Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd II ÍffáÍ rnmmt? ISS'*»«»( - • í Shirley Williams: Leggur iitið upp úr kveuíegheitunum. Hún er lítil og þybbin, rómversk-kaþólsk og f ráskilin en skær stjarna í brezkum stjórnmálum: Shiriey Williams Hún er lágvaxin, feitlagin, 51 árs gömul og neytir engra þeirra snyrti- bragða sem Elizabeth Arden og Max Factor bjóða upp á til að leyna þeirri staðreynd. Föt hennar eru vægast sagt látlaus, skóhælarnir skakkir , hárið tætingslegt. Eina skrautið sem hún ber er hringur með risastórum bláum steini. Þannig kom Shirley Williams kjós- endum sínum fyrir sjónir í Crosby fyrir aukakosningu til breska þingsins sl. fimmtudag. En þeir veittu henni það fylgi er leiddi til yfirburðasigurs hennar yfir frambjóðendum íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins. í marz gerðust þau tíðindi á Bret- landi að Shirley klauf sig út úr Verka- mannaflokknum ásamt þremur öðrum flokksbræðrum sínum og stóðu þau fyrir stofnun hins nýja Jafnaðar- mannaflokks. Hún hafði þá verið meðlimur Verkamannafiokksins í rúm- lega 30 ár, Myndaði nýi flokkurinn kosningabandalag við frjálslynda og er Shirley fyrsti fulltrúi þess sem kemst á þing. Er álitið að þetta sé aðeins byrjunin á mikilli sigurgöngu banda- lagsins í brezkum stjórnmálum. í Crosby hlaut Shirley nær helming allra atkvæða.en það var áður öruggt kjör- dæmi íhaldsmanna. Ekki fór hún betur með frambjóðanda Verkamanna- fiokksins, hann náði ekki einu sinni 1/8 atkvæða sem þýðir að Verkamanna- flokkurinn missir ríkisstyrk sinn til framboðsins í þessu kjördæmi. Oóttir Veru Brittain Shirley Vivien Teresa Brittain er dóttir rithöfundarins og kvenréttinda- konunnar Veru Brittain, sem skrifaði metsölubók um minningar sínar frá fyrri heimsstyrjöldinni. Sagan er uppi- staða sjónvarpsþátta er íslenzka sjónvarpið sýnir nú á sunnudags- kvöldum undir nafninu Æskuminn- ingar. Faðir hennar var sir George Catlin, prófessor í stjórnmálafræði, Shirley var send til náms við Oxford- og Harvardháskóla. Þar lagði hún stund á stjórnmálasögu, heimspeki, hagfræði og sögu. Hún gerðist síðan blaðamaður við hin virtu blöð Daily Mirror og The Financial Times. 16 ára gömul gekk hún í Verka- mannaflokkinn og varð fyrsta konan í formannsembætti stúdentasamtaka flokksins við Oxford. Eftir að hún var kosin á þing hefur hún gegnt mörgum ráðherraembætt- um í stjórnum Verkamannaflokksins, m.a. verið menntamálaráðherra, heil- brigðis-og félagsmálaráðherra. Hún sat í stjórn Verkamannaflokksins þar til hún klauf sig út úr flokknum í marz. — Ég var 2 1/2 árs gömul þegar ég hóf mín fyrstu afskipti af stjórnmálum, segir Shirley, sem skortir heldur ekki skopskynið. — Arið var 1933, Hitler var kominn til valda og foreldrar mínir voru svo .önnum kafnir við að ræða þessa atburði að þeir máttu ekki vera að því að sinna mér: — Það þýðir ekkert að tala við ykkur, sagði ég. — Þið hafið bara áhuga á Hitler en engan á mér. Verkamannaflokkurinn dauðvona Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að segja skilið við Verkamanna- flokkinn: — Það var ekki um annað að ræða, segir hún. — Það er of mikið um öfgar innan flokksins, hann er meira og minna sundraður. Eiginlega er um tvær ólíkar stefnur að ræða. Stefnu Tonys Benn sem er eins konar Lenín- ismi. Hann álítur að flokkurinn eigi að hafa eftirlit með þingmönnum sínum en ekki að kjörinn þingmaður sé fyrst og fremst ábyrgur gagnvart kjósendum sínum. Þetta