Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Carrington matreiðslumcistari hefur starfað á „Sweetings” sfðan árið 1920. Háde£* | London Fjölmargir íslendingar hafa á siðustu árum skroppið til London. Nú fara margir í helgar- og vikuferðir en flestallar íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp á slíkar ferðir. Það er ávallt .gaman a heimsækja nágtanna okkar Englendinga og London hefur sinn sér- staka sjarma. Velflestir þeir íslendingar sem heimsækja London fara til þess að versla, í leikhús og til að skemmta sér á annan hátt. Eins og áður hefur komið fram eru margir ljómandi veitingastaðir í London. Því er oft haldið fram, að Englendingar kunni ekki að búa til góðan mat. Ekki er þetta nú alveg rétt, þó ekki jafnist þeir á við Frakka, ítali eða Kínverja, en ekta enskur matur getur verið ljómandi. En hvar er hægt að fá enskan mat i London? Það er nú það — svo virðist sem flestir veitinga- staðir borgarinnar séu kínverskir eða ítalskir. Auðvitað er hægt að fá snarl í hádeginu á kránum en það er önnur saga. Sælkerasíðan á sér uppáhalds- matsölustað 1 London, þar sem hægt er að fá góðan enskan mat, já, alveg ekta. Þessi veitingastaður heitir Sweetings og er við Queen Victoria Street nr. 39, rétt hjá kirkju heilags Páls. Hvað er nú svo merkilegt við þennan veitingastað? Jú, í fyrsta lagi er maturinn góður og í öðru lagi hefur þessi veitingastaður sérstakt andrúms- loft eða „stíl”. sem er eins enskur og hægt er. Gestirnir eru flestir skrif- stofufólk úr nágrenninu; einnig er þessi veitingastaður í miklu uppáhaldi hjá blaðamönnum. Það er sjaldan sem maður rekst á erlenda ferðamenn á Sweetings. Þessi ágæti staður er að visu aðeins opinn í hádeginu. Það er því upplagt að hvíla sig á verslunarrápinu og bregða sér 1 leigubíl og fá sér snarl á þessum ágæta stað. Matseðillinn er ekki margbrotinn. Á honum eru margir fiskréttir og nokkrir Ijómandi kjötréttir. Á þessum tima árs er upplagt að fá sér 6 eða 12 ostrur, allavega fyrir þau ykkar, sem eruð fyrir þennan ljúffenga mat. Með þeim er upplagt að drekka Black Velvet sem er kampavín og Gyinness-bjór blandað til helminga. Þetta er hinn ljúffengasti mjöður. Nú, í eftirrétt má svo snæða Stilton-ost og drekka með honum glas af góðu port- víni. Það er vissara að koma tímanlega, eða helst ekki seinna en kl. 12.30, því staðurinn er vinsæll. Maturinn er alls ekki dýr. Starfsfólkið er flest komið til ára sinna og flest hefur það starfað þarna í 20—60 ár, t.d. hefur yfirmatsveinninn, Carlington, verið starfsmaður Sweetings frá árinu 1920. Starfsfólkið spjallar glaðlega við gestina og umgengst þá eins og allir séu fastagestir. en þeir eru býsna margir. Það er bæði hægt að sitja við borð eða skenk. Skemmtilegast er að sitja við skenkinn því þá er auðvelt að spjalla við starfs- fólkið. Ef gesturinn er ekki viss um hvað hann eigi að fá sér af réttum mat- seðilsins.þá aðstoðar starfsfólkið mjög gjarnan og festir fá að smakka eða skoða hina ýmsu rétti. Sælkerasiðan skorar á alla þá sem þafa hugsað sér að skreppa til London að heimsækja þennan skemmtilega enska veitingastað sem á ekki neinn sinn líka. Ef ykkur langar til að fá með ykkur heim uppskriftir að réttum hússins.er sjálf- sagt að biðja um það. Ekki sakar að geta þess að þetta er ekki dýr staður og maturinn ætti að falla íslendingum vel í geð. Insalata di Frutti di Mare — ítalskur f iskréttur Þegar talað er um ítalskan mat dettur flestum sennilega í hug speghetti eða pizza. Þetta eru vitaskuld frægar matartegundir en ítalir snæða ekki bara pizzur og pastarétti, öðru nær. ítalskur matur er mjög fjölbreyttur eða ítalir miklir matargerðarmenn, og er ítalska eldhúsið eldra en það franska og í fleslum löndum heims má finna ítalska matsölustaði. ítalir borða mikið af fiski, t.d. seljum við íslendingar fisk til Ítalíu. Hér kemur uppskrift að ítölskum fiskrétti sent auðvelt er að matbúa, óhætt er að segja að þessi réttur er nokkurs konar fiskisalat. í honum á að vera: 400 gr ki