Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 2. nóvember 1996 jDctyur-CmTÍrat Helga í hóp með sunnudagaskólabörnum. Og allir syngja af lífi og sál. Hvítasunnukonan semur fyrir Þjóðkirkjuna Uppbygging laganna er meðvituð hjá mér, ég verð að semja lögin í takt við tíðarandann til að ná athygli barnanna. Boðskapurinn er einfaldur þar sem ég höfða til vináttu, réttlœtis og reglusemi. Regnboginn, Nói og Englar Guðs. Þessi lög hljóma nú í öllum kirkjum landsins á sunnudagsmorgnum í sunnu- dagaskólanum. Það þekkja öll börn og þeir foreldrar sem mæta í sunnudagaskólana. Fáir vita að höfundurinn að lögun- um er Hvítasunnukonan Helga Jónsdóttir, fimm barna móðir í Vestmannaeyjum. Helga og eig- inmaður hennar, Arnór Her- mannsson, sáu um barnastarfið í Hvítasunnukirkjunni í þrjú ár en voru fengin til þess að koma í Landakirkju í Eyjum og kynna lög Helgu. í stuttu máli slógu lögin í gegn og aðsókn í sunnu- dagaskólann í Eyjum hefur ver- ið með eindæmum. „Þegar við sáum um starfið í Hvítasunnukirkjunni fannst okkur vanta ný lög í tengslum við efnið sem við vorum með. Þá var ekki annað að gera en að setjast niður og semja. Ekk- ert lag var til um regnbogann, Nóa gamla eða englana. Ég sá það fljótlega að börnin vildu hafa líf í lögunum og því stað- færði ég þau með góðri hjálp þeirra," segir Helga. í vor var farið þess á leit við Helgu að semja lög fyrir fræðsludeild Þjóðkirkjunnar í sunnudagaskólum landsins í vetur. Helga samdi tíu lög og voru fjögur af þeim valin og sett í fræðsluhefti Þjóðkirkjunnar sem er lagt til grundvallar starfi sunnudagaskólanna í landinu. Ekki nóg með það heldur voru tvö lög tekin upp á myndband og öll tíu lögin sem Helga sendi til fræðsludeildar kirkjunnar voru tekin upp af Ríkissjónvarpinu til að sýna í sunnudagaskóla morgunsjón- varpsins á sunnudögum í vetur. Um allt land Elín Jóhannsdóttir, sem sér um barnastarfið á vegum fræðslu- deildar Þjóðkirkjunnar, heyrði af lögum Helgu vegna ábend- ingar frá séra Jónu Hrönn Bolladóttur í Eyjum. Elín varð yfir sig hrifin og ákvað að koma þeim á framfæri. Segja má a,ð boltinn hafi farið að rúlla fyrir alvöru eftir ábendingu Jónu Hrannar því lög Helgu hljóma nú í sunnudagaskólum í kirkj- um landsmanna um land allt. Og ekki nóg með það heldur tók Ríkissjónvarpið, eins og fyrr segir, lög Helgu upp á arma sína. Helga segir að þetta sé mikill heiður fyrir sig. Hún hefði verið að semja barnalög í gegnum tíðina en búist við því að það yrði aðeins fyrir sig og sína nánustu. Helga starfaði í barnastarfi Hvítasimnukirkj- unnar í mörg ár en sl. vetur voru hún og eiginmaður henn- ar, Arnór Hermannsson, fengin til þess að vera með í sunnu- dagaskóla Landakirkju þar sem Helga hefur kynnt lög sín við frábærar undirtektir. „Fræðsludeild kirkjunnar hefur einnig beðið mig að Lög Helgu eru skemmtilega upp byggð. Þeimfylgja ýmsar einfaldar hreyf- ingar, táknmálog hljóð og höfða því vel til barnanna. Það hef- ur blaðamaður sjálfur séð í sunnudaga- skólanum. semja jólalag sem senda á öll- um leikskólum á landinu. Þá vantaði einfalt jólalag sem semja átti út frá ákveðinni sögu. Ég er nýbúin að senda lagið frá mér og búin fá það samþykkt. Ég hef fengið þau skiláboð frá þjóðkirkjunni að hún hyggi á meira samstarf við mig í framtíðinni. Fyrir mig er þetta algjört ævintýri. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa feng- ið að starfa í sunnudagaskóla Landakirkju. Annars hefði ég aldrei fengið þetta tækifæri. Mér hefur nú verið falið að stjórna barnakór í Landakirkju sem við köllum Litla lærisveina. Það er kórinn sem syngur lögin í sjónvarpsupptökunum og mér sýxúst við hafa nóg að gera í vetur,“ segir Helga. Uppeldislegt gildi Lög Helgu eru skemmtilega upp byggð. Þeim fylgja ýmsar ein- faldar hreyfingar, táknmál og hljóð og höfða því vel til barnanna. Það hefur blaðamað- ur sjálfur séð í suimudagaskól- anum. „Uppbygging laganna er meðvituð hjá mér, ég verð að semja lögin í takt við tíðarand- ann til að ná athygli barnanna. Boðskapurinn er einfaldur þar sem ég höfða til vináttu, rétt- lætis og reglusemi. Sem dæmi er mér hugleikin saga úr Biblí- unni sem ég ákveð að semja lag um. Ég einfalda guðfræðina og sleppi smáatriðum og reyni þannig að aðlaga textann að hugsanagangi og orðaforða lít- ils barns. Ég er allt frá einum degi og upp í tvo mánuði að semja lögin, það er allur gang- ur á því. Ég reyni að hafa lögin þannig að þau hafi uppeldislegt gildi. Það er einfaldlega mín ábyrgð þar sem þau eru farin að ná til íjöldans," segir Helga. Fullt hefur verið út úr dyrum í sunnudagaskóla Landakirkju í vetur. Helga segir barnastarf í Landakirkju í miklum blóma og sé leitun að öðru eins á Iands- vísu og þótt víðar væri leitað. Aðdáunarvert sé einnig að sjá hversu foreldrar eru duglegir að koma með börnin sín í sunnudagaskólann „Ég er þakklát fyrir það ör- læti frá Guði að hafa gefið mér þessa gjöf. Ég vona að ég of- metnist aldrei,“ sagði Helga ennfremur. „Samstarf Hvítasunnuhjón- anna í Eyjum við Þjóðkirkjuna sýnir að allt er hægt enda er tími kominn til að við sem kennum okkur við Krist störf- um saman,“ eins og IJelga komst að orði. ÞoGu Guðrún Erlingsdóttir hefur starfað f Sunnudaga- skóla Landakirkju í mörg ár. Hún segir að tónlist Helgu hafi heldur betur lífgað upp á tónlistarflóruna í sunnudagaskólanum. Það góða við lög Helgu eru boðskapurinn, hann er einfaldur og kemst vel til skila. Þá er Helga með hraðari og hressari takt en gömlu sálmalögin sem auðvitað eru einnig ómissandi. Þetta fer vei saman. „Segja má að lög Helgu séu annar flutningur á góðu efni,“ segir Guðrún. „Lögin ná vel tii krakkanna og öll kirkjan er á iði þegar lög Helgu hl]óma.“ Guðrún segir að krakk- arnir fái svo mikla útrás eftir að hafa sungtð lögin en þau séu prúð og stillt þegar kemur að kristilega þættinum. „Þetta er góð viðbót og ánægjulegt að hafa fengið þau h]ón, Helgu og Arnór til starfa f Þjóðkirkjunni," segir Guðrún.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.