Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 46
46
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981.
Fiktviðeldspýturog
eldurinn breiddist út
Slökkviliðið var kallað í hús við Breiddist eldurinn upp eftir veggfóðri
Garðastræti um ellefuleytið í gær- í eldhúsi hússins. Greiðlega gekk að
morgun en þar hafði 2ja ára drengur slökkva eldinn og hlutust ekki alvar-
fiktað með eldspýtur með þeim legar skemmdir af, né slys á fólki.
afleiðingum að eldur komst í borðklút. -ELA.
Dr. Max Euwe látinn
Heiðursforseti Alþjóða skák- þekktur skákmeistari og hélt í áratugi
sambandsins, dr. Max Euwe, lést í gær- uppi merki Hollendinga við skák-
kvöld áttræður að aldri. Hann var for- borðið. Hann var heimsmeistari um
veri Friðriks Óiafssonar sem forseti og skeið og alla tíð mikils virtur af skák-
gegrdi því starfi í átta ár. Dr. Euwe var mönnum um allan heim. HERB
Sumargleðinfær
gullplötuáSögu
íkvöld
Sumargleðin heldur sína síðustu
skemmtun á Hótel Sögu í kvöld í tilefni
þess að hljómplata þeirra „Sumar-
gleðin syngur” hefur selst mjög vel.
Það er Fálkinn er gaf plötuna út, sem
afhendir þeim félögum gullplötu að
lokinni skemmtun þeirra.
SambandMálm-og
skipasmiöja þinga
Samband málm- og skipasmiða
heldur sitt fimmta þing í dag í Lækjar-
hvammi, Hótel Sögu. Mörg málefni
verða tekin fyrir, m.a. endurskoðun á
fræðslu starfsfólks í málmiðnaðar-
greinum, fjárhagsstaða og iðnþróunar-
verkefni Sambands málm- og skipa-
smiðja, verðlagsmál og fleira.
DB&Vísisbíó
Stríöígeimnum
Stríð í geimnum heitir myndin sem
sýnd verður í DB & Vísis bíóinu á
sunnudaginn og er hún bæði í lit og
með islenskum texta.
Myndin verður sýnd klukkan eitt í
Regnboganum.
Knippafræði
ogfrjáls vilji
Sunnudaginn 29. nóvember mun
Reynir Axelsson, stærðfræðingur,
flytja fyrirlestur á vegum Félags áhuga-
manna um heimspeki, er hann nefnir
„Knippafræði og frjáls vilji”. Verður
hann fluttur að Lögbergi, stofu 101, kl.
2.30. Er þetta fyrsti fundur félagsins á
þessu starfsári.
Öllum er heimill aðgangur.
FATASKÁPAR
Gásar sf. Ármúla 7 — Reykjavík — Sími 30500.
Kannabis
efni
fundust
íEddunni
— erskipiðkom
frá Hollandi
Fíkniefnaleit var gerð um borð í
Eddunni, er hún kom til hafnar í Kefla-
vík í fyrradag, en skipið var að koma
frá Hollandi. Nokkurt magn kannabis-
efna fannst við leitina og var rúmlega
tvitugur skipverji handtekinn vegna
þess.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík hefur fengið málið til með-
ferðar, en skipverjinn hefur ekki enn
verið úrskurðaður í varðhald. Ekki
vildi lögreglan gefa upp hversu mikið
magn af fíkniefnum fannst, taldi
hugsanlegt, að fleiri aðilar tengdust
málinu.
ítarleg leit var gerð í skipinu eftir
þennan fund, en ekkert fannst við þá
leit. Málið er í rannsókn.
-ELA.
Bindindisdagur
ámorgun
Bindindisdagur Landssambandsins
gegn áfengisbölinu verður haldinn á
morgun, sunnudag.
Hafa aðildarfélög verið hvött til að
minnast hans eftir því sem kostur er og
einnig verður hann á dagskrá við
guðsþjónustur. Þá mun fulltrúa-
ráðsfundur Landssambandsins vera
boðaður í dag.
Aðventukvöld í
Kristskirkju
Félag kaþólskra leikmanna gengst
fyrir aðventukvöldi í Kristskirkju í
Landakoti næstkomandi sunnudag, 29.
þ.m., kl. 20.30. Dagskrá kvöldsins
verður á þessa leið:
Séra Ágúst K. Eyjólfsson flytur
ávarp, Ragnar Björnsson leikur á
kirkjuorgelið, karlakórinn Fóstbræður
syngur, Anna Júlíana Sveinsdóttir
syngur einsöng og Lárus Sveinsson
leikur á trompet. Auk þess verður les-
inn kafli úr Maríu sögu, svo og jóla-
guðspjallið.
í prófkjöri
minnum viö á
Markús örn
Antonsson
Hann er ötull og stefnufastur talsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur, fjölmiðlum og
á öðrum opinberum vettvangi.
Markús Öm hefur mikla reynslu í meðferð borgarmála og glögga þekkingu á hagsmunamálum Reykvíkinga.
Markús örn Antonsson, ritstjóri, Krummahólum 6.
Sjáitstæoisnokkurir n 1 þaif á slíkum mönnum ao haida.
vai þiit !1U skiptir máii
Stuöningsmenn