Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 2
14 - Laugardagur 2. nóvember 1996 |Dagur-'2Smitm KaflMkökur Unglingar uppreisnar- gjarnir? Þessi lýsing átti tæpast við 10. bekkinga í Gagnfræðaskóla Akureyrar á funmtudaginn. Þeir tóku sig til á foreldradegi í skólanum og opnuðu kaffihús þar sem for- eldrar og kennarar gátu keypt kaffi og heimabakað bakkelsi. Og ekki nóg með það, heldur þjónuðu unglingarnir himun fullorðnu til borð. „Við erum ekkert alltaf með vandræði. Nú erum við t.d. mjög auðmjúk,“ segir Þóra Björk Ottesen, nemandi, en henni og félögum hennar finnst umræðan um unglingavanda- málin svokölluðu skyggja einum of mikið á allt hið jákvæða sem unglingarnir gera. AI Foreldrum þjónað til borðs. Myndir. Jón Hrói 10. bekkingar sem sáu um kaffihús á foreldradeginum. Bangsabarnið (Auður Jónsdóttir) dregur út númer þeirra sem fá frían aðgöngumiða í leikhúsið í vetur. Hunáiið f vikunni var dregið í happdrætti Leikfélags Akureyrar. „Nú reynir á hvort menn hafi geymt kynningarbækling- inn,“ segir Trausti Ólafsson, leikhússtjóri, en í haust var 8500 eintökum af kynningarbæklingi um komandi starfsár dreift í öll hús á Akureyri og víðar. Á hverjum bæklingi var númer og þeir sem eiga bækling með númeri sem passar við eitthvert þeirra hundrað núm- era sem dregin voru út fá frían miða í leikhúsið. Vinn- ingsnúmerin verða birt í blaðinu í næstu viku. AI Hj álpum hvert öðru Hvers vegna hjálpar fólk hverl öðru? Hvaða áhrif hefur velferðarsamfélagið á gagn- kvæma hjálpsemi fólks? Jón Björnsson Mynd: BG essum spurn- ingum og öðr- um skyldum mun Jón Björnsson, fyrrum félags- málastjóri Akureyrarbæjar og núverandi framkvæmda- stjóri menningar, uppeldis- og félagsmálasviðs hjá Reykjavík- urborg, velta upp á fyrirlestri í Deiglunni á Akureyri í dag. Fyr- irlesturinn ber yfirskriftina „Einn fyrir alla - allir fyrir einn“ og (jallar um hjálpar- hugtakið frá ýmsum hlið- um. „Það eru til margar skýringar á því hvers vegna fólk leggur eitt- hvað á sig bara til að hjálpa einhverjum öðrum, allt frá miskunnsama Samverjanum sem hjálpaði af mannkærleika og yfir í að menn hjálpi af því þeir hagnist á því sjálfir," segir Jón. Hver sem skýringin á hjálpseminni _________________ er, telur Jón ákveðin at- riði ein- kenna hjálp- arsambönd sem myndist milli fólks. Sá sem hjálpi þurfi að gera það ótilneyddur og sá sem hjálpina .............. þiggur stendur í þakkarskuld. „Það er lítillækkandi að fá hjálp frá öðr- um, lenda í þakkarskuld, og geta ekki greitt hana með einhverjum hætti.“ „Það eru tíl margar skýring- ar á því hvers vegna fólk leggur eitthvað á sig bara til að hjálpa einhverjum öðrum, alltfrá miskunnsama Sam- verjanum sem hjálpaði af mannkœrleika og yfir í að menn hjálpi af því þeir hagn- ist á því sjálfir, “ segir Jón. Hlutverk velferðarkerfisins f velferðarkerfi hjálpa skatt- greiðendur meðbræðrum sínum í gegnum skriffinnskukerfi. Ein- hver er að hjálpa einhverjum en ekki með sama hætti og milli tveggja einstaklinga. Þó flestir hafi verið hrifnir af hugmynd- inni af velferðarríkinu í upphafi segir Jón að smám saman séu ýmsir annmarkar að koma í ljós. Oft virðist velferðarkerfið hjálpa einhverjum að vera áfram í vanda frekar en að losa hann úr honum. í fyrirlestrinum mun Jón m.a. leiða að því getum, án þess þó að fullyrða, að ástæða þess að velferðar- kerfið virki ekki eins og það á að gera sé vegna þess að viss sál- ræn innri rök ______________ vanti sem séu til staðar í hjálparsambandi milli tveggja einstaklinga. Og meira vill hann ekki gefa upp að sinni. Bara mæta á staðinn! Fyrirlesturinn, sem er á veg- um Félags áhugafólks um heim- speki á Akureyri, hefst klukkan 14 og er öllum opinn. AI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.