Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. 9 Blues og brotnir kjudar öðruvísi mér áður brá. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að svo margt væri að gerast í jasslifi borgarinnar að jassunnendur yrðu að hafa sig alla við að fylgjast með því, hvað þá heldur að njóta þess alls. Síðastliðið þriðjudagskvöld voru haldnir heljarmiklir jasstónleikar i Átthagasal Hótel Sögu þar sem fram komu hvorki meira né minna en fjór- ar hljómsveitir. Þar bar hæst Big- bandið undir stjórn Björns R. Einars- sonar. í Djúpinu hefur undanfarin fimmtu- dags- og laugardagskvöld leikið jass- kvartett Kristjáns Magnússonar og þegar undirritaður leit þar inn eitt kvöldið var húsfyllir. Hvert sæti var skipað og gestir stóðu einnig með veggjum og í stigum Djúpsins. Kvart- BJöm R. Einarsson. ettinn hafði fengið góðan gest til liðs við sig. Gítarleikarinn góðkunni, Jón Páll, var kominn til landsins í jóla- leyfi frá Svíþjóð en þar hefur hann leikið að undanförnu. Greinilegt var að ekki hafði verið setið langa stund við æfingar ásamt gestinum. en smá- mistök þau og misskilningur sem áttu sér stað af og til gerði ekkert til þess að skemma þá góðu stemmningu er í Djúpinu var og sumt vakti verulega Sverrir Gauti Diego kátínu eins og t.d. þegar gestir áttu allt eins von á því að Alfreð lyki trommusóló , sem Jón Páll „stal” af honum á höfði Jóns. Meðal gesta voru margir af yngri hljóðfæraleikurum landsins sem get- ið hafa sér gott orð á undanförnum árum og var oft gaman að fylgjast með því hvernig álkan teygðist svo ekki færi fram hjá þeim neitt af snilli jassistanna. Sama góða andrúmsloftið var í Súlnasal Hótel Sögu þegar Jhe Missi- sippi Delta-Blues Band kom' þar fram á vegum Jazzvakningar. Blúsinn svíkur aldrei og hrifningin skein úr hverju andliti. Rafmagnaður blúsinn náði til hvers einasta manns og lokum var svo komið að menn héldust ekki lengur við i sætum sínum og margir tóku sporið. Eins og á öðrum uppákomum Jazzvakningar var áheyrendahópur- inn æði mislitur og á öllum aldri. Svo virðist sem Jazzvakningu ætli að verða meira ágengt við að brúa kyn- slóðabilið en öllum vandamálafræð- ingunum. Tónlistin sem flutt var hefði að ósekju mátt vera ögn fjölbreyttari.en greinilegt var að hljóðfæraleikararnir lögðu sig að söngvara og einleikara hljómsveitarinnar og honum tókst með hrjúfri röddu og teygðum tónum munnhörpunnar að snerta strengi í hjörtum áheyrenda jafnt popp- sem jassunnenda, ungra sem aldinna, við taktfastan undirleik hljómsveitarinn- ar, svo taktfastan að kjuðar trymbils- ins hrukku í sundur. Og eitt er víst að ungi maðurinn sem stóð með kjuða- brotin í höndunum, eftir að trymbill- inn hafði fært honum þau að gjöf, gleymir aldrei The Mississippi Delta- Blues Band. VANITY FAIR’ Sloppur, Utir: rautt, ryfirautt, dökkblðtt, vínrautt. Stærðir: MogL, Kr. 512,85. Náttkjóll Litir: dökkblátt, ferskjulitur. Stærðir: S, M, L. ■VANITY FAIR MIÐBÆJARMARKADIJRINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.