Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 38
38 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. AÐALFUNDUR SYFR Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Víkingasal, sunnu- daginn 6. desember og hefst kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Tilíaga frá stjórn félagsins um breytingu á félagssköpum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! SMÁ-auglýsingadeild Dagblaðsins & Vísis er í Þverholti 11 og síminn er 27022. OPIÐ: Mánudaga — föstudaga kl. 9—22 Laugardaga kl. 9—14. Sunnudaga kl. 14—22. Auglýsingadeild Dagblaðsins & Vísis er í Síðumúla 8 og síminn er 86611. Þar er tekið á móti öllum stærri auglýsingum frá kl. 9—17.30, mánudaga — föstudaga. Ritstjórn er í Síðumúla 12 og 14 og símar eru 86611 og 27022. I vikulok í vikulok í vikulok NÝTT! r í Kaffivagninum\ K ínve kvöld taugardtS* Tunn^^ vísb KAFFIVAGNINN VIÐ GRANDAGARÐ - SÍMI 15932 I geövonskukastí með galtóma buddu „Maður líttu þér nær”, er gamal- gróin og fleyg setning, er skaut upp í huga mér aftur og aftur, er ég lagði augu og eyru við spekinni, sem flóði af vörum Svavars Gessonar í Frétta spegli sjónvarpsins síðastliðið þriðju- dagskvöld. Þótt það sé nú reyndar alltaf hálf — sposkt og skemmtilegt í öðru að hlusta á Svavar (þið kannist við svipinn og glottið, sem segir: Látið ekki svona, strákar ég hef miklu meira vit á þessu en þið), þá er það aldeilis hreint ótrúlegt hvað maður- inn hefur þröngan og takmarkaðan sjóndeildarhring. Ef minnst er einhvers staðar á orð eins og hagnaður eða ágóði, að maður tali nú ekki um gróða, þá er eins og blessaður maðurinn breytist í mannýgt naut, sem veifað hefur verið með rauðri dulu. Og gildir þar einu hvort gróðinn er raunhæfur, það er hvort klingir í raunverulegum krón- um eða hvort brugðið er á leik með tölur á blaði. Það er nefnilega stundum gert eins og Svavari ætti að vera kunnugt um mörgum öðrum fremur. Og nú var það Seðlabankinn, ym hvað mest fór í taugarnar á Svavari og strákunum hans. Eitt af þvi fleyga, sem hann lét sér um munn fara, var eitthvað á þá leið, að í ,,bar- áttunni við verðbólguna yrðu allir að leggja sitt af mörkum”. Visaði hann þar til tilbúins bókhaldslegs hagnaðar bankans. Einhverjar svipaðar gáfu- setningar flugu, þegar verið var að telja okkur hinum vesalingunum trú um,að við þyrftum bara alls enga kauphækkun. Allir yrðu að fórna sneið af sinni köku, hvort sem þeir ættu hana til eða ekki. En aldeilis ekki blessað ríkið. Þá má spreða og eyða líkt og ríkiskass- inn margnefndi búi yfir þeim ótrú- lega kynngikrafú, að í honum hækki gullið um leið og af er tekið. Sem lik- lega er heldur ekki svo fjarri lagi, því að ef Svavar og co. vantar aur, þá eru þeir fljótir að krækja krumlunum ofan í annarra vasa, minn og allra hinna, sama hvort þar er eitthvað að hafa eða ekki. Það er eins og að berja hausnum við stein að koma blessuð- um drengjunum i skilning um, að maður sé skítblankur, eigi hreinlega ekki bót fyrir rassinn á sér, hvað þá heldur eitthvað aflögu til að halda uppi ríkisapparatinu. Það setur að mér hroll í hvert sinn sem ég þarf að bregða mér í búð að geta ekki látið frá mér eina einustu krónu, án þess að vita að obbinn af henni fari í að halda uppi einhverju stjórnlausu bákni, sem öllum er nálægt koma er alveg sama um hvort gengur vel eða Ula. Það er sama hvort keypt er brók eða bokka, :af hvoru tveggja rennur ótölulegur fjöldi gjalda í ríkiskassann, án þess að nokkuð að