Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Qupperneq 36
36 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. Litlar hnátur Smcllin og skcmmtilcg mynd scm fjaUar um sumarbúöadvöl ungra stúlkna og keppni milli þeirra um hver vcrði fyrst að missa meydóminn. Leikstjóri: Ronald F. Maxwdl Aðalhlutverk: Tatum O’Nell, Kristy McNichol Sýnd kl. 5,7og9. Bönnuð innan 14 ira. Einvígiskapparnir ( (Duellists) Mynd i sérflokki Endursýnd kl. 3 LAUGARAS Srmi32075 Trukkarog táningar Ný mjög spennandi bandarisk mynd um þrjá unglinga er brjótast út úr fangelsi til þess að ræna pen- ingaflutningabil. AðaJhlutverk: Ralph Meeker, Ida Lupino og I.loyd Nolan. ísl. texti. Sýnd kl. 5 og 7 laugardag. Sýnd kl. 3,5 og 7 sunnudag. Bönnuð innan 12ára. Caligula Þar sem brjálæðið fagnar sigrum nefnir sagan mörg nöfn. Eitt af þeim er Caligula. Endursýnd kl. 9 laugardag og sunnudag. Grikkinn Zorba AÐALLEIKENDURr ANTHONY QUINN Alan Bates - Lila Kedrova og grliVo Uikkonon IfCne Pap8S Stórmyndin Grikkinn Zorba cr i komin aftur, með hinni óviðjafnanlegu tónlist THEODOR-AKIS. Ein vinsælasta mynd sem sýnd hefur verið hér á landi og nú í splunkunýju eintaki. Aöalhlutverk: Anthony Quinn, Alan Bates og Irene Papas Sýnd kl. 5 og 9. Hættuspil Ný mjög fjörug og skemmtileg gamanmynd um niskan veðmang- ara sem tekur 6 ára telpu í veö fyrir $6. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Julie Andrewsog Tony Curtis. I>eikstjóri: Walter Bernstein. Sýnd kl. 5 laugardag og kl. 3,5 og 9 sunnudag. Sama verð á öllum sýningum. Bannhelgin Íslenzkur textl. Æsispennandi og viðburöarlk ný amerísk hryllingsmynd i litum. Leikstjóri: Alfredo Zacharias. Aðalhlutverk: Samantha Eggar, Start Whitman, Roy Cameron Jenson. Sýnd kl. 5,9,10 og 11. Bönnuð börnum. All That Jazz tslenzkur texti Heimsfræg, ný, amerisk verðlaunamynd í litum. Kvik- myndin fékk 4 óskarsverölaun 1980. Eitt af listaverkum Bob Fosse (Kabaret, Lenny). Aðalhlutverk: Roy Schneider, Jessica Lange, Ann Reinking, Leland Palme Sýnd kl. 7. Hækkað verð. barnasVninc kl. 3 sunnudag Hrakförin Spennandi ævintýrakvikmynd með ísl. texta. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR JÓI ikvöldkl. 20.30. Uppselt. UNDIR ÁLMINUM 10. sýning sunnudag kl. 20.30. Bleik kortgilda. 11. sýning fimmtudag kl. 20.30. OFVITIIMN þriöjuddag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. ROMMÍ miðvikudag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Miðasala I Iðnó kl. 14-20.30 sími 16620 REVIAN SKORNIR SKAMMTAR MIDNÆTURSÝNING I AUSTURBÆJARBiÓI LAUGARDAG KL. 23.30 Miðasala í Austurbæjarbíói kl. 16—21. Sími 11384 OMMl iLi eftir Andrés Indriðason. Gamanleikur fyrir alla fjöl- skylduna. 7. sýning í kvöld kl. 20.30. 8. sýning sunnudag 29. nóv. kl. 15.00. Uppselt. ATH. Miðapantanir á hvaða tíma sólarhrings sem er. Sími 41985. Aðgöngumiðasala opin þriðjud.- föstud. kl. 17—20.30, laugardaga kl. I4— 20.30, sunnudaga kl. 13— 15. Gullfalieg stórmynd i litum. Hrikaleg örlagasaga um þekktasta útlaga Islandssögunnar, ástir og ættabönd, hefndir og hetjulund. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9. Vopn og verk tala ríku máli í ..Útlaganum”. (Sæbjöm Valdlmarsson, Mbl.) „Útlaginn er kvikmynd sem höfð- ar til fjöldans. (Sólveig K. Jónsdóttir, Vlsir) Jafnfætis því bezta i vestrænum myndum. (Ámi Þórarinss., Helgarpósti). Það er spenna í þessari mynd. (Ámi Bergmann, Þjóðviljinn). „Útlaginn” er meiri háttar kvik- mynd. (Örn Þórisson, Daghlaðið). Svona á að kvikmynda íslendinga- sögur. (J.B.H. Alþýðublaðið). Já, þaðer hægt. (Elías S. Jónsson, Tíminn). Superman II í fyrstu myndinni um Superman kynntumst viö yfirnáttúrlegum kröftum Supermans. Í Superman II er atburðarásin enn hraðari og Superman veröur að taka á öllum sinum kröftum I baráttu