Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Side 32
32 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. Þroskaþjálfarnir sem blaðið ræddi við. F.v. Jóna Ingólfsdóttir, Kolbrún Guðveigsdóttir, Agnes Elisdóttir, Sólveig Ingibergsdóttir, Hólmfriður Jónsdóttir, Halldór Bjarnason og Anna Fia Sigurðardóttir. DB & V isismynd GS/Akureyri. Mannlíf fyrir norðan „Dæmigert kvennasamstarf sem á að vinnast af hugsjón” — Rætt við þroskaþjálfa á Akureyri sem telja að lág laun fæli karlmenn frá þroskaþjátfanámi Þroskaþjálfun er dæmigert kvenna- starf sem á að vinnast af hugsjón fyrir lítil laun, því enn lítur samfélagið á störf fyrir þroskahefta sem fórnarstörf. Launin gera það að verkum að fáir karlmenn sækjast eftir menntun til slíkra starfa og margir þroskaþjálfar sækja i önnur störf. Þarna þarf að verða breyting á. Laun þroskaþjálfa þurfa að hækka til samræmis við aðrar ■starfsgreinar sem krefjast sambærilegr- ar menntunar. Starfsaðstöðu þarf að bæta. í þriðja lagi þarf að kynna starfið þannig að almenningur og ráða- menn þjóðarinnar skilji betur það gildi fyrir vangefna sem þroskaþjálfun hefur. Talsvert hefur áunnist í mál- efnum vangefinna á síðustu árum en enn er langt í land. Þessi inngangsorð eru tilvitnanir í samtal sem blaðið átti við sjö þroska- þjálfa sem starfa á Akureyri, þau Jónu Ingólfsdóttur, Kolbrúnu Guðveigsdótt- ur, Agnesi Elísdóttur, Sólveigu Ingi- bergsdóttur, Hólmfríði Jónsdóttur, Halldór Bjarnason og Önnu Fíu Sig- urðardóttur. Auk þeirra starfa þrír aðrir þroskaþjálfar á Akureyri. Skólinn í Kópavogi Þroskaþjálfaskóli íslands er i Knpavogi, í húsnæði tengdu Kópa- vogshælinu, en starfar sem sjálfstæð stofnun. Hét skólinn áður Gæslu- systraskóli íslands. í stjórn skólans eru 5 manns, 3 skipaðir af ráðherra án til- nefningar, sem skipar einnig hina tvo en samkvæmt tilnefningu Þroska- þjálfafélagsins og Þroskaþjálfanemafé- lagsins. Skilyrði til inngöngu í skólann er tveggja ára nám í framhaldsdeild á uppeldissviði. Stúdentar njóta for- gangs. Hefur það leitt til þess að stúd- entar eru orðnir i meirihluta meðal nemenda skólans þvi ekki er hægt að sinna nema litlum hluta þeirra um- sókna sem árlega berast um skólavist. Ástæðan er þröngur húsakostur, aðeins tvær skólastofur. Ekki geta því allir nemendur skólans verið samtímis i bóklegri kennslu. Kemur það sér þvi vel að 1/3 hluti námsins er starfsþjálf- un á stofnunum utan skólans. Náms- tíminn er þrjú ár. Ekki karlmanns- sæmandi laun Byrjunarlaun þroskaþjálfa eru sam- kvæmt 11. launaflokki opinberra starfsmanna sem gerir kr. 6.425. Með tímanum eiga þeir möguleika á að vinna sig upp í 3. þrep 12. launaflokks sem gerir 6.934 krónur. Fóstrur og hjúkrunarfræðingar hafa sambærilega menntun að baki.en eru yfirleitt 1—2 launaflokkum ofar. Telja þær stéttir sig síður en svo oflaunaðar. Þroskaþjálfarnir sem blaðið ræddi við töldu þetta óviðunandi laun og lái þeim hver sem vill. Sögðu þeir ástæð- una mikið til liggja í því að þetta væri dæmigerð kvennastétt sem ætti að vinna að hugsjón, samkvæmt köllun. Það þætti því ekki viðeigandi að slíkar starfsstéttir væru að setja sig á háan hest með launakröfur. Launanna vegna þætti karlmönnum, „fyrirvinnu heim- ilanna”, ekki fýsilegt að ganga náms- braut þroskaþjálfa. Þar af leiðandi væru ekki nema 9 karlar af um 150 þroskaþjálfum hér á landi. Þroskaþjálfi sem hefur stúdentspróf að grunnmenntun og tekur að sér kennslu fær nákvæmlega enga umbun fyrir þroskaþjálfanámið. Stúdent og þroskaþjálfi eru sem sé með sömu laun við kennslu. Bentu þroskaþjálfarnir á í þessu sambandi að það hæði þeim í launabaráttunni að námið væri ekki á háskólastigi. Vanþekking ráðamanna Þroskaþjálfarnir sem blaðið ræddi við sögðust oft á tíðum reka sig á að stétt þeirra væri lítið þekkt