Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981.
5
DV -mynd. Eyjólfur Jónsson aö afloknu sundi 4riö 1959.
Eyjótfur Jónsson lögregluþjónn. Enn aöstoðar hann unga menn sem áhuga hafa á sjósundL
„ÞAÐ ER EKKERT AFREK
AD SYNDA ÚT í DRANGEY”
—segir Eyjólfur Jónsson, eini maðurinn sem þreytt hefur tvö Drangeyjarsund
„Það var eiginlega fyrir algera
tilviljun að ég hóf að synda í sjónum,”
sagði Eyjólfur Jónsson.
„Ég stofnaði Þrótt árið 1949 ásamt
Halldóri Jónssyni. Ég reyndi að fá
bróðurson minn og uppeldisbróður,
Svavar Magnússon, til að taka þátt í í-
þróttum, þvi hann var mjög efnilegur.
Ég hafði áhuga á því að Þróttur tæki
að sér fleiri iþróttagreinar en þessar
hefðbundnu og stakk þvi upp á
sjósundi við Svavar.
„Vildi iosna viö
nuddið í mórl"
Svavar hafði ekki snefil af áhuga
fyrir iþróttum og var orðinn hálf-
þreyttur' á þessu nuddi í mér, svo hann
sá sér leik á borði að losna við mig og
sagðist mundu fara i sjóinn, ef ég gerði
þaðlfka.
Ég gerði það og synti því í Skerja- •
fírðinum í fyrsta skipti árið 1950. Ég
hafði gaman af þessu og hélt áfram og
reyndi við Viðeyjarsund í fyrsta skipti
15. desember 1950. Það sund var algert
brjálæði og ég var heppinn að drepa
mig ekki, því kuldinn var svo mikill. Ég
fékk krampa, þegar ég átti stútt eftir
til Iands.”
Fáir vissu af þessari fyrstu tilraun
Eyjólfs sem þá var 26 ára gamall. Hins
vegar var fyrsta Viðeyjarsundið hans 8.
júni 1951, og alls synti Eyjólfur tfu
Viðeyjarsund á fimmtán árum. Þá
synti Éyjólfur ótal sinnum yfir Skerja-
fjörðinn, einu sinni úr Engey til lands,
einu sinni frá Svalbarðseyri til
Akureyrar, svo eitthvað sé nefnt.
Grettir og óg 32 óra
þegar við þreyttum
Drangeyjarsundið
„Ég þreytti tvö Drangeyjarsund,
það fyrra 13. júlf 1957, en þá var ég 32
ára gamall, rétt eins og Grettir er hann
fór sitt Drangeyjarsund. Síðara sundið
var svo 30.- mai 1959.”
— Varstu ekkert hræddur við að
leggja í Norður-Ishafið þegar þú fórst
fyrra Drangeyjarsundið?
' „Nei. Ég hafði þá trú á sjálfum
mér, að ég myndi aldrei drukkna, ef ég
færi sjálfviljugur út í.”
Aðeins er vitað um sex menn, sem
þreytt hafa Drangeyjarsund frá
upphafi. Það eru Axel Kvaran, sem
þreytti það árið 1961, Eyjólfur Jóns-
son, sem synti frá Drangey árin 1957 og
’59, Haukur Einarsson frá Miðdal fór
það árið 1939, Pétur Eiríksson árið
1936, Erlingur Pálsson árið 1927 og
Grettir Ásmundarson árið 1030. Pétur
Eiriksson synti frá Drangey til lands
aðeins 17 ára gamall og er sá yngsti,
sem það hefur gert.
„Sama sumar og ég fór seinna
Drangeyjaisundið, þá synti ég frá Vest-
mannaeyjum til lands. Það var 13. júlí
1959. Þá var verra veður en þegar ég
synti úr Drangey. Það var mikið hafrót
og mig bar nokkuð af leið. En þetta var
ekkert erfitt, þetta var ekkert afrek.
