Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 26
26 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæcs ' Tvœr konur sem sátu á svölum Jjölbýlishússins sáu til morðingjans á Jlóttanum og önnur þeirra bar kennsl á hann. Á innfelldu myndinni má sjá stofuna þarsem morðin voru framin. ll i ’ 1 | lllt “ i ^ M, 8 lt 1 tL § •^Pjf pr * Np: í ' ‘%Jk MF*** £ *■ *? x ■■ - 'piWKJp'; :1S mWffMÉ/bH * v ) wf~ * '* ( 13 lí V ■ 1 Eftirað hafa kálað Klóka og Töframanninum varslíkurasi á morðingjanum að hann missti afsérannan skóinn ístiganum. Með skóinn sem einu vísbendingu hóflögreglan leitina að Öskubusku. Tveir menn sátu og slöppuðu af að loknu dagsverki í ibúð i fjölbýlishúsi í Pittsburgh í janúar 1980. Fjölbýlishúsið var í hverfi blakkra. Skyndiiega var drepið á dyr. Ted Ford, kallaður Teddi töframaður, stóð upp og gekk til dyra. Hann opnaði dyrnar og bauð mönnunum, sem stóðu í ganginum að ganga i bæinn. Teddi var sjálfur gestkomandi i íbúðinni og taldi víst að mennirnir ætluðu að heimsækja frænda sinn, Gary Morgan, sem bjó þar. Þegar hann hafði hleypt mönnunum inn í forstofuna gekk Ted inn í stofuna og mennirnir á eftir honum. Þegar Gary, sem gekk undir gælunafninu Klóki, leit á mennina kannaðist hann strax við annan þeirra, unglingspilt að nafni Glenn Clements, en hinn mann- inn, sem var heldur eldri að árum, hafði hann aldrei áður augum litið. Vart hafði hann barið mennina augum er ósköpin dundu yfir. Ókunni maðurinn dró upp skammbyssu og beindi henni að Gary og skipaði honum að hreyfa sig ekki og spurði síðan hvort fleiri væru í íbúðinni. Clements virtist vera undrandi og hreint ekki átta sig á því hvað eiginlega væri á seyði. Greini- legt var að hann var ekki í vitorði með ókunna manninum. Maðurinn rak nú Gary og Clements á undan sér inn í stofuna þar sem Ford sat. Hann skipaði þremenningunum að leggjast á grúfu á gólfið. Þeir hlýddu því en þó ekki möglunarlaust. Ted var ofsareiður og lét skammirnar dynja á hinum óboðna gesti og hótaði honum öllu illu. Ekki virtust hótanirnar hrella byssumanninn því viðbrögð hans voru að berja Ted í höfuðið með byssunni. Siðan sneri gesturinn sér að því að binda mennina. Fyrst batt hann Ted sem var farinn að jafna sig eftir höggið, með rafmagnssnúru og síðan Gary á sama hátt. Eftir að hafa bundið þá tryggilega sneri maðurinn sér að því að leita í vösum þeirra. Á meðan að innrásarmaðurinn leit- aði í vösum Garys tókst Ted á einhvern hátt að losa af sér snúruna sem batt hendur hans og kastaði sér á árásar- manninn. Þegar Gary áttaði sig á því hvað var að gerast reyndi hann hversu traustlega hann væri bundinn og tókst að rífa sig lausan. Reyndi hann síðan að veita frænda sínum liðsinni eftir bestu getu en snúran um fætur hans gerði honum erfitt um vik. Mennirnir þrir veltust frant og aftur um gólfið í átökunum og allt sem á vegi þeirra varð, borð, stólar og lampar, steyptist um koll og mölbrotnaði. Eftir því sem Gary best gat munað stóð Clements, sem árásarmaðurinn hafði ekki bundið, upp við einn vegginn, að því er virtist skelfingu lostinn og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Þar kom að Ted tókst að slá byssuna úr hendi gestsins og hrökk hún frá þre- menningunum út á mitt gólfið. Árásar- maður varð fyrstur til þess að komast á fætur en Gary og Ted áttu í erfiðleikum með að standa upp því fætur þeirra voru enn bundnir. Maðurinn þreif upp byssuna og hóf skothrið að mönnunum í herberginu. Fyrsta kúlan lenti í öðrum fæti Teds, sú næsta hæfði hann í brjóstið en þriðja kúlan fann sér skot- mark mitt milli augna Clements. Ted lést samstundis en Clements ekki fyrr en tveimur stundum síðar. Engin kúlnanna hæfði(Gary. Nú virtist sem byssumanninum fyndist nóg að gert og hann tók á rás út úr íbúðinni. Hann bókstaflega flaug niður stigana þær þrjár hæðir sem þurfti niður á jarðhæð og svo í einum spretti að bifreið sem stóð þar við gang- stéttina og brunaði á braut. Svo mikill var asinn á honum að annar skórinn varðeftir í stiganum. Gary flýtti sér einnig út úr íbúðinni og niður á næstu hæð þar sem Ted bjó. Hann sagði eiginkonu Teds hvað gerst hefði og hringdi síðan á sjúkrabíl og til lögreglunnar. Þegar lögreglan kom á staðinn fann hún mennina tvo liggjandi á gólfinu eins og þeir höfðu fallið. Clements var þegar komið í sjúkrabif- reið en fyrir Ted var ekkert hægt að gera. Eina vísbendingin um hver hér hefði verið á ferð var skórinn, sem skilinn hafði verið eftir í stiganum. Lögreglan stóð hér í sömu sporum og prinsinn í ævintýrinu með aðeins einn skó. Þvi var ekki nema eðlilegt að lög- reglumennirnir kölluðu morðingjann sin á milli öskubusku. Það átti skórinn sameiginlegt skónum í ævintýrinu að fáir myndu geta haft af honum not en ekki vegna þess hve lítill hann væri heldur hins að hann var óvenjulega stór. Við fyrstu yfirheyrslu sagði Gary lögreglunni að hann hefði aldrei fyrr séð hvorki Clements né morðingjann og að sér væri með öllu óskiljanlegt hverra erinda þeir hefðu komið til hans. Þá gerðist það á meðan lögreglan var enn að kanna verksummerki í íbúð- inni að tveir 17 ára strákar sem höfðu ekkert frétt um atburðina komu í þeim tilgangi að kaupa marijunana. Þegar þeir gerðu sér grein fyrir því hvað gerst hafði og að í íbúðinni voru eingöngu laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.