æklingur (úr dós) 600grlúða 200 gr rækjur salt/pipar 1 rif hvitlaukur 2 tesk. franskt sinnep safi úr einni stórri sítrónu 1 matsk. söxuð sleinselja ólífuolía Byrjið á því að skera lúðuna í bita, sem eru álíka stórir og tveir Italir eru mikið fyrír sjávarrétti. ÍULL BÖÐ 0 tíÝJUM VÖRUltf;/ Ýmsar skemmtilegar og þægilegar vörur fyrir heimilisketti og hunda: Kattatoilet í miklu úrvali #Töskur Burstar • ólar • Sjampó Leikföng • Vítamín — færir dýrunum vellíöan og hraustlegt útlit • Og margt fleira— m.a. efni til að bægja köttum frá húsgögnum. GULl BÚ£>IN sykurmolar. Lúðan er því næst soðin og látin kólna. Blandið svo saman sítrónusafanum og ólífuolíunni. Það á að vera helmingi meiri olía en sítrónusafi. Bætið við í þessa blöndu seinseljunni og hvítlauknum, sem áður hefur verið pressaður. Sinnepið er þá hrært saman við og svo kryddað með salti og pipar úr kvörn eftir smekk. Hrærið þessa blöndu vel saman og þá er sósan tilbúin. Því næst eru kræklingurinn, lúðan og rækjurnar sett í skál og blandað saman. Að því búnu er sósunni hellt yfir. Rétturinn er svo látinn standa í ísskápnum í Þessi uppskrift er miðuð við aðalréttur en 8 sem forréttur. Já, það er bæði fljótlegt og auðvelt að útbúa þennan rétt og ekki er hann dýr. Þetta er upplagður partí-matur. Berið fram brauð og smjör með þessum rétti. Upplagt er að drekka pilsner með réttinum eða þá eitthvert af hinum ítölsku hvítvínum, t.d. Soave Bolla. Yfirleitt er fljótlegt að matreiða ítalskan mat. Hann er frekar einfaldur en auðvitað er mikilvægt að hráefnið sé gott. Þið sem eruð að passa línurnar ættuð ekki að vera hrædd við að borða þennan rétt. Þó að í þessum rétti sé olífuolía er hann alls ekki fitandi. ítalir nota ólífuolíu mikið enda er upplagt að nota hana i matargerð. Það er töluvert úrval orðið af matarolíum í verslunum hérlendis, t.d. í verslun SS, Austurveri, og einnig i versluninni í Glæsibæ. Meira verður fjallað um ítalska matargerðarlist hér á Sælkera- síðunni síðar. ttma. Marineraður karfi er Ijómandi góður. Sítrónumarín- eraður karfi Flestir íslendingar hafa sennilega snætt graflax enda hefur sá réttur náð miklum vinsældum hér á landi og er hægt að fá graflax á flestum veitinga- húsum. En lax er dýr matur. Hér kemur skemmtilegur réttur sem er tilvalinn forréttur. Þetta er Umsjón: Sigmar B. Hauksson. Aðalstrætí 4,(Físchersundi) Talsímí:11757 <í?------ HAMRAGRILL Hamraborg 4, Kópavogi, sími 41024. Við bjóðum hamborgara, grillaða kjúklinga, pizzur, djúpsteiktan fisk og að sjálfsögðu franskar kartöflur, hrásal- at og kartöflusalat. Höfum einnig: heitar og kaldar samlokur, ís og shake, öl, sœlgœti og tóbak. Verið ávallt velkomin HAMRAGRILL sítrónumarineraður karfi með pipar- rótarsósu. Þessi karfaréttur er bragðgóður og alls ekki erfitt að útbúa hann. Það sem þarf er: 1 kg karfaflök, 3 sitrónur salt og pipar (hvitur) Þið kaupið sem sagt karfaflök hjá fisksalanum. Hreinsið flökin vel og fjarlægið öll bein. Raðið flökunum i bakka. Pressið safann úr sítrónunum og rífið börk af einni sítrónu niður og blandið saman börk og safa. Kryddið sítrónusafann með salti og hvítum pipar beint úr kvörninni. Sítrónusafanum er svo hellt yfir karfa- flökin. Breiðið svo yfir fatið og stingið því inn í ísskápinn. Látið karfann standa í ísskápnum i 4—6 klst. Og þá er það sósan: 90 gr sýrður rjómi 1 dl þeyttur rjómi sítrónusafi salt hvítur pipar piparrótarduft Blandið saman sýrða rjómanum og þeim þeytta. Bragðbætið með sítrónusafa, salti og hvítum pipar úr kvörn. Þá er það piparrótin. Blandið piparrótarduftinu saman við sósuna, byrjið með eina teskeið. Látið sósuna standa í 1 klst. og bragðið þá á henni. Bætið þá piparrótardufti saman við ef ykkur finnst sósan ekki nógu bragðmikil. í staðinn fyrir piparrótar- duft má nota I msk. af piparrótarsósu frá Kraft. Þegar rétturinn er borinn fram eru karfaflökin skorin í mjög þunnar sneiðar. Með þessum rétti er auðvitað borið fram gott brauð og smjör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.