meðal ráða- manna i samfélaginu. Nefndu þeir sem dæmi að oft á tíðum væri ráðið ófag- lært fólk, fóstrur eða kennarar, í stöður sem eðlilegast væri verkefnis- ins vegna að þroskaþjálfi skipaði. Til að mynda hafði enginn þroskaþjálfi verið ráðinn við nýstofnsetta ráðgjafar- stöð fyrir þroskahefta á Akureyri. Þá hefði fyrir skömmu verið auglýst eftir starfsmanni til að hafa umsjón með þroskaheftu barni á dagvist á Akureyri. Óskað var eftir fóstru þó eðlilegra hefði verið að óska eftir þroskaþjálfa. Slíkt væri ekki nýtt því þroskaþjálfar væru yfirleitt ekki meðal starfsmanna dagvista, þótt þar væru vistuð þroska- heft börn. Fleiri dæmi nefndu þroska- þjálfarnir því til sönnunar að þroska- þjálfar væru sniðgengnir í þjónustu samftlagsins við þroskahefta, ekki af • Fráskreiðtil Nígeríu Fyrsta korn í dag er tekið úr íslendingi traustataki „Skreið til Nígeríu” var stór fyrirsögn í einu sunnanblað- anna fyrir4árum. Þá hnykkti mörgum við. Og enn nokkru síðar kom önnur fyrirsögn og ekki minni: „Skreið aftur til Nígeríu”. Þótti þá ýmsum nóg komið en fengu skýringu nokkrusíðar: „Skreið fyrir 15 milljónir til Nígeríu”. Þótti mörgum þetta ekki há upp- hæð fyrir að skríða alla þessa leið en menntaskólakennari einn á Akureyri fann þá upp nýja beygingu á orðinu skreið: Skreið, um skreið, frá skreið, til Nígeríu. • Minnimáttar- kennd Akureyringa Húsvíkingar hafa lítið sem ekkert hirt um að svara áróðri í þeirra garð sem birtist í síð- ustu norðan-opnu. Einn hafði þó samband við ritstjórn bíaðsins á Akureyri. Sagði hann að svona ,,gaul” væri ögn líkt Akureyringum sem þjáðust af stöðugri minni- máttarkennd gagnvart Hús- víkingum. Sagði hann Akur- Snjó- korn eyri almennt ganga undir nafninu „Gaulverjabæf*’ á Húsavík. • Afeldi Það virðast fleiri vera með minnimáttarkennd út i Þing- eyinga en Akureyringar. Mátti marka það á dögunum þegar gosfréttir úr Mývatns- sveit höfðu lagt undir sig fréttir ríkisfjölmiðlanna. Þá sáu Reykvíkingar sér ekki annað fært en kveikja í verk- stæðishúsi einu í miðbænum svo úr varð mikill eldur. Þetta kunnu fréttamenn vel að meta og margir komu til að sjá eldinn. Að sjálfsögðu þustu að áhorfendur að jarðeldun- um syðra og voru þeir all- aðgangsharðir. Varð að halda þeim frá eldinum með köðlum, að sögn fréttamanns útvarpsins. • Albertréttir Útvegs. bankann af Eins og alþjóð veit, er Albert Guðmundsson tekinn við stjórnarformennsku i Út- vegsbankanum. Gerir hann nú hvert stórátakið af öðru til að rétta við stöðu bankans, sennilega til þess að bankinn geti lánað okkur fé á sanngjörnum vöxtum til langs .tíma. Það nýjasta, sem við heyrum í þessu sambandi á rætur að rekja til Akureyrar. Þar á bankinn hús eitt mikið við Hafnarstræti. Nýtir bankinn ekki nema hluta af neðstu hæðinni en bæjarfó- geti notar stærstan hluta af hinum hæðunum þrem. Nú mun húseignin vera til sölu, að jarðhæðinni undan- skilinni. Er reiknað með að rikissjóður fái forkaupsrétt þar sem hann er leigutaki fyrir bæjarskrifstofurnar. Ekki er vitað hvort úr kaupum getur orðið en ráðgert hafði verið að ríkissjóður byggði veglegt skrifstofu- og verslunarhús við Ráðhústorg í samvinnu við verkalýðsfélögin á Akureyri og fleiri aðila. • Einn hafði kattarvit og annarvar mikill um sig Það er best að slá botninn í snjókornin að þessu sinni með tveim bráðsmellnum sögum sem Gísli Jónsson mennta- skólakennari lét fjúka við hringborðið á „Teríunni” ekki alls fyrir löngu. Sú fyrri var af Brynjólfi Sveinssyni, fyrrum yfirkenn- ara við Menntaskólann á Akureyri. Menntskælingar ætluðu eitt sinn að koma honum úr jafnvægi með því að gauka að honum kettlingi, Brynjólfi að óvörum. En Brynjólfur lét sér hvergi bregða. Hann strauk kettlingnum blíðlega og sagði: „Þú yrðir örugglega hæstur í þessum bekk, mættir þú mæla.” Hin