Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. hjálst, óháð Haghlnð Útgófufólag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarf ormaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjónsson og Eilert B. Schram. AÖstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefónsson. Ritatjórn: Síöumúia 12—14. Auglýsingar: Siöumúla 8. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrtfstofa: Pverholtí 11. Sfmi ritstjómar 86611 og 27022. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: Hilmir hf., SMumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skelfunni 10. ÁskHftarverö á mónuöi 85 kr. Verð í lausasölu 6 kr. Nií/fið íHvíta húsinu Henry Kissinger sagði einu sinni um Richard Allen, að hann hefði „næstum þriðja flokks greind”. Þessi sami Allen er nú öryggisráðgjafi Reagans Bandaríkja- forseta. Það er einmitt embættið, sem Kissinger gegndi lengst af fyrir Nixon. Allen er eitt af mörgum dæmum um hrun banda- rískrar utanríkisstefnu á tæplega eins árs valdaferli Reagans.Hvorkiforsetinn né nokkur nánustu ráðgjafa hans bera nægt skynbragð á utanríkismál eða hafa á þeim sómasamlegan áhuga. Reagan hefur loks flutt eina stefnuræðu í utanríkis- málum. Á blaðamannafundum hafa svör hans í þeim efnum verið fremur uggvekjandi, að svo miklu leyti sem þau hafa verið meira en marklaus og innihaldslaus froða. Ekki hefur farið fram hjá áhorfendum að alþjóða- málum, að samband Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Vestur-Evrópu hefur stirðnað á þessu ári. Samt segir Reagan brosandi, að sambúðin sé ,,betri en nokkru sinni fyrr”. Bandamennirnir hafa gjarna viljað reyna að setja traust sitt á Alexander Haig utanríkisráðherra vegna reynslu hans sem skrifstofustjóra Nixons á erflðum tíma og sem yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalags- ins. En staða Haigs er svo veik, að hann stendur ekki undir trausti. Hann hefur átt í stöðugum útistöðum við ráðgjafa forsetans og Caspar Weinberger varnarmála- ráðherra. Og sífellt ganga sögur um, að embættisdagar hans séu taldir. Álit Bandaríkjanna í þriðja heiminum hefur beðið hnekki við brottför Carters úr Hvíta húsinu. Kali- forníumennirnir, sem þar ráða nú ríkjum, virðast aldir upp í fyrirlitningu á fátækum, svo sem dæmin frá Rómönsku Ameríku sanna. Ætla mætti, að þeir telji alla þá vera kommúnista, sem ekki hafa einkasundlaug í garðinum. Þeir fram- leiða í stórum stíl kommúnista í Nicaragua, Salvador og Guatemala með því að hossa sérhverjum fóla, sem segist vera andkommúnisti. Undir niðri eru þeir einangrunarsinnar. Þeir láta sundrunguna í Vestur-Evrópu fara í taugarnar á sér. Þeim finnst slæmt að þurfa að kosta til varna þreyttrar álfu, sem þeim fínnst skorta viljann til að verja sig sjálf. Með Kaliforníumönnunum fylgir andrúmsloft, sem eykur ugg í Vestur-Evrópu um, að Bandaríkin muni ekki standa við skuldbindingar sinar í Atlantshafs- bandalaginu, heldur hneigist til að heyja „takmarkað kjarnorkustríð” í Evrópu. Enginn vafí er á, að valdataka Reagans hefur kynt undir stríðsótta í Vestur-Evrópu og gert ríki álfunnar ótraustari bandamenn en þau voru áður. Hinar fyrir- huguðu meðaldrægu kjarnorkueldflaugar geta orðið fórnardýr þessa ótta. Huglausir og tækifærissinnaðir stjórnmálamenn Vestur-Evrópu eru á nálum út af miklum vexti samtaka kjarnorkuandstæðinga og gífurlegri þátttöku í úti- fundum þeirra. í skammsýni reyna þeir að vinna fylgi þessara hópa. Þegar Kaliforníumennirnir í Hvíta húsinu átta sig betur á, að sumir bandamennirnir í Vestur-Evrópu eru að hlaupa út undan sér af ótta við kjarnorkuand- stæðinga, er hætt við, að þeir sannfærist enn frekar í einangrunarstefnunni. Þannig hefur vítahringurinn verið á þessu ári og getur orðið verri á hinu næsta. Vestur-Evrópumenn mega sumpart sjálfum sér um kenna. En mestur hluti vandans er þó í Hvíta húsinu. Þar verður að nýju að fæðast vestræn forusta. -J. Kr. Ný verslun Garðastræti 6 ® marimekko Vefnaðarvara -Veggfóður o.fl. epol Sími 28044 Kaupmenn — Kaupfélög Jólin nálgast Tökum upp daglega Gjafavörur Leikföng o.fl. o.fl. INCVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simi 33560. WMMl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.