Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 5
IDagur-ÍEmmm MENNING O G LISTIR „Ég hef svo lítið hugmyndaflug að ég þarf alltaf að sækja allt sem ég geri í mitt nánasta umhverfi," segir Þorvald- ur og telur verkin á sýningunni hvorki frumleg né sérstaklega listræn. Myn&.jinHnu Laugardagur 2. nóvember 1996 -17 Bókavörður Bókavörð vantar til starfa við Bókasafn Há- skólans á Akureyri í hálft starf. Megin starfssvið hans verður upplýsinga- og not- endaþjónusta, einkum á sviði uppeldis- og kennslu- mála bæði fyrir nemendur og starfsfólk háskólans svo og starfslið grunnskóla á Norðurlandi eystra skv. samningi milli háskólans og Skólaþjónustu Ey- þings um vistun kennslugagnasafns. Skilyrt er að viðkomandi hafi kennarapróf, auk þess sem próf í bókasafns- og upplýsingafræðum (30 ein.) er æski- legt. Nauðsynlegt er að vilkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun fara eftir samningi Félags háskólakennara á Akureyri. Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um mennt- un og starfsferil, sendist fyrir 17. nóvember til yfir- bókavarðar, Háskólanum á Akureyri, Þingvalla- stræti 23, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir yfirbókavörður í síma 463 0905. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI. HÁSKÓLIISiN ÁAKUREYRI Ævintýri hversdagsins g er að reyna að nálgast hversdagsleikann. Þenn- an veruleika sem telst kannski ekki neitt ákaflega list- rænn eða dramatískur í eðli sínu en hefur alla tíð verið það eina sem ég hef sóst eftir að skilja. Hann er sjálft frumævin- týrið.“ Það er myndlistarmaðurinn Þorvaldur Þorsteinsson sem mælir þessi orð um sýningu sína, Eilíft líf, sem opnar í dag klukkan fjögur í Listasafninu á Akureyri. Þó sjálfur segi hann að á sýningunni sé ekkert frum- legt og fátt listrænt er varla hægt að flokka hana sem hefð- bundna. Um 200 Akureyringar munu birtast sýningargestum á einn eða annan hátt. Sumir á svokölluðum „skólaspjöldum", sumir eru myndaðir við algeng- ar daglegar athafnir, kvenfé- lagskonur verða á staðnum og selja kökur og ekki má gleyma röddunum sem heyrast í mín- útumyndunum sem verða spil- aðar í morgunþætti Rásar 2. All- flestar Maríur bæjarins, sem listaðar eru í símaskránni, prýða einnig veggi listasafnsins, og áfram mætti telja. „Mikilvæg- ast í sýningunni er að mínu mati að gera hlutverk listamannsins hversdagslegra og koma mér niður á jörðina; horfast í augu við fólk,“ segir Þorvaldur. Sækir í samvinnu Athygli vekur að þó Þorvaldur setji upp sýninguna eru fæst verkin eignuð honum einum. Arnaldur Halldórsson, ljós- myndari, tók t.d. myndir í ljós- myndaröð sem sýnir 25 algeng- ar athafnir fólks í heimahúsum og í Mínútumyndunum fyrr- nefndu sá útvarpsmaðurinn Þorsteinn J. um að taka viðtölin og klippa þau. „Ég hef lengi sótt í að vinna með öðrum,“ segir Þorvaldur. „í leikhúsinu lærði ég að með því að gefa egóið eft- ir og sleppa takinu á þeirri kröfu að vera einstakur og al- Ég drekk jafnmörg glös af mjólk, borða jafnmargar brauðsneiðar og fer á sömu sýningar í bíó hvort sem ég heiti myndlistarmaður, rithöfundur eða t.d. iðnaðarmaður. ráður er hægt að leysa heil- mikla orku úr læðingi. Ég hef nokkrum sinnum skrifað texta fyrir leikhús sem aðrir hafa síð- an unnið úr án þess að ég fái miklu ráðið hvað úr honum verður á endanum. Útkoman hefur alltaf orðið betri en ef ég hefði verið einn að gaufast." Þorvaldur er á því að sam- vinna við annað fólk færi lista- manninn nær almenningi. Hann segir með ólíkindum hve vel þeir Akureyringar sem hann hafi leitað til fyrir þessa sýn- ingu hafi tekið sér og telur góð- ar viðtökur merki um traust fólks á myndlistarmönnum. „Við erum ekki lengur utan- garðs. Ég held að þetta sé bara þjóðsaga sem við höngum á; að myndlistarmenn séu eitthvað sér í þjóðfélaginu. Eigi sitt eigið tungumál, helst svolítið óskilj- anlegt. Ég hef tröllatrú á að þessu sé hægt að snúa við og í því sem ég er að gera reyni ég að leita að því sem ég á sameig- inlegt með öðru fólki frekar en því sem aðgreinir mig og gerir mig að einhverjum ímynduðum snillingi. Ég er búin að fá að leið á að leita að því einstaka enda einstaklega óáhugavert.