Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 15
|0agur-'3Imrám Laugardagur 2. nóvember 1996 - 27 A N N A O G ÚTLITIÐ Bamaföt Anna F. Gunnarsdóttir skrifar um tísku Barnaföt þurfa fyrst og fremst að vera þægileg til þess að hindra ekki hreyfivídd barnanna. Best er að hafa fötin úr náttúrulegum efnum t.d. úr silki, bómull eða ull. Skemmtilegra er að barna- fötin séu í fallegum litum, helst ekki svört nema til að eiga við jarðarfarir. Barn þarf að eiga hversdagsfót og spariföt. Spariföt í dag eru ekki lengur óþægileg eins og þau oft hafa verið. Til að fræðast betur um barnaföt hafði ég samband við Jórunni í barnafataversluninni Dýrðlingar: - Ræður það úrslitum um val á barnafatnaði hvað erí tísku? „Nei, fólk lætur börnin sín máta og metur svo fötin út frá því.“ - Finnst þér foreldrar horfa í peningana þegar um fatakaup fyrir börnin er að ræða? „Nei, en skipta má fólki í tvo hópa hvað varðar fatakaupin. Annarsvegar fólk sem vill það besta fyrir börnin sín, þ.e. vandaða og góða vöru, og hins- vegar fólk sem vill bara ódýrt.“ - Kaupir fólk ekki ódýrt vegna þess að barn stækkar svo fijótt upp úr flík- inni að það borgar sig ekki að kaupa dýrt? „Það getur verið sjónarmið útaf fyrir sig en mér finnst að fólk sem gerir kröfur um fínan og vandaðan fatnað á sjálft sig leggi alltof lítið upp úr fatn- aði hjá börnum sínum. Það er ekkert eins öm- urlegt að sjá vel búna foreldra með illa útbúin börn.“ - Spáir fólk í snið þegar fatn- aður er valinn á barnið? „Já, fólk spáir mjög mikið í útlitið. Það spyr hvað er nýtt og hvað selst aðallega og metur svo vöruna út frá því.“ - Hverjir eru það sem kaupa helst betri fatnað á börnin. For- eldrar ömmur eða afar? „Ömmur og afar hugsa meira um betri fatnað fyrir börnin sín, þ.e. kápur, kjóla, vandaðar blússur og pils. Ömm- ur og afar eru mjög barnvænt Dýrt eða ekki dýrt? - Hvaðan færð þú helst fötin? „Frá Hollandi, Danmörku og Frakklandi. Hönnuðir þessara fyrirtækja sem ég versla við leggja mikið upp úr litum og munstrum og er mikið spáð í samsetningu þeirra. Hægt er að kaupa eina flík nú og bætt við hana næsta ár á eftir.“ - Buxur hjá þér kosta kannski fjögur til fimmþúsund krónur. Er það ekki frekar dýrt miðað við hvað barnið stækkar fljótt? „Ekki vil ég meina það því buxurnar eru hannað- ar þannig að eftir því sem þær eru styttri þeim mun meiri stíl mynda þær. Efnin eru mjög góð og þær halda sér alltaf eins og nýjar. Buxurnar eru yfirleitt með streng og treyju um mittið. Allt til þess að hindra ekki hreyfigetu barnanna." - Hvernig eru skórnir hjá þér? „Ég er með franska skó sem eru frekar dýrir en halda lögun sinni mjög vel. Oft þurfa börn að vera í alltof stórum skóm til þess að þeir endist betur. Hugs- ið ykkur hvernig foreldrum fyndist að skórnir myndu skrölta á fótunum. Spariskórnir eru mjög ódýrir og eru lakkskór og er efnið í þeim gallon sem þolir þvott.“ - Hvernig er strákalínan hjá þer? „Sparibuxurnár eru teinóttar ullarbuxur og eru þær fóðraðar vegna aukins ofnæmis hjá fólki fyrir lúl. Jakkar eru í miklu uppáhaldi en vestin víkja. Skyrtur og þunnar peysur eru alltaf sígildar.“ Spariföt og útgallar - Mér finnst það fara minnk- andi að börn séu fín á tyllidög- um og þykir mér það miður. Við foreldrar eigum að gera börn- um okkar dagamun frá hvers- dagsleikanum eins og við ger- um með okkur sjálf. Hvað finnst þér um þetta? „Spariföt eru meira hugsuð út frá hagræðingarsjónarmið- um. Þau eru sportlegri og gróf- ari þannig að auðvelt sé að nota þau dags daglega." - Mér finnst sorglegt að horfa upp á hálfsoðin börn sem eru í vatnsheldum galla, sem ekki andar, úti að leika sér. Hvernig væri að gera kröfur um efni sem „anda“ fyrir börnin? Einnig eru börn of oft mikið klædd. Hvað kostar að þínu mati að klæða börn upp fyrir veturinn? „Það má áætla að alklæðnað- ur kosti á milli fimmtíu og sex- tíuþúsundkr ónur. “ - Hvernig er útlitið á kjólun- um í dag? „Kjólarnir eru með jap- önskum áhrifum, þ.e. með kína-hneppingu, blómamynstur og silkiáferð. Einnig eru flauels- efni með mynstrum áberandi og mikið lagt upp úr krögum og bekk neðan á pilsunum. Kjól- arnir eru oft þröngir að ofan en með vídd á neðri hlutanum svo- kallað hefðbundið prinsessun- snið.