Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981.
5
ANNA OG KRISTJÁN eftir Áke Leijonhufvud,
Jrýdd af Jóhönnu Kristjónsdóttur... „magnaö-
asta hjúskaparlýsing síðan á dögum Strind-
bergs. “
„Bók sem allir þeir ættu að lesa sem eru í
sambúð með annarri manneskju, “ sögðu sænsk-
ir gagnrýnendur um Önnu og Kristján.
ANNA OG KRISTJÁN er saga samin af
óvenjulegum skaphita, innsæi og vægðarleysi.
Áke Leijonhufvud tekst vissulega að ýta við
lesendum svo að um munar — hann gengur
nærri sögupersónum sínum, — og okkur.
Saga sögð frá báðum hliðum
ANNA OG KRISTJÁN er svo samin að
hjón segja frá til skiptis. Þannig setur lesand-
inn sig i spor þeirra beggja, lifir sig inn i
reynslu þeirra, þá tilfinningaspennu og sál-
arkreppu hjúskaparlífs sem sagan lýsir af svo
fágætum þrótti, hörku og viðkvæmni i senn.
ANNA OG KRISTJÁN, áhrifamesta, nærgöng-
ulasta skáldsaga ársins.
c\j
s
ÞÓ BLÆÐI HJARTASÁR eftir höfund
Kvennaklósettsins, Marilyn French, i Jyýðingu
Álfheiðar Kjartansdóttur líkist ekki neinni
annarri ástarsögu sem þú hefur lesið.
„Hér leiðir Marilyn French til lykta það
viðfangsefni sem hún setti okkur fyrir sjónir i
Kvennaklósettinu og hún gerir það af slikum
myndugleik og rökfimi að ekki verður vísað á
bug.“
Þannig voru viðbrögð gagnrýnenda við
þessari nýju, stórbrotnu sögu eftir Marilyn
French. Hér segir frá karli og konu á miðjum
aldri og ástum þeirra. Dolores og Victor eru
bandarísk og eiga bœði fjölskyldur heima, en
dveljast ein í Bretlandi árlangt. Fundum þeirra
ber saman í járnbrautarlest, á samri stundu
verða þau ástfangin og varpa sér umsvifalaust
út í samlíf sem þau vita að ekki getur staðið
nema árið.
Hún gáfuð og sjálfstæð
— hann sjálfsöruggur og snjall
Bœði eiga mikla og sáfa reynslu að baki og
komast fjótt að því að þau lita margt ólikum
augum. Hún er gáfuð og sjálfstæð kona sem
hefur með sársauka gert upp við kvenhlutverk
sitt, — hann sjálfsöruggur, snjall og hefur lán-
ast flest, i starfi sínu.
Um samspil þessa fólks fjallar sagan, þá
ástríðu sem þau leysa úr læðingi hvort hjá
öðru, lífsnautn, þjáningu og lifsfyllingu, sem
ástin vekur þeim. Báðum er Ijóst að þetta ár er
einstæður timi i lífi þeirra og mun setja mark
sitt á þau þaðan ífrá.
í Kvennaklósettinu brá Marilyn French
upp víðtækri mynd úr lifi kvenna og heillaði
lesendur, karla og konur, um allar jarðir. ÞÓ
BLÆÐI HJARTASÁR er nokkuð ólikt verk, en
engu síður hrífandi saga, næmleg og máttug,
auðgar og dýpkar mannskilning lesandans.
Þetta er saga fyrir hugsandi fólk, konur og
karla, — ógleymanleg saga.
Um ástir, í hjónabandi og utan þess
MIÐBÆRINN, ný saga eftir Deu Trier Mörch,
höfund Vetrarbarna og Kastaníuganganna, í
þýðingu Ólafar Eldjám.
Enn á ný tekst Deu að vinna hugi lesenda
sinna, nú með samtímasögu frá Kaupmanna-
höfn. Umsagnir danskra gagnrýnenda færa
okkur heim sanninn um það: „Það er sjaldgæf
reynsla að lesa þessa bók,“ sagði einn. „Þetta er
bók sem maður leitar til áný og sœkir styrk í.“
„Hér lýsir Dea börnum i samvistum við for-
eldra sína og lífið sjálftf sagði annar. „Þegar
Deu Trier Mörch tekst best upp,“ sagði sá Jrriðji,
„blandar hún saman á fátíðan og áhrifaríkan
hátt Ijóðrænu og raunsæi, einlægni og húmor.“
PRAXIS. Hrífandi skemmtileg, fyndin, átak-
anleg og ögrandi saga eftir Fay Weldon i þýð-
ingu Dagnýjar Kristjánsdóttur.
Saga sem ýtir við lesandanum, — til hrifn-
ingar og hneykslunar. Bók sem hefur farið um
allar jarðir og hlotið mikið lof. Sagan var lesin
í íslenska útvarpinu i sumar og stóð ekki á
viðbrögðum: fólk var ýmist bergnumið eðá
stórhneykslað. PRAXIS er bók sem skiptir máli,
bók sem þú verður að lesa.
„Þetta er saga kvenkynsins, samþjöppuð í
kjarnaatriðum. I frásögn sinni af lifi einnar
konu hefur Fay Weldon veitt okkur heildarsýn
yfir lifkvenna yfirleitt.“ (Marilyn French, höf-
undur Kvenn. .klósettsins).
„Milljónir kvenna um allan heimfinna ...
að þannig er það!“ (New York Times)
Úthrópuð og dáð
PRAXIS er saga konufrá barnæsku tilferiugs.
Hún missir foreldra sína, hvori með sinum
hætti en hvorugt i gröfina, fer í skóla, giftir sig,
selur sig, giftir sig á ný, eignast böm, stendur
loks ein uppi. Þá verður hún fræg, sett i fang-
elsi vegna verknaðar sem samfélagið fordæmir.
Hún er orðin kvenfrélsisleiðtogi, úthrópuð og
dáð.
PRAXIS er engin venjuleg kvennabók.
Þetta er bók sem snertir alla, bók sem kemur
við grundvallarviðhorf fólks, lifsskoðanir
okkar. Hveri er frelsi manneskjunnar, hvaða
rétt hefur manneskjan yfir lífi sínu, hver er
vegur hennar tilfrelsis? Á þetta bregður Praxis
Ijósi í frásögn sem er svo lifandi og máttug að
athygli lesandans dofnar aldrei. — PRAXIS er
sagan — fyrir alla.
Aðalpersónan, Lúlú, býr ásamt manni og
tveimur börnum í miðbæ Kaupmannahafnar.
Vinkona hennar er Maria sem kom við sögu í
Vetrarbörnum, — saga hennar er í senn and-
stæða og hliðstæða við sögu Lúlú. Sagan er sögð
af lifandi raunsæi og tilfinningu, heimur
hversdagsins, fjölskyldulífsins, er dreginn upp
af þeim næmleika sem lesendur fyrri sagna
höfundarins þekkja. í frásögninni fléttast sam-
an með eðlilegum hætti hið smáa og hið stóra,
J)að timanlega og sístæða í lífi manneskjunnar.
Fyrr en varir er lesandinn hrifinn inn i sögu-
heim Deu Trier Mörch — enn á ný. MIÐBÆR-
INN er skáldsaga ársins, bók sem líður ekki úr
minni.
IÐUNN Bræðraborgarstíg16 Pósthólf 294 121 Reykjavík Sími 12923-19156