sinni við óvinina. Myndin er sýnd i Dolby Stereo. Leikstjóri: Richard Lester. Áðalhlutverk: Christopher Reeve, Margot Kidder og Gene Hackman. Sýnd kl. 5 og 9 í dag og sunnudag. Enginn áhætta, enginn gróöi Walt-Disney gamanmynd. Sýnd kl. 2,50 sunnudag. ^ÞJÓÐLEIKHUSIfl HÓTEL PARADÍS í kvöld kl. 20, þriöjudag (1. des.) kl. 20. Tvær sýningar eftir. DANSÁ RÓSUM sunnudag kl. 20. Lilla sviðið: ÁSTARSAGA ALDARINNAR sunnudag kl. 20.30. Næstsíðasla sinn. Miðasala 13.15—20. Sími 1-1200. NEMENDA- LEIKHÚSIÐ LINDARBÆ Jóhanna frá örk Sjnlng sunnudag kl. 20.30. Síðustu sýningar. Miðasala opin frá kl. 5 sýningar- daga. Sími 21971. örninn er sestur Stórmynd eftir sögu Jack Higgins, sem nú er lesin i útvarp, með Michael Calne, Donald Sutherland og Robert Duval. íslenzkur texti Sýnd kl. 3, 5,20, 9 og 11.15. Til f tuskið Skemmtileg og djörf, mynd, um lif vændiskonu, meö Lynn Red- grave. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16ára. Sýnd kl. 3,05, 5,05, 7,05, 9,05 og 11,05. ----------satur ............... 26 dagar í líf i Dostoevskys Rússnesk litmynd um örlagaríka daga i lifi mesta skáldjöfurs Rússa. ísl. texti. Sýnd kl. 9.10 og 11.10. Fávitinn Rússnesk stórmynd í litum eftir sögu Dostoevskýs. Sýnd kl. 3.10 og 5.30. íslenskur texti. --------Mlur |3----------- Flökkustelpan Hörkuspennandi litmynd með David Carradine. íslenzkur texti. Bönnuð börnum Sýnd kl. 3,15,5,15, 7,15, 9,15 og 11,15 TÓNABÍÓ Simi 31182 Midnight Cowboy Midnight Cowboy hlaut á sínum tima eftirfarandi óskarsverðlaun: Bezta kvikmynd. Bezti leikstjóri, (John Schlesinger). Bezta handrit. Nú höfum við fengið nýtt eintak af þessari frábæru kvikmynd. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman og Jon Voight. Leikstjóri: John Schlesinger. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. Bönnuð börnum innan 16ára. Alþýðu- leikhúsið Hafnarbíói Elskaðu mig í kvöid kl. 20.30. Uppselt. Stjórnleysingi ferst af slysförum Ath. síðasta aukasýning í kvöld kl. 23.30. Sterkari en Superman sunudag kl . 15.00, mánudag kl. 20.30. Illur fengur 4. sýn. sunnudag kl. 20.30. Miðasala opin alla daga frá kl. 14.00, sunnudaga frá kl. 13.00. Sala afslátlarkorta daglega. Sími 16444. Kvikmyndir hvað, hvað Útlaginn Gísli Súrsson berst fyrir lífi sínu á tjaldi Austurbæjarbíós. Myndin Útlaginn er forkunnar vel gerð og tekst ágætlega að endurskapa anda Gísla sögu. Arnar Jónsson fer á kostum i hlutverki Gísla og aðfarir hans þegar hann bregður sér í hlut- verk Ingjaldsfíflsins eru með því spaugilegra sem sést hefur í íslenskri kvikmynd. Flest önnur atriði Útlagans eru alvöruþrungin og spennandi og engum ætti að leiðast á meðan á sýningu myndarinnar stendur . . . Tvö bió borgarinnar endursýna nú myndir sem ekki eru af verri endanum. Nýja Bíó hefur fengið nýtt eintak af Grikkjanum Zorba og án efa eru margir sem vilja endurnýja kynnin við þennan gamla lífsspeking, drykkjurút og fjörkálf. Tónabíó sýnir hins vegar Midnight Cowboy, mynd um stórborgarlífið sem gerði leikstjórann John Schlesinger og leikarana Jon Voight og Dustin Hoffman heimsfræga . . . Stjörnubíó sýnir hryllingsmynd sem einkum fjallar um hönd nokkra er ein og sér fer á fiakk og hrellir fólk á ýmsan hátt. Enn einn angi bandarís ku hryllingsmyndabylgjunn- ar kominn hingað til lands. . . Hóskólabíó hefur á boðstólum ósköp hugljúfa unglingamynd, Litlar' hnálur, um ríku stelpuna og fátæku stelpuna sem hittast í sumarbúðum og verða litlar vinkonur, a.m.k. framan af sumri ... Nú geta þeir sem fylgst hafa með miðdegissögunni í útvarpinu af áhuga séð örninn setjast í Regnboganum. Það eru engir aukvisar sem fara með aðalhlutverkið í Örninn er sestur heldur leikarar á borð við Donald Sutherland og Michael Caine . . . ofthe iLgjmfr pímíZ. Ævintýri á tjaldið og