gagni skili sér til baka. Óneitanlega rynni nú rauðvínið Ijúfar niður, ef maður þyrfti ekki að hafa þetta á samviskunni. Og samt er ríkið á hausnum og allir hinir líka, við sakleysingjarnir með galtómar buddur og ekki síður at- vinnurekendurnir, sem horfa á eftir hýrunni í kassann jafnt og aðrir. En við hverju er svo sem að búast af Svavari og strákunum hans? Á meðan hann sat i djúpum hæginda- stól i ráðuneyti viðskipta, kom hatln eitt sinn sem oftar á skjáinn. Þar yppti hann öxlum frammi fyrir al- þjóð og sagði: Hvaða máli skiptir, hvort fyrirtækin fara á hausinn (reyndar var verið að tala um aðal- krimmana, kaupmenn, í það skiptið). Það eru alltaf nógir til að taka við og ef ekki, þá endum við bara með eitt allsherjar og ágætis kaupfélag. Hvílíkur mórall! Og nú hefur sviðið enn verið fært út. Að þessu sinni var það saklaus almúginn, sem sauma þurfti að. Þrjú prósent og kvart feangum við i kaup- hækkun, reyndar með þeim fyrir- vara, að tveimur prósentum ættum við að gjöra svo vel og skila aftur fyrsta mars. Á sama tíma koma aðrir strákar og segja okkur, að kaupið hafi skroppið saman um sex lil tuttugu prósent á síðasta samnings- tímabili. Ekki það, að við þyrftum að láta segja okkur svo augljósan hlut. Það er nefnilega svo einfalt málið, sem aurarnir tala. Annað hvort eru þeir til eða ekki, og oftar ekki. Allir eru löngu hættir að fylgjast með hversu hratt þeir hverfa út í bláinn. En til hvers er ég nú að misþyrma ritvélinni og ykkur með þessu rausi? Öllu gáfulegra væri líklega að stein- halda sér saman og leggja þegjandi blessun sína yfir allt saman. Og sennilega er óttaleg skömm að því að vera að veitast að Svavari, sem líkast til er besta skinn inni við beinið. Það er löngu orðið ljóst, að litlu virðist gilda hver vermir ráðherrastólana blessaða og reynir að stjórna þessu guðsvolaða landi (Æ, fyrirgefið orð- bragðið um ættjörðina) og ennþá síður virðist taka þvi að senda þeim tóninn, er það gera. Eina ráðið væri sennilega að leysa niðrum þá alla með tölu og senda brókarlausa niður á Torg. Þá kæmist kannski til skila frá ísköldum bústnum bossunum upp í það, sem á milli eyrnanna er á flestum (heilann), hvar byrja ætti baráttuna. Alla vega ekki í galtómri buddunni hjá mér. Jóhanna Birgisdóttir, blm. Úr söhim sjónvarpsins „Við verðum því miður að hætta, tímans vegna”, eru orð i tima töluð á tæknivæddri öld. Þau eru jafnan að heyra á síðkvöldum, þegar einn og einn situr fyrir framan sjónvarps- tækið sitt og ljær röddum þingmanna eyru sín, þegar þeir þreifa á kýlum efnahagslifsins í þáttum, sem bera nöfnin Fréttaspegill, Frétta- ljós eða Þingtíðindi og stundum jafnvel Kastljós og svo má lengi telja. En það virðist ekki skipta miklu máli hver nafngift þessara þátta er, ætíð setur tíminn strik í reikninginn þegar efnahagsmál ber á góma alþingismanna í slíkum þáttum, sem þessum. Fólk er raunar orðið samdauna þessu tímaleysi og er sennilega fyrir löngu síðan búið að gera upp hug sinn, að efnahagsmálin verða ekki leyst í þessum þáttum, hvaða stjórnandi eða þingmaður, sem hlut á að máli hverju sinni. Það er líka staðreynd, að mikil fólksekla er farin að hrjá stofur landsins þegar þessum þáttum sjónvarpsins er varpað á öldum Ijós- vakans. Einstaka þjóðmálaspekúlantar virðast þó enn reyna á þolinmæði sína með setu sinni fyrir framan þetta tímaleysi sjónvarpsins fyrir þjóðmálaumræður, en það er þó örugglega fremur vegna þess, að þeir hinir sömu eru vitandi