Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. 9 Laugardags- pistill VETTVANGUR HINS ÓBREYTTA BORGARA Sameining Vísis og Dagblaðsins hefur að vonum vakið mikla athygli. Bæði var að samruninn kom mönn- um í opna skjöldu fyrir það hvað hann bar brátt að, og svo hitt að fæstir höfðu mikla trú á því, að aðilar í harðri samkeppni mundu sjálfviljugir ganga til slíkrar sam- vinnu. Auðvitað er það rétt, að aðstand- endum blaðanna tveggja hefur áður komið til hugar að sameina blöðin. Formlegar viðræður hafa ekki farið fram og þetta hafa frekar verið hug- myndir heldur en áþreifanlegar viðræður. Prentaradeilan og stöðvun blaðanna vegna verkfallsins gaf mönnum hinsvegar tóm til að ræða hugsanlega sameiningu _og þá ekki síst vegna þess fjárhagsvanda, sem af stöðvuninni hlaust. Því má segja, að það hafi verið fyrir tilverknað prentara, að tveimur blöðum var steypt saman í eitt og verður það að kallast kaldhæðni örlaganna. Samstarfsmenn kvaddir Útgáfa eins blaðs í stað tveggja dregur úr prentstarfi, þótt alltof imikið sé úr þvi gert. Versti skellurinn lendir á prenturum Blaðaprents, en þar hefur Vísir verið prentaður fram að þessu. Samstarf ritstjórnar Vísis og prentara í Blaðaprenti hefur verið með ágætum, og þótt nú hafi upp úr slitnað, þá er það ekki vegna erfiðleika í samstarfi milli þessara hópa. Aðrar ástæður hafa hér ráðið um, og er það einlæg von, að úr at- vinnumálum vina okkar í Blaða- prenti rætist. Sama gegnir um þá starfsmenn rit- stjórnar Dagblaðsins og Vísis, sem nú hefur verið sagt upp störfum. Sá hópur er ekki stór, en vandamál þeirra sem hverfa úr starfi er ekki minna fyrir það. Það er ekki létt verk fyrir yfirmenn að kveðja samvisku- sama starfsmenn með þessum hætti, en stundum neyðast menn til að gera fleira en gott þykir. Gömlu blööin enn á lífi Hvorki Dagblaðið né Vísir voru i andarslitrunum.og raunar betur sett en flest önnur dagblaðanna. Dag- blaðið var næst stærsta dagblaðið og Vísir var í miklum uppgangi. Báðir gátu því gengið til samstarfs í sæmi- lega sterkri stöðu og gerði það eftir- leikinn auðveldari. Aðilar ganga jafnir til sameiningar í einu og öllu, nema þar sem augljóst hagræði er af öðru og þá án ágreinings. Allir vita að samkeppni var mikil milli eftirmiðdagsblaðanna, en sú samkeppni var heilbrigð og hvetj- andi. Ekki er að efa, að fjölmargir þeir, sem að hvoru blaði hafa staðið, sjá eftir sínu fyrra blaði og eiga erfitt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum, ekki síst þegar þær ber svo skyndilega að. En þá verður að hafa í huga, að Vísir jafnt sem Dag- blaðið eru enn á lífi í hinu nýja blaði. ( meginatriðum geta menn fúndið í „Dagblaðinu og Vísi” það lesefni, fréttir og frásagnir, þætti og þjón- ustu, sem þeirra fyrra blað bauð upp á, og vonandi nokkuð til viðbótar, bættara og betra. Hið nýja blað mun að sjálfsögðu eignast sinn eigin persónuleika smám saman, og við- kvæmni um meiri svip eða yfirbragð í aðra hvora áttina, er óþörf. Hún mun hverfa, einfaldlega vegna þess, að blaðið mun á næstunni mótast í sinn eigin farveg, byggt á reynslu og stíl eins og hann gerðist bestur á hvoru blaði fyrir sig. Dagblaðið og Vísir mun verða stærra blað en fyrirrennararnir voru, og veitir það að sjálfsögðu svigrúm til að bjóða upp á meiri þjónustu og betra blað. Að því verður markvisst unnið. að móta skoðamr, og skjóta skjóls- húsi yfir gæðinga sina. Flokkspóli- tisk þjónkun þeirra stendur ber- skjölduð og verður enn meira áber- andi. Flokksblöð opinberast betur sem nátttröll í nútímafjölmiðlun. Óháð f lokkum í ríkisvaldi Viðbrögð ríkishyggjumanna, innan sem utan fjölmiðla, eru á sömu lund. Þeir óttast frjálsa pressu, þeir sjá veldi sínu ógnað og blása