Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Side 6
6 DAOBLADID& VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. Spurningin Trúir þú á jólasveininn? Elva Björk Eiriksdótlir: Já, hann er svo voðalega skemmtilegur og svo er hann alltaf svo góður. Guðrún Halldórsdóttir: Nei, það er al- gjör vitleysa að trúa því að hann sé til. Tinna Björk Hjartardóttir: Auðvitað, allavega meðan maður er svona ungur. Guðjón Helgi Guðmundsson: Já, auðvitað. Ég hef meira að segja stundum séð hann. Halldór Guðmundsson: Hann er bara plat. Það er alltaf verið að plata okkur börnin með einhverjum skrípalátum. Ingólfur Magnússon: Já, hann er sko til. Lesendur Lesendur Lesendur Vegnaársfatlaðra: Fjöldi vangefinna fær einungis lágmarksþjónustu — þjálf un og meðferð oft mjög ábótavant Kristján Sigurmundsson, þroska- þjálfanemi, skrifar: Nú á ,,ári fatlaðra” hafa málefni þessa þjóðfélagshóps verið nokkuð í brennidepli. Ljóst er að fatlaðir búa við skertan hlut og fá ekki það sem þeim ber af þjóðarkökunni. Þó álit ég að enginn hópur fatlaðra sé verr settur en hinir vangefnu. Eftir að hafa hlýtt á þátt í útvarpinu um fjöl- fatlaða þann 23/11 get ég ekki lengur orða bundizt. Þarna kom glöggt fram að í okkar velferðarþjóðfélagi er hópur fólks sem nýtur ekki einu sinni lágmarks mannréttinda. Inni á stofn- unum, fyrir vangefna, er fjöldi ein- staklinga sem einungis fær lágmarks- þjónustu í hirðingu og fæði. Um litla sem enga þjálfun og meðferð við hæft hvers og eins er að ræða. Að- stoð og ráðgjöf fyrir aðstandendur vangefinna er mjög takmörkuð og af vanefnum. Margar ástæður eru fyrir þessu bágborna ástandi. Stofnanir fyrir vangefna eru fjársveltar og van- mannaðar starfsfólki. Lífseigir for- dómar og afturhaldssemi eru enn rikjandi gagnvart vangefnum og ævi- ráðningar og hagsmunatengsl stjórn- enda stofnana standa þeim fyrir þrifum. Þrátt fyrir að lögin um að- stoð við þroskahefta hafi ýmsu kom- ið til leiðar er ekki nóg að hafa fína pappíra. Það þarf að veita fjármun- um til að flygja þeim eftir og það rækilega. Af augljósum ástæðum eru vangefnir heldur slakur þrýstihópur og hafa fæstir kosningarétt. Ég skora því á almenning að velta þessum mál- um fyrir sér og þrýsta á ráðamenn um úrbætur. Ég er ekki að fara fram á ölmusu eða vorkunnsemi þessum meðbræðrum okkar til handa, heldur jafnrétti og stuðning til sjálfsagðra mannréttinda. MAKALAUST SMEKKLEYSI tónleikar auglýstir með mynd af vansköpuðubami H.Þ. skrifar: Þegar ég átti leið um miðbæinn, 14. nóvember sl., rak ég augun í eins ósmekklega auglýsingu og hægt er að hugsasér. Einhverjir auglýstu þar konsert i Nýlistasafninu undir nafninu B.B. Bruni — og auglýsinguna prýddu þeir með mynd af vansköpuðu ungbarni. Eru þessum mönnum engin tak- mörk sett? Að hvaða marki telja þeir hægt að velta sér upp úr óhamingju annarra? Hugsa þeir t.d. ekkert um þá íslenzku foreldra, sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að eignast barn með þessa alvarlegu vansköpun, og eiga svo á hættu að sjá stærðar aug- lýsingamynd af slíku, þegar i bæinn er farið? Og ekki skal gleyma verð- andi foreldrum í þessu sambandi. Hvað með verzlanir sem leyfa upp- setningu á slíkri auglýsingu fyrir sína viðskiptavini og vegfarendur yf irleittt Ég sjálf sá þessa ómynd í þrem verzl- unum í miðbænum: ísafold í Austur- stræti; Karnabæ á Laugavegi 66 og í sjoppu á Laugavegi 74. Ég er engan veginn að mæla með ritskoðun, en því hljóta að vera ein- hver takmörk sett, hvað fólk notar i auglýsingaskyni, sér til framdrátt- ar.Þetta dæmi er makalaust smekk- leysi. Frá skemmtun vangeGnna. Þroskaþjálfanemi álitur að enginn hópur fatlaðra sé verr settur en vangefnir, sem oft njóti ekki einu sinni iágmarksmannréttinda. DV-mynd: Ragnar Th. Notkun öryggisbelta: Tilviljun em getur ráðið Ekki eru allir jafnsáttir við lögleiðingu bilbelta og þessi bilstjóri virðist vera. Margir telja að bilstjórar eigi sjálflr að taka þessa ákvörðun. Faðir hringdi: Vegna fréttar í blaðinu nýlega úm árekstur við Sætún, þar sem Ijósa- staur gekk inn í miðja bifreiðina, þykir mér ástæða til að greina nokk- uð nánar frá tildrögum málsins með hliðsjón af lögleiddri notkun öryggis- belta. Tekið skal fram að ég er faðir þess manns sem lenti í þessu slysi. Fyrir fáeinum dögum var ég á ferð eftir Keflavíkurveginum og vegna mikils skafrennings losaði ég öryggis- beltið af mér til að geta hallað betur fram svo ég gæti séð veginn ir framan mig. Vegna þess hljóðs sem kemur þegar beltin eru ekki notuð í bílnum mínum, ákvað ég að binda hnút á þau til aðstöðva hljóðið. Þegar sonur minn slðan var í um- ræddri ökuferð og lenti i þessum árekstri, hafði hann ekki getað losað þennan hnút og var því ekki með spennt beltið. Eins og kom réttilega fram ( frétt- inni, gekk ljósastaurinn, sem bílinn lenti á, inn í bifreiðina og við það kastaðist sonur minn yfír í farþega- sætið. Ef hann hefði verið í öryggisbelt- um, þarf ekki að leiða líkur að því, að hann væri ekki meðal okkar í dag. Þessi saga er einungis innlegg í um- ræðurnar um notkun öryggisbelta og sýnir það að lögleiðing þeirra getur verið varasöm, þvi tilviljun ein getur ráðið. Þetta er sjón sem vafalaust myndi ylja ibúum Villingaholtshrepps um hjartarætur, þvf ástandið i vegamálum þeirra er sagt vera mjög slæmt. Þjóðvegirnir: SLÆMT ÁSTAND í VEGAMÁLUM VILL- MGAHOUSHREPPS Erikur K. Eiríksson, Villingaholts- hreppi, hringdi: Það er óhætt að segja að þjóðvega- kerfið hjá okkur er með því allakasta í sveit á landinu, enda er vegurinn all- ur lægri en jarðvegurinn í kring. Hér er því alófært, þegar gerir él og á vorin, þegar klaka leysir, er ófært vegna aurbleytu. Um hásumar- ið á hins vegar að heita fært um veg- ina i hvaða veðri sem er. Sennilega stafar þetta ófremdar- ástand í vegamálum okkar af því að þingmenn Suðurlandskjördæmis telja okkar, sem byggjum þessa sveit og við þessa vegi búa, vera 4. og 5. flokks fólk í þjóðfélaginu sem hefur ekkert við betri vegi að gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.