sagan er þekktari og er af Haraldi Á. Sigurðssyni sem kunnastur er fyrir revíuaf- skipti sín fyrr á árum. Haraldur var eitt sinn í strætisvagni sem var þétt- skipaður fólki, þannig að margir stóðu. Haraldur er þekktur fyrir að vera mikill um sig, bæði á lang- og þver- veginn. Hann sagði við litinn gutta sem sat við hlið hans Stattu nú upp, litli minn, og bjóddu einhverjum fullorðnum sæti. „Stattu upp sjálfur svo allir geti sest,” svaraði strákur og haggaðist hvergi. • Hóteleða heimavist Ekki hefur bæst við hótel- rými á Akureyri svo heitið geti siðan Hótel KEA var tekið í notkun, sem var glæsi- legt hótel þess tíma. Á und- anförnum árum hafa verið uppi ráðagerðir um að stækka hótelið en þær hugmyndir hafa ekki komist lengra en á teikniborðið. Nýlega eru hafnar fram- kvæmdir við byggingu veglegs verkmenntaskóla á Akureyri sem þjóna á öllu Norðurlandi. í framhaldi-af því er ætlað að byggja hcima- vist sem jafnframt þjónaði öðrum skólum í bænum. 1 framhaldi af þessu hafa fæðst hugmyndir um að KEA tæki á einhvern hátt þátt í heima- vistarbyggipgunni með það fyrir augum, að nota hana til hótelrekstrar yfir sumarið. Jafnframt er ekki fjarlægt að KEA sjái um rekstur og mötuneyti heimavistarinnar á vetrum. neinni illgirni eða meinfýsi, heldur vegna þess hvað starfið væri lítið þekkt. Það yrði þó ekki gengið fram hjá þörf þroskaheftra fyrir þroska- þjálfa. Breyttar aðstæður Það kom fram í samtalinu að mikil breyting hefur orðið í meðferð þroska- heftra á undanförnum árum. 1 beinu framhaldi af því hefðu störf þeirra sem að meðferð þeirra vinna breyst úr gæslu og hjúkrun yfir í þjálfun. Nú væri reynt að aðlaga þroskahefta og umhverFi þeirra hvort öðru, í stað þess að vernda umhverfið fyrir þroska- heftum eins og áður var gert. Mark- miðið með þjálfuninni væri að gera þessu fatlaða fólki kleift að lifa sem sjálfstæðustu lífi. Það væri verið að hjálpa því til sjálfsbjargar. Þessi breyting hefði haft í för með sér aukið álag á starfsmennina en starfsaðstaðan hefði ekki breyst í sam- ræmi við það. Væri því til að mynda mikill skortur á góðum hjálpartækjum. Þrátt fyrir breytingar til batnaðar í skilyrðum starfsfólks og vistmanna á heimilum fyrir þroskahefta töldu þroskaþjálfarnir langt í land. Enn örl- aði á þeim sjónarmiðum í samfélaginu sem teldu að Sólborg og aðrar slíkar stofnanir væru til að vernda samfélagið fyrir þroskaheftum. „Því þurfum við að horfa upp á þessa aumingja?” heyrðist enn sagt þegar farið væri með þroskahefta á almenna þjónustustaði. Fólk væri hrætt við það óþekkta og það skapaði því óöryggi að umgangast þroskahefta. Þó tóku þroskaþjálfarnir það fram að viðhorfin væru jákvæðari á Akureyri heldur en t.d. í Reykjavík. Ekki síður karlmannastarf Karlmenn eru í algerum minnihluta meðal starfsmanna við þjálfun þroska- heftra eins og algengt er um störf á uppeldissviði. Þroskaþjálfarnir sem blaðið ræddi við töldu æskilegt að fá fleiri karlmenn til starfa, ekki síst vegna þeirra sem þjálfunarinnar nytu. En þarna strandaði aftur á launa- málum og einnig gömlum kreddum. „Strákarnir halda sjálfsagt að þetta sé ekki annað en föndur og dútl,” sagði einn þroskaþjálfinn og bætti þvi við að þetta væri mesti misskilningur því starfið væri bæði andlega og líkam- lega erfitt.en líka ánægjulegt og gef- andi. Lokaorð þroskaþjálfanna voru þessi: Það þarf að bæta laun, starfsað- stöðu og skilning á störfum þroska- þjálfa. Það þarf að samræma störf þeirra sem menntun hafa til að þjóna þroskaheftum. þannig að allir haldi sama takti að sameiginlegu markmiði, hvort sem þeir heita sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, kennarareða þroskaþjálfar. Það er lágmarkskrafa þeirra.sem unnið er fyrir. -GS/Akureyri. ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.