Það hefur mér aldrei fundist. Þetta er
hins vegar spurning um þjálfun.”
„Þetta er ekkert
ofurmannlegt"
— Almenningi finnst þetta þó
nokkuð hraustlega gert?
,, Já, ég var líka á þeirri skoðun áður
en ég synti þetta sjálfur. En þegar
menn eru búnir að þjálfa sig og prófa
sig áfram, þá er þetta ekkert ofurmann-
Iegt.
Hins vegar hefur likamsbygging
nokkuð mikið að segja. Holdmiklir
menn eiga auðveldara með að vera
lengi í sjónum en horaðir menn. Hold-
grannir menn verða fyrr kuldanum að
bráð. Svo er misjafnt hvað menn eru
harðir af sér.’”
Hafði ekki Ermarsundið
— Þú reyndir við Ermarsundið?
„Jú, ég reyndi við Ermarsundið, en
éghafðiþaðekki.”
Þegar Eyjólfur var spurður, hvort
hann hefði verið óheppinn I þessum
sundum, þá sagðist hann ekki vilja af-
saka sig, hann hefði einfaldlega ekki
haftsundið.
„En þetta var dásamlegur timi
þarna við Ermarsundið og ég hafði
gaman af að vera innan um þessa
sundkappa. Ég leit nefnilega aldrei á
mig sem íþróttamann, heldur sem
íþróttaunnanda.”
— Heldurðu að íslendingur eigi eftir
að synda Ermarsundið í náinni
framtíð?
„Það er aldrei að vita. Það er
bráðefnilegur strákur á Akranesi,
Kristinn Einarsson, sem þreytti
Viðeyjarsund I sumar. Hann er ekki
nema 22 ára og filhraustur.Kristinnhef-
ur áhuga á lengri og erflðari sundum og
svo framarlega sem hann heldur áhugJ
anum, þá ætti hann innan skamms að
geta reynt við Ermarsundið. Svo er ég
líka að vona að þessi ungi maður verði
til þess að auka áhuga manna á sundi í
sjó, því sjórinn er heilsubrunnur,
íþróttin einstaklega holl og skemmtileg
og byggir menn upp, bæði andlega og
líkamlega.” -ATA.
Fríða Á. Sigurðardóttir:
SÓLIN OG SKUGGINN
JökullJakobsson: SKILABOÐ TIL SÖNDRU
Fyrsta bók Friöu, smásagnasafniö
„Þetta er ekkert alvarlegt", sem út kom
í fyrra, vakti almenna athygli og umtal
bókamanna. Sólin og skugginn er fyrsta
skáldsaga hennar og munu bókamenn
ekki síöur fagna útgáfu hennar. Sagan
er þrungin áhrifamagni, snertir og eggj-
ar og er rituð á óvenju fögru og auðugu
máli. Þetta er saga um frelsi og helsi
mannsins, lífsástina og dauöann, saga
af fólki, grímum þess, brynjum og vopn-
um, — hún er saga mín og þín. Sólin og
skugginn er bókmenntaviðburóur.
SklLABOt)
TIL SÖNDRU
Jökull Jakobsson haföi gengið frá hand-
riti þessarar bókar aöeins fáum mánuö-
um fyrir lát sitt. Sagan speglar alla
beztu eiginleika hans sem rithöfundar,
frásögnin er lipur og lifandi, stór-
skemmtileg og bráðfyndin, en undir
niöri skynjar lesandinn alvöru lífsins,
vandamál samtímans.
Meinfyndnari og háöskari bók er ekki á
bókamarkaöi í ár. Aðdáendur Jökuls
Jakobssonar eru svo sannarlega ekki
sviknir af þessari síöustu bók hans. Hún
leiftrar af frásagnargleði og fjöri.
SKUGGSJA BÓKABÚD OUVERS SJEINS SF
SKUGGSJÁ
BÓKABÚO OUVERS STEINS SE