“ fólk.“ Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsstööum Gott í kroppinn Líður þér vel líkamlega? Eða finnurðu fyrir stöð- ugum verkjum, vöðva- bólgu og spennu? Ertu sátt(ur) við líkamann þinn? Eða ertu upptekin(n) af hugs- unum um að hann ætti að vera einhvern veginn öðru- vísi en hann er? Við upplifum djúpa vellíð- an þegar það ríkir algjört jafnvægi milli líkama, hugar og tilfinninga. Ef þú upplifir sjaldan shka vellíðan hætt- irðu að gera kröfur um hana. Þú sættir þig við spennuverki hér og þar, hnúturinn í mag- anum fer að verða þér eðli- legur og þannig mætti lengi telja. Smátt og smátt hætt- irðu að kunna að slaka á og njóta. Njóta lífsins. Þegar við slökum vel á lfk- amanum, opnast hann og orkuflæðið eykst. Við kom- umst inn á ný stig vellíðunar og öll líkamleg upplifun verð- ur mun sterkari en venju- lega. Við finnum einfaldlega betur fyrir því að vera lif- andi. Ef þú vilt gera svolitla tilraun til að auka líkamlega vellíðan, getur þú fylgt þess- um skrefum. í fyrsta lagi skaltu leyfa þér að þykja vænt um líkama þinn, eins og hann er, þú færð ekki annan í þessu lífi, og því eins gott að þú sættir þig við hann strax. Allt annað er tímasóun, sem mun aðeins skila þér vanlíðan. Hugsaðu um líkamann eins og besta vin þinn. Síðan skaltu hugsa þannig að allt sem þú gerir fyrir lík- amann eigi að vera gott. Þeg- ar þú andar, skaltu anda djúpt og halda hkamanum slökum. Þegar þú hreyfir þig, skaltu njóta þess. Njóta þess að taka á, hitna og svitna. Og finndu hversu góð líkamleg líðan fylgir því að syngja og dansa af öllum lífs og sálar kröftum. Þegar þú nýtur ásta skaltu njóta með öllum líkamanum og halda önduninni djúpri til að upplifa til fulls. Prófaðu líka að stilla þig inn á öndun mótaðilans. Síðast en ekki síst eru svo máltíðirnar. í stað þess að gleypa eitthvað í þig, standandi við eldhús- bekkinn, skaltu njóta máltíð- arinnar út í ystu æsar. Sá háttur sem Frakkar hafa á, að taka sér góðan tíma í að borða vel undirbúnar máltíð- ir, er sennilega einhver holl- asta neysluvenja sem við gætum tamið okkur. Hugsaðu um máltíðina sem athöfn þar sem þú ert að næra bæði Ifk- ama og sál. Njóttu þess að elda og undirbúa máltíðina með þetta í huga. Eins og þú viljir gleðja með þessum mat. Gleðja þig, gleðja líkama þinn. Og að sjálfsögðu gleður þú aðra heimilismenn í leið- inni. Þegar þú borðar skaltu svo gefa þér tíma, anda og halda líkamanum slökum, tyggja vel og jafnvel hugsa um hvernig líkaminn er að taka við þeirri næringu sem þú ert að gefa honum. Vertu þakklát(ur) fyrir lík- ama þinn. Hann hefur borið þig í gegnum þetta líf og sá hluti þess sem eftir er, er að miklu leyti undir honum kominn. Góð heilsa er ekki eitthvað sem við getum gengið að sem vísu. Þess vegna getum við í raun verið þakklát fyrir hvern þann dag sem líkam- inn okkar er í góðu lagi. Þakklæti og sátt við líkamann mun færa þér vellíðan. Þú ferð að finna hvernig það er svo miklu betra að njóta lífs- ins þegar allt sem þú gerir, er „gott í kroppinn". Vetur konungur er geng- inn í garð. Fyrsti vetrar- dagur var fyrir viku síð- an. Við fögnum gjarnan sumri en blótum vetrinum. Hér koma því fáein atriði til að minna okkur á að veturinn hefur sína kosti þótt kaldur sé. • Á köldum vetrarkvöldum er notalegt að draga fyrir glugga- tjöldin, koma sér vel fyrir í hægindastól fyrir framan eldinn og gæða sér á nýbökuðum skonsum. • Hvað er betra en heitt kakó eftir göngutúr á köldum vetrar- degi? • Fátt kætir börnin okkar meira en nýfallinn snjór. • Þeim sem leiðist garðavinna geta horft á garðinn sinn út um gluggann án nokkurs samvisku- bits. • ískaldar tásur gefa okkur góða ástæðu til að sækjast eftir hlýju frá þeim sem við elskum. • Fyrst veturinn er kominn fer að styttast í vorið.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.