finnst mér ekki lýðræði. Og svo er það stefna Denis Healy, hann er gamaldags fulltrúi Verkamanna- flokksins, trúir á þjóðfélagslegt rétt- læti og þinglýðræði en er að tapa allri fótfestuJ flokknum. Enda hef ég enga trú á að Verkamannaflokknum verði bjargað. Hann verður alveg búinn að vera innan fjögurra — fimm ára. — íhaldsflokkurinn er líka öfga- flokkur og öfgar eru alltaf hættulegar lýðræðinu, hvort sem þær eru of mikið til hægri eða vinstri. Þess vegna var ekki um annað að ræða en að stofna nýjan flokk sem farið getur bil beggja. Margir spá því að Shirley verði forsætisráðherra Breta ef jafnaðar- menn og frjálslyndir komast til valda eftir næstu þingkosningar og hún er algjörlega á móti því að gerður sé greinarmunur á kynjum i sambandi við stjórnmálamenn. — Það er heimska að kvenfólk sé öðruvísi stjórnmálamenn en karlar, segir hún. — Lítum bara á Margaret Thatcher. Enginn karlmaður gæti staðið harðar á sínu en hún. Konur eru ekkert einfaldari í sniðunum en karlmenn, þær eru jafn ólíkar að persónugerð og þeir. Vist eru til veik- lyndar konur en það eru líka til veik- lyndir karlmenn. Og harðgerðar, grimmar konur eru ekkert sjaldgæfara fyrirbrigði en harðgerðir og grimmir karlmenn. Þetta er ekki spurning um kyn heldur persónuleika. (Reuter, Politiken, The Economist). Nancy Reagan um fíkniefnaneyzlu unglinga: FORELDRAR VERÐA AÐ TAKA Á SIG ÁBYRGÐ „Foreldrar hafa alltof lengi skellt skuldinni á þjóðfélagið, skólann eða lögregluna,” sagði Nancy Reagan á fundi, þar sem fjallað var um þann mikla vanda sem skapazt af fíkniefna- neyzlu unglinga í Bandarikjunum. Hún hélt ræðu á fundi foreldra sem berjast gegn fíkniefnaneyzlu unglinga og hafa myndað með sér landssamtök í því skyni. Þetta er mikið vandamál í Bandaríkj- unum. árlega týnast hundruð unglinga, sem hlaupa burt heiman frá sér í ævin- týraleifen lenda á glapstigum og verða eiturlyfjasjúklingar. Nancy hét því að styðja af mætti baráttuna gegn þessum ófögnuði. En hún var um leið harðorð í garð for- eldra. „Þeir verða að leggja hart að sér til að vernda börnin sín,” sagði Nancy. „Það kostar mikla vinnu og tíma, en þeir geta ekki ætlazt til að neinn annar geri það fyrir þá!” Eiturlyfjasali og beztu viðskiptavinir hans, krakkar sem hanga úti seint á kvöldin án þess að vita hvað þeir eiga af sér að gera. Gils Guömundsson: FRÁ YSTU NESJUM II Safn skemmtilegra vestfirskra þátta. Meðal efnis þessa bindis er veigamik- ill þáttur um höfuðbólið Vatnsfjörð við ísafjarðardjúp og höfðingja þá og presta, sem þar hafa gert garðinn fræg- an. Ritgerð er um Sigurð skurð, önnur um skáldið og ævintýramanninn Álf Magnússon og hin þriöja um þróunar- sögu Bolungarvíkur, auk margskonar annars efnis í bundnu og óbundnu máli. Þetta er þjóðleg bók og bráðskemmti- leg aflestrar. Hendrik Ottósson: GILS GUÐMUNDSSON SKUGGSJÁ BÓKABÚD OUVERS STEINS SE SKUGGSJÁ GVENDUR JÓNS, prakkarasögur úr Vesturbænum Þessar prakkarasögur úr Vesturbæn- um eru fyrir löngu orðnar sígildar. Hver getur gleymt persónum eins og Hensa og Kidda bróöur hans, bræðrunum Júlla og Nílla, Eika Bech og Kela Grjóta, Hákonarbæjarbræörunum og Sigga í Kapteinshúsinu eða Þorvaldi pólití. Þeir, sem ekki hafa kynnst þessum persón- um, eru öfundsverðir, svo skemmtilegar eru frásagnir af þeim við fyrsta lestur. Hinir rifja fagnandi upp gömul kynni við þessa óviðjafnanlegu prakkara. BÓKABÚD OUVERS STEINS SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.