Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. 19 hennar börn. En hún er ennþá leitandi, leitandi aö hinu sanna I sambandi viö moröiB. Og hún hefur komist aö mörgu. Mörgu sem ekki hefur þótt ástæða til að slá upp i blööunum. „Hversvegna var Lee t.d. drep- inn nokkrum dögum eftir morðið?” spyr hún. „Einfaldlega til þess að hann gæti ekki sagt til um hverjir hefðu tekið þátt I þessu með honum”, segir hún. „Og hversvegna var morðingi Lees settur i rafmagnsstólinn án dóms og laga?”, spyr hún. „Það er spurning sem blöðin hafa ekki talið sig þurfa að svara”, og heldur áfram „blöðin vilja ekki sættast á neitt annað en að Lee hafi verið einn að verki. Hann hafi verið geðbilaður og þvl ekki ástæða til að ætla að einhverjir hafi tælt hann til verknaðarins”. Marina giftist aftur árið 1965, trésmiði frá Dallas, Kenneth Porter að nafni. Skuggi morðsins fylgdi sambúö þeirra og þau skildu fimm árum síðar. Þau tóku slöan saman aftur fyrir nokkrum árum. Marina segir: Nýtt líf Kenneth er alveg dásamlegur, fyrir honum er ég bara Marina og þaö er það eina sem skiptir máli. Ég get ekki ímyndað mér aö ég hefði komisí út úr þessum erfið- leikum minum, án þess að hafa einhverja stoð til að styðja mig við. Eftir að við skildum gerðum við okkur grein fyrir þvi aö löngu liðnir atburðir, hversu hrikalegir sem þeir kunna að vera, þurfa ekki og eiga ekki að móta framtíð manns. Þessvegna tókum við saman á ný og erum byrjuð nýtt lif og erum hætt að meta hvort annað I ljósi fortlðarinnar”. Dætur hennar tvær, sem nú eru orðnar táningar vita hver faðir þeirra var. Rachel sem nú er 17 ára gömul, var við nám I menntaskóla þangaö til hún gafst upp á þvl hvernig jafnaldrar hennar voru sifellt að benda á hana og minna hana á uppruna sinn. „Það var litið á mig sem hvert annaö viöundur sem allir góndu á I tlma og ótlma”, segir hún. „Viö ráögeröum oft aö flytja eitthvað burt frá Dallas, en hvert gátum við flutt hvar gátum við falið okkur”, segir Marina. „Ég er aðeins frú Porter núna en fjöl- miðlarnir tilgreina mig alltaf sem Marinu Oswald Porter, til þess eins að fólk geti áttað sig á þvl hvaða Porter er um að ræöa. Leyndardómar morðsins Margir halda þvl fram aö ég leyni einhverju um morðið, halda að ég hafi hinn eina sanna lykil sem geti uppljóstrað leyndar- dómum morðsins. En þeir trúa ekki orðum mlnum. Ef ég hefði einhverja minnstu hugmynd um það hversvegna minn fyrrum eiginmaður varð forsetanum að bana þá væri ég fyrir löngu búin að tilkynna heiminum það. Það sem er aðalatriði þessa máls fyrir mig og mina fjölskyldu er það að ég vil ekki gera það erfiðara fyrir okkur en það er. Ég hef enga löngun til þess að aug- lýsa þetta mál aftur upp til þess eins að andlit okkar birtist aftur á útsiðum blaðanna. Ég hef þegar fengið nóg af þvl. Það sem er erfiðast fyrir mig I þessu máli, er það að fólk á Svo erfitt með að gleyma þvl sem er vissulega eðlilegt, en það vill ekki fyrirgefa mér. Það vill ekki fyrir- gefa mér aö hafa verið gift þess- um manni. Enn þann dag I dag, er ég ekki velkomin inn á vissar stofnanir, verslanir og heimili fólks. En ég tel mig vera hafna yfir þetta fólk. Það er að dæma mig fyrir það sem ég geröi ekki og á enga sök á. Vissulega snertir þetta mig, en ég veit að ég er saklaus þó ég verði að láta mig hafa þetta misrétti”. —SER (lauslega þýtt úr Sunday People). wixriR verða með súkkulaði m/rjóma og heimabakaðar smákökur á morgurij sunnudag, frá kl. 11—18 í Hafnarstrœti 1—3 ogí Austurstrœti við hliðina á Búnaðarbankanum. Kynntir verða jólalitirnir í aðventukrönsum og jólaskreytingum, hannað af Kristínu Magnúsdóttur ^ og Hendrik Berndsen. _ Vvs ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.