Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981.
Jarðvinna
Tilboð óskast í jarðvinnu fyrir svæðisfélag við göngugötu i
Mjódd í Breiðholti. Um er að ræða ca 25000 m3 af lausum
jarðvegi og ca 1000 m3 af klöpp.
Verkinu skal að fullu lokið 1. apríl 1982.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7
Reykjavik, e.h. mánudag 7. des. gegn 500,- kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 17. des.
1981, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Nr.2 Stærðir: 23-30
Verðkr.310,-
Nýkomið
Frábæru Hobby-Flex
Nr. 1 Stærðir: 34—41
Verð kr. 461,-
Nr.4 Stærðir: 34-41
Verð kr. 487,-
Nr.8 Stærðir: 36-41
Verð kr. 592,-
Nr. 3 Stærðir: 36—41
Verðkr.320,-
Nr. 7 Stærðir: 39-46
Verðkr. 282,50
Opið laugardaginn
12. des. til kl. 18.00.
Nr. 5 Stærðir: 23—36
Verðkr. 314,-
Kristín Gunnarsdóttir
fótasérfræðingur Álftamýri 1-5 - Sími 31580
PÓSTSENDUM ÍAth- ■ húsi Borgarapóteks)
Útlönd Útlönd Útlönd
Richard Burton rabbar við hjónin Elizabeth og Eddie Fischer við upptöku á kvikmyndinni Kleópatra (1962).
FELUBYLUR06
FYRRVERANDI
EIGINMENN
—Nýlega komu útíBandaríkjunum þrjárævisögursem
allar fjalla meira eða minna um kvikmyndastjömuna
Elizabeth Taylor. Eruþaðævisagahennarsjálfrarog
ævisögur tveggja fyrrverandi eiginmanna, Eddies
Fischers ogRichards Burtons
Fáum hefur tekizt að vekja jafn-
rækilega athygli með einkalífi sínu og
kvikmyndastjörnunni Elizabeth
Taylor. Enda eru nú nýkomnar á
markað einar þrjár ævisögur sem
fjalla um stjörnuna að meira eða
minna leyti. Má þar fyrst telja ævi-
sögu hennar sjálfrar sem skráð er af
Kitty Kelly. Hinar eru ævisögur fyrr-
verandi eiginmanna, Eddys Fischers
og Richards Burtons og er sú síðar-
nefnda skráð af Paul Ferris.
Kitty Kelly kallar bók sína Síðustu
stjörnuna, enda er Elizabeth síðasta
Hollywoodstjarnan sinnar tegundar:
sjálfselsk, tillitslaus en svo heillandi
og fögur að fólk laðaðst að henni eins
og nál að segulmagni.
Fischer, Taylor — eiginmaður nr. 4.
orðar þetta að vísu dálítið öðruvísi í
sinni sögu:
— Elizabeth þykir gaman að safna
herfangi, segir hann.
Er þau Elizabeth gengu í hjóna-
band á sjötta áratugnum var Fischer
enn þekktur dægurlagasöngvari og
leikari en mörgum kom á óvart að
Elizabeth skyldi leggja lag sitt við
hann. En það gerði hún og allur
heimurinn stóð á öndinni út af ástar-
ævintýri þeirra. Fischer yfirgaf eigin-
konu sína, hina indælu og saklausu
Debbie Reynolds, til að taka saman
við ekkju bezta vinar sins, kvik-
myndaframleiðandans Mike Todds,
Elizabeth. Debbie segir reyndar að
Fischer hafi aldrei verið hamingju-
samur í hjónabandi þeirra.
Burton ætiaði að notfæra
sór frægð Elizabethar
En hann uppgötvaði fljótt að hann
hafði farið úr öskunni í eldinn þar
sem Elizabeth var. Hún var eins og
fellibylur. Henni tókst að gera minni-
háttar vandamál að sárum harmleik
en sælustundirnar á milli stríða
ógleymanlegar.
Samkvæmt bók Kelleys var
Elizabeth ótrú Fischer allt frá upp-
hafi sambands þeirra. Furðulegasta
herfang hennar frá þessu tímabili er
sennilega Max Lerner, prófessor i
amerískri menningarsögu og höfund-
ur margra bóka um efnið.
— Hún sagði að ég væri hennar
andlegi Mike Todd, segir Lerner
stoltur í viðtali við Kelley.
— Henni fanrist að aðdáun þekkts
gáfumanns, eins og Lerners, sannaði
að hún hefði lika heila, segir Fischer i
bók sinni um samband Elizabethar
og Lerners.
Annars virðist Elizabeth hafa gert
sitt bezta til að sanna hið gagnstæöa.
Hún reyndi ákaft að losna við hlut-
verk sitt í myndinni, Butterfield 8,
sem færði henni óskarsverðlaunin.
Bæði henni og Fischer fannst mynd-
in svo vond að þau skvettu úr kokteil-
glösunum sínum á tjaldið í fyrsta sinn
sem þau sáu hana. Hún var ánægðari
með hlutverk sitt sem Kleópatra.
Richard Burton lék Anthony og
Elizabeth féll strax fyrir honum.
Eddie Fischer heldur því fram í bók
sinni að Burton hafi í upphafi aðeins
viljað nota sér skinið af frægðarsól
Elizabethar. Hann segir að Burton
hafi sagt við sig:
— Þú þarfnast hennar ekki, þú ert
þegar stjarna. Ég þarf aftur á móti á
henni að halda og ég ætla mér að
nota hana, þessa hæfileikalausu,
einskisnýtu Hollywoodtæfu.
Baráttukonan Elizabeth
Elizabeth var ekkert að fara í laun-
kofa með ástarævintýri sitt með
Burton og allur heimurinn naut þess.
Fischer segir að hún hafi komið með
hann heim einn daginn og Burton hóf
strax einkennilegan leik. Hann sneri
sér að Elizabeth og hreytti út úr sér:
— Hvornokkarelskarðu?
Elizabeth horfði á okkur til skiptis
skelfingu lostin, en sagði svo: — Þig.
— Þetta var rétta svarið, sagði
Burton. — En það kom ekki nægi-
lega fljótt.
Fischer segir Elizabeth þá fyrst í
essinu sínu er von er á góðum bar-
daga:
— Því freklegar sem Burton móðg-
aði hana þeim mun ákveðnari varð
hún í að koma honum á kné. Og
Elizabeth hætti aldrei við hálfunnið
verk. Ef hún sá eitthvað sem hana
langaði í hætti hún aldrei fyrr en hún
fékk það.
Burton fékk hún líka. Samband
þeirra stóð í 10 ár. Þau skildu um
tíma en gengu svo í hjónaband öðru
sinni.
Fischer er nú 54 ára gamall og hon-
um tókst aldrei aftur að ná þeim vin-
sældum er hann naut á sjötta ára-
tugnum þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir. Enda lýsir saga hans vel píslar-
göngunni i baráttunni fyrir frægð og
frama. Burton er 56 ára, þjáist af
bakveiki og hefur verið heldur hljótt
um hann að undanförnu. En Eliza-
beth, 49 ára, nýtur lífsins sem eigin-
kona þingmannsins Johns Werners
og vann nýlega mikinn leiksigur á
Brodway í leikriti Lillian Helmans,
Litlu refirnir. Hún virðist svo sannar-
lega fær um að kynda undir því
slúðri sem ævinlega hefur fylgt einka-
lífi hennar í ein 30 ár í viðbót.
(Time)