upp smámál sem meiriháttar vandamál í sambandi við samrunann. Þeir gera aðstandendum hins nýja blaðs upp sakir, ýja að mannvonsku þeirra í garð starfsmanna og draga fram upp sagnir nokkurra þeirra og pólitísk viðhorf ritstjóra, sem hin alvarleg- ustu mál. Þeir gleyma hinsvegar að beina kastljósinu að þeirri merkilegu staðreynd, að á einni nóttu hefur hafið göngu sina fjölmiðill, sem getur markað timamót, ekki aðeins í heimi fjölmiðlanna, heldur öllu þjóðlífi hér á landi. Ef fréttamenn væru heiðar- legir og víðsýnir, þá ættu þeir að fagna þeirri þróun, þeim atburði, að hleypt sé af stokkunum blaði, svo óháðu flokkum og ríkisvaldi, sem raun bervitni. Pólitísk afstaða Um pólitíska afstöðu hins nýja blaðs er það eitt að segja, að engir baksamningar hafa verið gerðir þar um. Hvor aðili um sig veit um skoð- anir hins. Þær hafa birst alþjóð i leiðurum beggja blaða. Þær skoðanir breytast ekki á einni nóttu. Dagblaðið hefur verið gefið út undir titlinum „frjálst og óháð”, og enginn getur vænt það um annað eða haldið öðru fram í sanngirni en að undir því hafi blaðið staðið með rentu. Vitaskuld hefur Dagblaðið tekið afstöðu til manna og málefna, jafnvel til rikisstjórna, enda þýðir óháð blaðamennska ekki, að við- komandi sé hlutlaus. Þvert á móti eru það veifiskatar og einskis megandi ritstjórar, sem ekki þora að taka afstöðu og hala skoðanir á póli- tiskum viðfangsefnum. Dagblaðinu var fullkomlega fært að taka afstöðu með eða á móti ríkisstjórnum án þess að misbjóða kjörorði sínu að vera „frjálst og óháð”. Eitt er að styðja málstað, annað að vera honum háður. Á sama báti Sama máli gegnir um leiðara Visis. Undirritaður er sjálfstæðismaður og hefur ekki farið í felur með það. Það kom vissulega fram í leiðurum Vísis. Sú afstaða hefurekki breyst. En það að vera sjálfstæðismaður þýðir ekki um leið, að viðkomandi sé flokknum háður, taki við flokkslínu og styðji hana í blindni. Undirritaður á ekkert undir flokksforystu eða flokkshagsnunum, og tekur sjálf- stæða afstöðu lil manna og málefna af eigin dómgreind og sannfæringu. Óháð og frjáls blaðamennska er ein- mitt fólgin í þvi, að segja hug sinn án tillits til valdahópa, flokksklika eða pólitískra fyrirmæla. Að þessu leyti eru ritstjórar hins nýja blaðs á sama báti. Svo mun og vera með blaðið að öðru leyti. Blaðamenn hafa ekki aðra forskrift en þá að skrifa hlutlaust og heiðarlega um atburði liðandi stundar. Dagblaðið og Visir er skipað úrvals fólki, sem ber virðingu fyrir mikilvægu starfi sínu. Þegar blaðið hefur komist yfir eðlillega byrjunarörðugleika og slípast til, verður sett á fulla ferð. Það er von til þess að íslendingar muni meta hið nýja blað, styðja það og nýta, heil- brigðu og lýðfrjálsu þjóðfélagi til framdráttar. Ellert B. Scltram Vopn í þágu lýðræðis í raun og sannleika hefur samrun- inn skapað einstakt tækifæri til að móta nýtt dagblað, nýjan fjölmiðil, sem hefur burði og getu til að verða gífurlega sterkt afi. Þá er ekki talað um afl í hefðbundnum pólitískum skilningi, heldur afl, sem hefur áhrif sem fjölmiðill gagnvart valdaaðilum, tæki í þágu almennings og í þjónustu hans. Nýtt blað af þessari stærðar-' gráðu er opið og ferskt, getur svarað kalli almenningsálitsins, nútíma viðhorfa, án þess að vera bundið í klafa vanans, hagsmuna eða úreltra skoðana. Þannig getur Dagblaðið og Vísir orðið raunverulegur vett- vangur hins óbreytta borgara, vopn i þágu lýðræðis og valddreifingar. Þessu hafa aðrir fjölmiðlar gert sér grein fyrir, og þeim stendur stuggur af hinu sameinaða dagblaði. Flokksmálgögn þola ekki slika sam- keppni, þau vilja fá að vera í friði til Ellert B. Schram ritstjóri skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.