Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 9
Ptgur-gjmmm Laugardagur 2. nóvember 1996 - 21 Könnun á lífsháttum og líðan Homafjörður - heilsubær - árin 1994 og 1996 nota alltaf bílbeltí blóðþrýstingur mældur síðast ár oft stressaður hreyfing >2/vika smyrja brauð þykkt reyna alltaf að velja hollan mat nota áfengi 2-3/viku eða oftar reykja daglega góð andleg heilsa góð líkamleg heilsa 0 10 20 30 40 50 60 70 % Homaflörður er heilsubær ársins Heilsueflingin íHomafirði virðist hafa náð óvenju vel til bœjarbúa og eru nú kannski einhverjir farnir að taka grœnmeti fram gfir tólgina með ýsunni - þó sennilega með eftirsjá. s búar fjögurra íslenskra H- bæja voru valdir sem til- raunadýr af Heilbrigðisráðu- neytinu vorið 1994. Tilraunin var reyndar fremur meinlaus og gekk undir heitinu Heilsuefl- ing, þar sem ætlunin var að gera Heilsubæina; Húsavík, Höfn í Horna- firði, Hveragerði og Hafnarfjörð, að eins konar fyrirmyndarbæj- um í heilsurækt og gera bæjarbúa meðvitaða um nauðsyn heilsu. íbúar Hafnar í Hornafirði stóðu sig áberandi best og í könn- un sem gerð var annars vegar árið 1994 áður en átakið hófst og 1996 þegar því iauk, kom í ljós að Hornfirðingar höfðu bætt sig í öllum atriðum sem könnuð voru nema raunar að einn nautnadrykkju- maður hefur bæst í hóp bæjarbúa. Tii dæmis má nefna að færri Hornfirð- ingar töldu sig stressaða eftir átakið, íleiri hreyfðu sig tvisvar eða oftar í viku, færri smurðu þykku smjöriagi á brauðsneiðar sínar og um helmingi fleiri reyna ætíð að velja hollan mat. Hver er galdurinn? Erfitt er að ímynda sér hvers vegna Hornfirðingum tókst áberandi best upp í að verða meðvitaðir um heilsuna. Fjöl- mörg verkefni voru unnin af framkvæmdanefnd Heilsuefl- ingar á staðnum en þau voru þó ekki fleiri né viðameiri en annars staðar. Kannski eru Hornfirðingar óvenju móttæki- legir og hiýðnir því Guðrún Júlía Jónsdóttir, hjúkrun- arfræðingur, sem átti sæti í nefndinni, vildi ekki meina að betri aðstæður væru til skokks og íþrótta á Höfn, né að þar hefði verið meiri íþróttaáhugi en aimennt er í ísienskum bæj- arfélögum. Hún þakkar árangurinn að nokkru ieyti stórum vinnu- staðafundum þar sem messað var yfir fóiki um m.a. mataræði, fífsstíl, vellíðan, streitu, hreyf- ingu og likamsbeitingu. Þá hafi Heilsueflingin verið nokkuð áberandi og ætti því ekki að hafa farið framhjá nokkrum bæjarbúa. Rétt eins og Reykjavíkurborg hefur lagt göngustíga eftir endi- iangri borginni og allt í einu er fólk farið að sjást á gangi með- fram sjónum, þá var framlag Hornaijarðarbæjar gerð göngu- stíga meðfram ströndinni. Að sögn Guðrúnar Júlíu eru þeir notaðir en hafa þó ekki breytt þeirri venju fólks að hoppa frekar upp í bíl en að ganga. Óafvitandi varð markhópur framkvæmdanefndarinnar í Hornafirði fólk á miðjum aldri þar sem auðveldast var að ná til þess hóps. Þegar gerð var könnun á notkun tóbaks og áfengis í efri bekkjum grunn- skólans tvö ár í röð kom í ljós að tóbaksnotkun var nánast engin. Bravó. Hins vegar jókst áfengisnotkun nemenda mjög mikið á milli þessara ára og vakti það nokkra athygli. Unglingarnir voru ekki með í úrtakinu í könnuninni á lífs- háttum og líðan og er það undir þeim komið hvort Hornfirðing- um fer aftur í æskilegum lífs- háttum. Nema þá að hinir mið- aldra taki afturkipp. Eða vanát á sméri reynist auka stress. Eða hreyfingin háð lítilli notkun bíl- belta. Skaut framtíðar hefur ávallt verið auðugt af óvæntum uppgötvunum. LÓA íbúar Hafnar í Hornafirði stóðu sig áberandi best í Heilsueflingunni. Ætli götur bæjarins þar séu fullar af skokkurum eins og á þessari mynd? Mynd: Pjetur iIistmutusAU - 6a11cví til sölu á Akureyri Áhugasamir kaupendur sendi inn nafn og heimilis- fang merkt: Listverkasala, á afgreiðslu Dags-Tím- ans, Strandgötu 31, Akureyri, fyrir 7. nóvember nk. Tilboð óskast! Vátryggingafélag íslands hf., Akureyri, óskar eftir tiiboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem lent hafa í um- ferðaróhöppum. 1. Toyota Corolla XLi árgerð 1995 2. Toyota 4Runner TD árgerð 1994 3. Daihatsu Feroza árgerð 1990 4. Toyota Corolla GTi árgerð 1988 5. Mazda 626 GLX árgerð 1988 6. Subaru 1800 st árgerð 1988 7. Honda Accord árgerð 1987 8. Subaru 1800 station árgerð 1987 9. Ford Escort árgerð 1985 10. Fiat Regata árgerð 1984 11. Skoda Favorit LXi árgerð 1993 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11, mánudaginn 4. nóv. nk. frá kl. 9.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. VATRYGGINGAFELAG Wmí ÍSLANDS HF orma Tölvu útprentun í lit og svart Pc & Mac Ljósmyndaljósritun Litjósritun A4-A3 Ljósritun A4-A3 { J Plöstun A4-A3 RlMi útprenfun GFeá*6myndÍlT' Skipagata 16* 600 Akureyri • Sími 462 3520 *Fax 462 3324 E-mail pedro@nett.is • Http: www.nett.is/pedro

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.