Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Sakharov-hjónin sögð á spftala ss. Stjúpsonur andófsmannsins Andrei Sakharov, hefur skorað á Kremlstjórnina að sanna, að Sakharov njóti í raun læknisaðstoðar — en hann hefur verið iagður inn á sjúkrahús eftir 2 vikna langt hungurverkfall. Andrei Semyonov, sonur Yelenu Bonner, eiginkonu Sakharovs, skoraði á Kreml að rjúfa þögnina, sem ríkt hefur um hungurverkfall Sakharövs og áfram eftir að þau voru sótt á föstudaginn í útlegðaríbúð þeirra í Gorky. Sakharovhjónin hafa bæði verið í hungurverkfalli til þess að styðja tengdadóttur sína, Lízu Alexeyevu, í tiiraunum hennar til þess að fá leyfi til að flytja úr landi og heimsækja Semynov til Bandaríkjanna. Semyonov sagði fréttamönnum, að hann hefði án árangurs reynt að ná sambandi við Lízu í gær eftir að KGB- menn hefðu stöðvað hana, þegar hún ætlaði að taka lest frá Moskvu til Gorky að heimsækja tengdaforeldra sína. Semyonov sagði, að KGB-leynilög- reglumennirnir hefðu sagt við Lizu: ,,Ef þú reynir (að heimsækja Sakharov), munu þeir hrinda þér undir lestina.” — Hann lét ekki uppi, hvernig hann vissi, hvað sagt hafði verið við Lízu. Semyonov (26 ára) er stúdent við nám í Brandeisháskóla í Newton, Massachusetts. Hann segist aðeins ná sambandi við konu sína með því að þau séu áður búin að mæla sig saman um á- kveðnastund. Hann segir, að enginn viti til hvaða spítala Sakharov-hjónin hafi verið flutt, eða hvort þau hafi verið aðskilin. Skoraði hann á sové/t y firvöld að sýna með einhverjum hætti þau tvö hlytu umönnun. LANDIÐ ÞITT - ÍSLAND Annaö bindi þessa einstaklega glæsilega ritverks eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum og Þorstein Jósefsson. Bók sem hefur aö geyma sögu og sérkenni þúsunda staða, bæja, kauptúna, héraöa og landshluta. I bókinni er mikill fjöldi litmynda, sem opna lesendum nýja og víðari sýn til landsins síns, íslands. Andrés Kristjánsson bókmenntagagnrýnandi komst m.a. svo aö oröi um þennan bóka- flokk þegar fyrsta bindi hans kom út, aö hér væri um aö ræöa „öndvegisverk og einskonar sáttmálsörk lands og þjóöar." LANDIÐ ÞITT — ÍSLAND er kjörbók alls heimilisfólksins, bókin sem er lykillinn aö vitneskju og fróöleik um landið og sögu þess og mun halda gildi sínu í framtíðinni. Hér er því ekki aöeins um einstaklega glæsilega bók aö ræöa, heldur hefur hún að geyma hafsjó af fróöleik. HVAÐ GERÐIST Á ÍSLAND11980 HVAÐ GERÐIST Á ÍSLANDI — ÁRBÓK ÍSLANDS eftir Steinar J. Lúðvíksson er annað bindiö í bókaflokki sem hefur aö geyma ítarlega samtímasögu íslenskra atburöa. í bókinni er fjallað um alla helstu viðburðina í íslensku þjóölífi áriö 1980, á samfelldan hátt, þannig aö hvert mál er rekið frá upphafi tll enda. Bókin er því aögengilegt heimildarit og mun veröa ómetanleg þegar fram líða stundir og þeim skemmtileg lesning sem vilja rifja upp heimildir um samtíma atburði, sem þeir tóku þátt í eða voru áhorfendur aö. Bókinni er skipt niður í fjölda efnisflokka sem gera hana mjög aðgengilega, auk þess er í henni ítarleg atburöaskrá. Hér finna menn því á auöveldan hátt svör viö flestu því sem spurt verður um, þegar