það að viðunandi vestri birtist fyrr en varir á þessum eina og sama skjá heimilisins. Mergurinn málsins i þessu tíma- leysi, er ef út í það er farið, sá, að fjárhagur ríkisfjölmiðlanna er að sjálfsögðu afar bágborinn og því er talið nauðsynlegt að skera niður allt sjónvarpsefni. Hvort fjárhagsvanda ríkisfjölmiðlanna má rekja beint til þess, hversu nauman tíma fjármála fræðingar Alþingis fá til að leysa efnahagsvandann í sjónvarpssal, skal ósagt látið, en víst er að, að einhverju leyti má rekja hann til þess. En hversvegna er fólki ekki lengur jafntamt að horfa á þessa þætti í dag og jafnan var á árum áður. Eins og venjulega, eru auðvitað margar og merkilegar ástæður fyrir því. Ein sú merkilegasta er örugglega sú, að fólk er fyrir löngu búið að fá hundleið á þessum eilífa barningi þeirra manna sem það valdi á Alþing þegar þeir birtast þeim í heimahúsum allsöruggir um lausnir vandans. Það er fyrir löngu síðan búið að sætta sig við þá staðreynd, að efnahagsmálin verða ekki leyst í þáttum, sem slikum og um er rætt. En er þá almenningur hér á landi, í einhverju frábrugðnir íbúum annarra landa, sem búa við samskonar stjórnarfar, og hér á landi ríkir. Það er ekki líklegt, en vissulega hlýtur aðstaða þess að vera nokkur önnur. íslendingar eru jú fámennir (fátækir og smáir) og allt efnahagslíf og öll efnahagsumræða hlýtur að ýmsu leyti að vera nokkuð frá- brugðin umræðum þingmanna annarra landa. Með hliðsjón af fá- menninu ríkir og hér á landi annað andrúmsloft í umræðum manna á milli enda kemur það iðulega fyrir í landinu að menn eru, að lasta ná- kominn ættingja viðmælanda sins, alls óvitandi um þær tengdir. Því skyldi maður ætla, að gamla mál- tækið ,,aðgát skal höfð í nærveru sálar” eigi betur við hér á landi fremur en í öðrum fjölmennari löndum heims. En fámennið virðist ekki aftra einu einkenna islenskrar stjórnmála- umræðu. En það er hið heiðvirða persónulega skítkast sem er viðloðandi allar umræður stjórn- málamanna, raunar hvar sem þeir talast við í nafni síns flokks. Þetta einkenni stjórnmála- umræðunnar er að vísu einnig fyrir hendi í öðrum löndum heims, en kemur vart eins mikið við náungann þar, eins og hér á landi. En ein er sú ástæðan fyrir téðri þreytu almennings á stjórnmála- umræðum, sem sennilega er mikilvirkust. Hún er sú, að fólk er að allmiklu leyti hætt að greina mörkin á milli þeirra fjögurra flokka sem á undanförnum árum hafa fyllt sali Alþingis. Samruni þeirra i stjórnar- myndunum og það samstarf sem ríkir i hverri ríkisstjórn hefur að miklu leyti þurrkað út á ytra borðinu öll séreinkenni flokkanna og sennilega hefur mælirinn fyllst á síðustu árum þegar farið var að gæta hverskonar klofnings og óreiðu innan flokkanna. Þetta hefur fengið fólk til þess að ætla, að engu máli skipti hvaða stjórnmálaflokki það greiðir atkvæði sitt, því í rauninni skipti það litlu sem engu máli hver valdahlutföllin séu þegar á hólminn er komið og ríkis- stjórn er mynduð. Öll séreinkenni máist af tlokkunum, þegar stcfnuskrá viðkomandi rikisstjórnar liggi fyrir. í rauninni sé enginn blæbrigðamunur á, stefnu landsins, þó stjórnin sé saman sett úr þessum flokkum eða hinum. Allt renni að hinum eina og sama ósi, þar sem úti fyrir sigli efnahagsundrið stefnulaust á öldum hafblámans. Og á öldum ljósvakans, heldur stjómmálaumræðan áfram, hver sem nafngiftin er, og hættir jafn skjótt og hún byrjaði — tímans vegna. Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.