Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 11
|Dagur-'3lTOtmn agur-Œtmttm Laugardagur 2. nóvember 1996 - 23 Geymið blaðið! Aðfá sér skyndibita er mjög vinsœlt. Það er stað- reynd að þessi tegund matarmenningar er sú sem er í mestri sókn í heimi veitingamennsku í dag. Það er hœgt að segja að skyndibitafœði sé bein andstœða við heimilismatinn sem virðist aftur á móti vera á undanhaldi - hversu súrt sem okkur þykir það. Skyndibitamatur hafði lengi vel á sér óorð. Hann þótti ruslfæði. í dag er þetta að taka á sig breytta og betri mynd. Neytendur eru orðnir meðvitað- ir um matarval sitt og heimta gæði. Ef þau eru ekki til staðar, þá eru við- komandi búnir að Það ===== vandaðar pylsur — og það bara nokkuð góðar. En kjötfarsið var látið sitja á hakanum (eða í hakkavélinni) og er í dag ein- hver sá versti matur sem til er. Það ætti eiginlega að banna það! vera. segir sig hver BIGGI HALL sjálft; kaupir vonda pylsu? Einu sinni voru pylsur versti matur sem á boð- stólnum var. ___________________ Það var === kannski bara til ein tegund matar sem var verri en pylsurnar - og það var kjötfarsið! Það er hægt að segja (í öllum einfaldleika máls- ins), að þar liggi hundurinn grafinn hvað viðkemur sigri skyndibitans yfir heimihsmatn- um. Pylsugerðarmennirnir byrj- uðu að laga til sína sperðla og með metnaði ásamt ströngu gæðaeftirliti náðu þeir að gera Fyrsta flokks skyndibitar Hamborgararnir voru nú ekki beysnir á sínum upphafsárum, trúið mér. í dag þýðir ekkert annað en að bjóða upp á fyrsta flokks ungneyti, hakkað ferskt, einungis til hamborgaragerðar, með ekki meira en 10% fitu. Brauðið er sérvaUð og jafnvel hernaðarleyndarmál. Það er mikið mn ferskt grænmeti og magrar sósur (ef við sleppum kokkteilsósunni). Sama er að segja um sam- lokubransann. Það er einn vin- ur minn í honum og hann var með þeim fyrstu hér á landi sem tóku upp gæðavottunar- kerfi í matvælaframleiðslunni. Hann segir að tilvera þessa bransa byggist á að vera vökull yfir gæðum, lofa þeim og standa við það. Samlokurnar verða að vera dagferskar og ekki einn dagur framyfir, þótt við vitum öll að það sé í fínasta lagi. Neytandinn fer fram á það, annars seljast þær ekki. Pítsmnar eru kapítuU út af fyrir sig. Þetta einfalda ítalska brauð tók landið með stormi. Pítsan var yndisleg nýjung í ís- lenskri matarflóru. Hinn yndis- legi og einkennandi pítsuilmur sveif fyrir vitum manns - blanda af nýbökuðu brauði, bræddum osti, kryddjurtum og tómat - og kveikti löngun sem varð jafnvel kynorkunni yfir- sterkari. Það eru tU margar sögur af því að stelpur hafi ver- ið plataðar heim til stráka og síðan bara boðið upp á pítsu! En að öllu gamni slepptu, þá sagði mikilsmetinn næringar- fræðingur við mig um daginn að pítsan væri bráðholl, enda ekkert annað en ferskt brauð með úrvals áleggi og mögrum osti. Vinsældir skyndibitamatar koma engum á óvart. Ástæð- urnar eru einfaldar: Hraði í nú- tíma samfélagi kallar á skyndi- mat. Það er handhægt að grípa bita í næstu lúgu eða af- greiðsludisk og stýfa hann úr hnefa og á hlaupum. Verðið er líka ekki svo slæmt, þegar við erum að greiða hann, þótt oft gæti hann verið dýr í grömmum mældur. Vinsœldir skyndibitamatar koma engum á óvart. Ástœðurnar eru einfaldar: Hraði í nútíma samfélagi kallar á skyndimat. En það er dýrt að selja skyndibitamat. Veit- ingahúsin verða að hafa meira fyrir honum en mörgum öðrum mat. Við fáum hann keyrðan heim okkur að kostn- aðarlausu, krakkarnir fá leik- föng, allavega tilboð og bónusar í gangi. Það er hægt að velta fyrir sér á margvíslegan hátt vinsældum skyndibitans. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá held ég að vinsældirnar stafi fyrst og fremst af því að þessi matur er nefnilega skrambi bragðgóður og oft koma stundir sem maður hreint og beint verður að fara út og fá sér „hamborgara- júmbó-söbb-pylsu-pítsu“ og það með öllu! Kex í eftirrétt Þó ósætt kex með osti standi ávallt fyrir sínu er samt hægt að nýta kex í ýmislegt íleira. Hér kemur uppskrift að gómsætum eft- irrétti sem einfalt er að búa til. / pakki Golden Crisp kex (eða annað ósœtt kex) 1 msk sykur 1 tsk kanill 2 dl eplamauk 2 dl rjómi Myljið kexið og blandið sykri og kanil saman við. Steikið á pönnu þar til mylsnan er orðin stökk. Setjið kex og eplamauk til skiptis í eft- irréttarglös eða skálar. Þeytið rjómann og setjið á toppinn. Skreytið með kexmylsnu. Kex m/reyktuin laxi Og ein kexuppskrift í viðbót. Ef til er afgangur af reyktum laxi er tilval- ið að nota hann í laxamauk sem sprautað er á kex. Þetta er hentugur for- réttur eða sem meðlæti í kokteilboðum. 8 kökur af Kaptein kexi (eða öðru ósœtu kexi) 150 g reyktur lax 50 g smjör 2 tsk estragon (kryddjurt) hvítur pipar (eftir smekk) Setjið reykta laxinn í matvinnsluvél og blandið smjöri og estragoni saman við. Piprið eftir smekk. Sprautið maukinu á kexið.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.