aura í kassann Sumar kvikmyndir skila óhemju gróða, um aðrar má segja að varla hafi svarað kostnaði að framleiða þær, svo ekki sé minnst á hinar sem draga skuldahalann á eftir sér. Að vonum velta menn þvi fyrir sér hver uppskriftin að stórgróðamynd muni vera og sumir þykjast hafa komist nærri réttri niðurstöðu. í Bandarikj- unum, mesta kvikmyndaframleiðslu- landi heims, eru menn fyrir löngu búnir að sjá að börn og unglingar eru langáhugasömustu bíógestirnir, — og þetta gildir tvímælalaust um önnur lönd. Þannig er sem sagt búið að finna gullnámuna. Þá er aðeins eftir að komast að því hvers konar myndir ganga best í krakkana. Hvernig myndir eru ætlaðar unglingum? Kvikmyndir sem ætlaðar eru börnum og unglingum eru yfirleitt ævintýramyndir með fjarskalega ósennilegri atburðarás, barsmíðum og látum. Dæmi um slíkar myndir sem hlotið hafa gífur- legar vinsældir eru „Star Wars” eftir George Lucas og „Jaws” eftir Steven Spielberg. Báðar þessar myndir hafa fengið betri aðsókn en flestar aðrar kvikmyndir síðasta áratugar og ekki vantar að söguþráður þeirra sé ævin- týralegur, önnur gerist úti í geimnum einhvern tímann í framtíðinni en hin segir frá mannætuhákarli sem er búr- hvalur í aðra ættina eftir stærðinni aðdæma. í Bandaríkjunum skiptir ekki iitlu máli hvenær kvikmynd er frumsýnd. Langbesti frumsýningarmánuðurinn þar er júní, einmitt þá eru skóla- nemar í fríi. Það er hægt að hafa ofan af fyrir krökkunum með ýmsu móti, þau leika sér auðvitað í al- menningsgörðunum, horfa á sjón- varpið þar til augun í þeim eru orðin ferköntuð en þegar slikar skemmt- anir þrýturer bíóið besta lausnin. Margir kvikmyndaframleiðendur og leikstjórar eru orðnir útlærðir i lögmálum markaðsins en eitt nýjasta og jafnframt besta dæmið um kvik- mynd sem uppfyllti öll skilyrði til að hljóta metaðsókn er „Raiders of the lost Ark”. Gerð myndarinnar stjórn- uðu þeir Steven Spielberg og George Lucas í sameiningu og ekki skortir ýktan söguþráð í handritið. Aðal- hetja myndarinnar er Indiana Jones, sambland af James Bond og forn- leifafræðingi. í sem fæstum orðum má segja að „Raiders of the lost Ark” sé gamal- dags ævintýramynd með söguþræði líkum þeim sem gerist í venjulegri teiknimyndasögu en skreytt með flestum tæknibrellum sem kvik- myndagerðarmenn nútímans hafa yfir að ráða. Það er líka skemmst frá því að segja að þegar kvikmyndin kom á markaðinn siðastliðið sumar (í júní að sjálfsögðu) streymdu gest- irnir í bíóin og fyrstu fimm sýningar- vikurnar rakaði myndin inn um 19 milljónum dala. Gamla uppskriftin sem rekja má allt aftur til fjórða áratugar aldar- innar, ef ekki lengra, hefur enn einu sinni sannað ágæti sitt. Ævintýra- mynd með skúrkum og hetjum, spennu og átökum, ótrúlegum at- burðum og framandi umhverfi er auðseljanlegri en heitar lummur. Engin þörf er á að reyna eitthvað nýtt, það má bara hressa upp á gömlu rulluna með nokkrum tækni- brögðum. „The Raiders of the lost Ark” hefur einungis verið tekin hér sem dæmi um þá tegund kvikmynda sem vinsælastar verða. Ótal aðrar kvik- myndir af svipuðum toga hefði mátt nefna, eins einlitur og bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn virðist vera orðinn. Það allra besta við kvikmyndir á borð við „The Raiders of the lost Ark”, ,, Jaws” og ,,Slar Wars” er að endalaust er hægt að prjóna aftan við. Fornleifafræðingurinn getur barist um fleira en örkina sem týndist á dögum Nóa, hákarlinn er enn með opið gin og enn má hefja nýtt stjörnustríð. Þessar myndir lúta sömu lögmálum og teiknimyndasög- ur sem alltaf er hægt að bæta við. Bandarískir kvikmyndaframleið- endur virðast ekki telja það pening- anna virði að gera bitastæðari myndir sem ætla má börnum og unglingum. -SKJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.