“ Erfitt að vera óskilgreindur Þorvaldur hefur komið víða við. Auk þess að vera myndlistar- maður hefur hann fengist við ritstörf, bæði fyrir leikhús og sjónvarp og einnig hefur hann skrifað tvær bækur. En hvernig skilgreinir hann sjálfan sig? Er hann myndlistarmaður, rithöf- undur eða bara eitthvað allt annað? „Ég er búin að reka mig á að það er ákaflega erfitt að vera óskilgreindur og getur hrein- lega tafið fyrir framgangi mála. Þess vegna reyni ég að hafa á hreinu að þegar ég er að búa til sýningar er ég myndlistarmað- ur, leikskáld þegar ég skrifa leikrit og rithöfundur þegar ég skrifa bækur. Að öðru leyti skiptir þetta mig engu máli. Ég drekk jafnmörg glös af mjólk, borða jafnmargar brauðsneiðar og fer á sömu sýningar í bíó hvort sem ég heiti myndlistar- maður, rithöfundur eða t.d. iðn- aðarmaður. Stundum er ég líka fyrst og fremst eiginmaður og stundum áhugamaður um golf. Nú eða bara maðurinn sem hef- ur áhyggjur af því hvort hann eigi að skipta yfir á nagladekk. Ég er bara það sem ég er hverju sinni.“ AI Sigrún Astrós Sýning laugard. 2. nóv. kl. 20.30. * Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjarn Egner Sýningar: Laugard. 2. nóv. kl. 14.00 - Uppselt Sunnud. 3. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 3. nóv. kl. 17.00 MuniS kortasöluna okkar Sími 462 1400 MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Simi í miSasölu: 462 1400. i ]ítgttr-(IItttTtmT - besti tími dagsins! <s> ÞJÓBLEIKHÚSH) Stóra sviðið kl. 20.00: Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors í kvöld, fimmtud. 7. nóv., sunnud. 10. nóv„ föstud. 15. nóv. Ath! Aðeins 4 sýningar eftir. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Á morgun. Nokkur sæti laus Föstud. 8. nóv. Nokkur sæti laus Laugard. 16. nóv. Nokkur sæti laus Ath. Takmarkaður sýningafjöldi Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Laugard. 9. nóv. fimmtud. 14. nóv., sunnud. 17. nóv. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Á morgun kl. 14. Nokkur sæti laus. Sunnud. 10. nóv. kl. 14. Sunnud. 17. nóv. kl. 14. Ath. aðeins 5 sýningar eftir. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækjá eftir John Ford Miðvikud. 6. nóv. - Uppselt. Laugard. 9. nóv. - Uppselt. Fimmtud. 14. nóv. - Uppselt. Sunnud. 17. nóv., föstud. 22. nóv. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson i kvöld. Uppselt. Á morgun. Uppselt. Fimmtud. 7. nóv. Uppselt. Föstud. 8. nóv. Uppselt. Föstud. 15. nóv. Uppselt. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Fimmtud. 21. nóv. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Örfá sæti laus. Aukasýning sunnud. 10. nóv. Athugið að ekki er hægt að hleypa gest- um inn i salinn eftir að sýning hefst. Listaklúbbur Leikhúskjallarans mánud. 4. nóv. kl.21.00 Hrólfur eftir Sigurð Pétursson í flutningi Spaugstofunnar. Leikendur: Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Karl Ágúst Ulfsson, Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson. Aukasýning mánud. 4. nóv. kl. 17.00. Uppselt. ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tima. - Einnig er tekið á móti slmapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. - Sími 551 1200.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.