKJ
Hátíðardagurinn
Mikið var um dýrðir á hátíðis-
daginn. Fyrri hluta dagsins var
hefðbundin kennsla en skólinn
þó opinn fyrir þá sem vildu
fylgjast með kennslunni. Eftir
hádegið var svo safnast á Sal
skólans tU hátíðardagskrár sem
Halldór Valdimarsson skóla-
stjóri setti. Fjöldi heUlaóska og
gjafa bárust skólanum í tilefni
tímamótanna og voru gjafir
sem miðuðu að því að efla
tölvukennslu í skólanum áber-
andi. Saga skólans var rakin
með upplestri þriggja stúlkna
Fjöldi gjafa og heillaóska bárust skóianum.