atburöi ársins 1980 ber á góma. TOGARAÓLDIN Eftir Gils Guömundsson. Fyrsta bindi ritverks er fjallar um mesta byltingarskeið íslenskrar atvinnusögu, og var grunnur þess aö íslendingar hófust úr örbirgö til allsnægta. Þessi bók ber undirtitilinn „Stórveldismenn og kotkarlar" og fjallar um upphaf togveiða viö ísland, hatrammar deilur sem uröu um togaraútgerð á ís- landsmiðum, viöskipti íslendinga viö erlenda togaramenn sem einnig voru mjög umdeild, fyrstu tilraunir íslendinga til sjálfstæðrar togaraútgeröar er fór út um þúfur. Þá er sagt frá landhelgisgæslumálum á öndveröri togaraöld, en hún var í höndurn Dana og þótti heldur óburðug. Komust erlendir togaramenn jafnvel upp meö ofbeldisverk viö íslendinga, svo sem rakið er í bókinni. TOGARAÖLDIN er litprentuö bók, mjög mikið myndskreytt og hafa sumar myndanna aldrei birst áöur, eins og t.d. einstæö myndasyrpa af töku breskra veiðiþjófa urh aldamót. 220 GÓMSÆTIR SJÁVARRÉTTIR Eftir Kristínu Gestsdóttur, myndskreytt af Sigurði Þorkelssyni. Þessi bók býöur meira en 220 uppskriftir af réttum úr fáanlegu íslensku hráefni. Sá, sem notar og fer eftir tillögum höfundarins, mun kynnast því aö þaö er hægt aö „gjöra góöa veislu“ ekki síöur úr fiski en kjöti. Raunar er kominn tími til aö íslendingar læri að matreiöa fisk- og sjávarréiti meö öörum hugsunarhætti en þeim aö á boröum sé „bara fiskur". Þaö þarf ekki endilega aö kosta svo miklu meira, þótt fiskurinn sé gerður aö lostæti, þaö krefst fyrst og fremst hugmyndaflugs og framtaks og meö aöstoö þessarar bókar verður máliö auöleyst. Auk uppskrifta af fisk- og sjávarrétt- um, eru í bókinni fjölmargar uppskriftir af auðveldum sósum, brauöum og ööru meölæti sem nýnæmi er aö. Þetta er bók sem mun gera „fiskdagana" á heimilinu aö hátíöisdögum. ORN&ORiyCUR Síöumúlan, sími 84866 GRETTISGÖTU 12-18 SÍIVII25252 Ford Fiesla L 1979, hvitur, ekinn 16 þús. km. Verð kr. 75 þúsund. AMC Eagle (fjórhjóladrif) 1981, grásanseraðpur, 6 cyl., sjálfsk. m/öllu, ekinn 12 þ.km. Sem nýr bíll. Verð kr. 235 þús. Toyota Crown 1981 dísil stalion, litur blásanseraöur, ekinn 68 þúsund km, sjálfskiptur, aflstýri, útvarp or segulhand. Ath. 7 manna. Verð 180 þúsund kr. Subaru 1600 4 x 4 1980, rauður, ekinn 30 þúsund km. Verð 115 þúsund kr. (Greiðslukjör). Toyota Corolla DX 1980, rauður, ekinn 19 þúsund km. Verð 85 þúsund kr. Galanl 1600 station 1980, rauður, ekinn 24 þúsund km. Verð 97 þúsund. Skipti á ódýrari. Mazda 323 (1400) 1980, rauður, 5 dyra, sjálfskiptur, útvarp, segul- band, snjódekk og sumardekk. Verð kr. 85 þúsund. 1 Sapparo GL Coupé 1981, silfur- I grár, ekinn 15 þ.km, snjód. + ' sumardekk á sporlfelgum. Verð kr. 135 þús. AMC Hornel 1977, silfurgrár, 6 eyl., sjálfsk. m/öllu, áklæði á sælum, ný nagladekk, ný sumar- dekk, úrvalsbíll. Verð kr. 78 þús. (Má greiöast með fasteignalr. víxlum). Mazda 626 1980, brúnsanseraður, 2ja dyra, ekinn 15 þúsund km. Útvarp og segulband. Verð 98 þúsund kr. Ford Bronco 1974, ekinn 110 þúsund, litur gulur, 8 cyl., sjálf- sk. Verð 180 þúsund kr. Skipti. Fjöldi annarra jeppa á söluskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.