Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 12
24 - Laugardagur 2. nóvember 1996 JDagttr-^ttttttttt JOagur-'íEmrám ll Pertir Berjasósa: 100 g sólber (eða önnur ber, t.d. bláber) 60gsykur Nýkreistur sítrónusafi (smásletta) Perurnar: 225gsykur Safi úr tveimur sítrónum Tvœr vel þroskaðar perur Skosktkex (short bread): 115 g smjör (mjúkt) 60 g flórsykur Salt á hnífsoddi 1 eggjarauða 140 g hveiti 2 tsk rjómi Sabayon: 2 msk hvítvín 35gsykur 2 eggjarauður 3 msk léttþeyttur rjómi 1 tsk sítrónubörkur 1 tsk sítrónusafi IBerjasósan: Þvoið berin og hreinsið og setjið þau ásamt sykri og sítrónu- safa í matvinnsluvél. Búið til mauk úr þessari blöndu. Bætið vatni út í ef nauðsynlegt er og ni/berjasósu Fyrir tvo sigtið síðan (með fínu sigti). Kælið. 2Perurnar: Setjið 3 dl af vatni, sykurinn og sítr- ónusafann á pönnu og hitið þar til sykurinn hefur leyst upp. Flysjið pervu-nar varlega án þess að eiga við stilkinn sem stendur út úr. Notið endann á flushmfnum til að stinga kjarn- ann með steinunum úr. Hand- leikið perurnar varlega til að merja þær ekki. Setjið þær strax í sírópið á pönnunni svo þær verði ekki brúnar. 3Fáið upp suðu á perunum í sírópinu. Setjið því næst bökunarpappír yfir pönn- una og hvolfið yfir hana diski. Minnkið hitann og látið malla í 1-2 mínútur, ekki lengur. Skiljið eftir í sírópinu, helst yfir nótt. Kælið síðan vel (enn í sírópinu). 4Skoska kexið: Blandið saman smjöri, sykri og salti í skál. Bætið hinum efnunum útí og hrærið svo úr verði mjúkt deig. Setjið í plast og kælið áður en það er notað. 5Hitið ofninn í 200°C. Fletjið út kexdeigið svo það verði ca. 5 mm þykkt og skerið út hringi (um 7-8 cm að þvermáli). Flytjið kökurnar yfir á bökunarplötu, pikkið í þær með gaffli og bakið í 6-7 mínútur. Leyfið kökunum að bíða í nokkrar mínútur á plötunni og setjið þær síðan á bökunargrind og látið kólna. Frystið þær kökur sem ekki eru notaðar strax. 6Sabayon: Hitið sykurinn og hvítvínið á pönnu. Lát- ið sjóða, en leyfið síðan að kólna stutta stimd. 7Setjið eggjarauðurnar í htla skál og bætið sykur- blöndunni útí. Þeytið yfir potti með sjóðandi vatni í þar til blandan er orðin frauðkennd og þétt. Færið skálina frá pottinum og haldið áfram að þeyta þar til blandan er orðin köld og þétt í sér. 8Þegar hún er orðin köld, bætið rjómanum, sítrónu- berkinum og safanum útí. Setjið eina kexköku á miðju disks og notið skeið til að setja berjasósu í kring. Setjið síðan eina peru á kexkökuna og hell- ið sabayon sósunni þar ofan á. Flesta daga leitum við að einhverju fljótlegu og þœgilegu til að hafa í matinn. Stundum koma hinsvegar þœr stundir sem við viljum nostra við matargerð, t.d. um helgar, á hátíðum eða þegar von er á góðum gestum í mat. Uppskriftirnar sem hér fglgja eiga við í þeim tilfellum, Þœr eru hvorki fljótlegar né einfaldar en þeim mun girnilegri. Og bragðið svíkur engan. Djöflaterta 3. Setjið deigið í formin og bak- ið í 20-25 mínútur eða þar til kökurnar eru mátulega bakað- ar. Látið kólna áður en tekið úr formunum. 85 g dökkt súkkulaði (skorið í bita) 110 g ósalt smjör 85 g púðursykur (dökkur) 1 msk sýróp 170 g hveiti 30 gkakó 7z tsk natron 2 egg 6 msk mjólk Krem: 40 g ósaltað smjör 40gkakó 280 g flórsykur 6 msk mjólk 2 tsk sterkt svart kaffi 1. Hitið ofninn í 170 C. Smyrjið tvö form (18 cm að þvermáli). Blandið saman súkkulaði, smjöri, sykri og sírópi í pott eða pönnu og bræðið yfir lágum hita. Hrærið í á meðan. Látið kólna. 2. Setjið hveiti, kakó og natron í skál. Búið til holu í miðjunni og hellið súkkulaðiblöndunni í hol- una. Hrærið hveitinu saman við þar til allt hefur blandast vel saman. Hrærið eggin og bætið í skálina ásamt mjólkinni. Bland- ið varlega saman. 4. Notið sleif eða handþeytara til að búa til kremið. Þeytið smjörið þar til það er orðið mjúkt. Sigtið kakóið og flórsyk- urinn í skál og bætið mjólk og kaffi út í. Blandið saman við smjörið. Þeytið varlega þar til kremið er orðið mjúkt. 5. Setjið einn þriðja af kreminu á aðra kökuna og setjið hina kökuna ofan á. Látið restina af kreminu ofan á kökuna og á hliðarnar. Geymið á köldxnn stað yfir nótt (þó ekki í ísskáp). Best er að borða þessa köku innan þriggja daga. Hægra megin er djöflatertan en vinstra megin hnetusúkkulaðikaka. Súkkulað i h n e t ukaka 340 g dökkt súkkulaði 170 g ósalt smjör 60gkakó 5 egg 255gsykur 100 g valhnetur (gróft saxaðar) Flórsykur (til að sáldra ofan á köku) IHitið ofninn í 180 C. Smyrjið kökuform (22 cm að þvermáli). Setjið súkkulaðið og smjörið í djúpa pönnu eða í skál sem má hitna og setjið yf- ir pott með heitu, en ekki sjóðandi vatni. Hrærið í meðan súkkulaðið er að bráðna. Færið af pottin- um og bætið kakóinu útí. Látið kólna á meðan egg- in eru þeytt. Þeytið eggin í skál. Setjið sykur saman við og setjið skálina yfir pott með heitu vatni. Botn skálar- innar á ekki að snerta yfirborð vatnsins. Notið handþeytara og þeytið blönduna þar til hún er orðin létt og umfangið ca. þrisvar sinnum meira en í byrjun. Þegar þeytaran- um er lyft úr blöndunni á hún að vera svo þykk að eftir standi ójafna á yfir- borðinu þar sem þeytar- ÓTn værráTígimT appr. Færið skálina frá hitan- um og blandið súkkulaði- blöndunni varlega saman við og því næst valhnet- unum. Setjið deigið í formið og jafnið yfirborð- ið. Bakið í 35 mínútur. Yfir- borðið á að vera þétt en miðjan svolítið klístruð. Ef kakan er bökuð lengur verður hún þurr. Kælið hana í forminu en takið síðan úr og sáldrið flór- sykri yfir. Best að geyma ekki lengur en 4 daga. Hærið eggin og sykurinn saman þar til blandan er orðin nógu þykk og yfirborðið sléttist ekki þegar þeytarinn er dreginn upp. Færið skálina úr hitanum og bland- ið súkkulaðinu varlega saman við með skeið. Að síðustu eru hneturnar settar útí og síðan er kakan bökuð. 1

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.