Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Page 17
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. 17 Menning Menning Menning Menning Lífíð er skáldlegt Dea Trier Mörch: MIÐBÆRINN Skáldviyo. Ólöf Eldjám þýddi Iðunn 1981.309 bb. Alltaf er eitthvað að ske. Á fáein- um síðustu árum hefur til dæmis orð- ið eftirtektarverð breyting á bóka- markaðnum hér á landi: allt í einu er orðið svigrúm fyrir alvörugefnar bókmenntir, þýddar skáldsögur sem máli skipta, oft nýlegar bækur. Engu er likara en útgefendur, og með þeim lesendur, séu farnir að bera sig að fylgjast með því sem fram fer í bókmenntum umhverfis okkur í heiminum. Og þetta er nýskeð og nýj- ung í minni lífsreynslu að unnt sé að lesa þýdda skáldsögu á jólamarkaði sér til gagns og ánægju. Til skamms tíma voru skemmtibókmenntir, oft- ast hinir simplustu reyfarar, öidungis einráðir á markaðnum, og eru auð- vitað enn í yfirgnæfandi meirihluta. En til skamms tíma komu nánast eng- ar sögur aðrar. Og ef svo bar við að reynt væri að gefa út alvarlega stílaða skáldsögu var oft eins og tilviljun hefði valið hana, hún var auðvitað þýdd með sama klúðursbrag og reyf- ararnir og einatt reynt í útgáfunni að dulbúa hana sem réttskapaða skemmtisögu. Allt í einu er þetta breytt. Og heldur vonandi áfram að breytast. í haust koma til dæmis út nýjar bækur, allt stórar skáldsögur eftir Deu Trier Mörch, Marilyn French, Fay Weldon — fyrir utan William Heinesen, Michael Bulgakov og sjálf- an Cervantes. Og eflaust fleiri bækur sem tjáir að nefna í alvöru. Þótt reyf- arar séu þarflegir er gott að fá annað með, nýtt og gamalt, og mætti að vísu verða svigrúm fyrir fleiri og fjöl- breyttari erlendar samtímabókmenn- tir en eintómar raunsæislegar skáld- sögur úr lífi kvenna. En nöfnin þrú hér að ofan segja nokkuð til um þann nýja áhuga á erlendum bókum sem væntanlega ber útgáfuna uppi: höf- undarnir allir konur og sögurnar snú- ast allar með einu móti eða öðru um kvenfólk, kvenfrelsi og kvennabar- áttu. Eftirtektarvert að nýr áhugi á erlendum skáldsögum í þýðingu kem- ur til um sama leyti og „nýja raunsæ- ið” sem svo hefur verið nefnt í frum- sömdum bókmenntum. Bækur Marilyn French og Deu Tri- er Mörch koma hver af annarri út á íslensku, nýjar af nálinni: væntan- lega er það til marks um að þær hafi þegar í stað fengið þann hljómgrunn, lesendahóp sem þarf til að tryggja út- gáfu þeirra. Dea sló í gegn með Vetr- arbörnum um árið, hér á landi eins og annarstaðar, og hafa báðar seinni bækur hennar síðan verið þýddar. Sem líklega sýnir að áhugi á bókum hennar stafar ekki af einni saman tísku og umtali um fyrstu bókina. En eru sögur hennar réttnefndar „kvennasögur”? Alltént að því leyti að þær snúast umfram allt um konur og kvennareynslu — Miðbærinn Um Lúlú sem er gift Danna og á með honum tvö börn og um Maríu sem á litla dóttur með Sakaríasi en er skotin í og sefur hjá Albín arkítekt, miklu eldri manni. Sagan gerist á hálfum mánuði í ágúst 1979. Og ekkert sem kemur fram við þær Maríu og Lúlú í sögunni er neitt sérstakt, þesslegt að það gæti ekki hent hverja sem er, hvar sem er. Ef til þess er ætlast af kvennabókmenntum að þær þröngvi vitundarvakningu sinni upp á heiðr- aðan lesandann kann að vera hæpið að kalla Miðbæinn kvennasögu. Bókmenntir Ólafur Jónsson Merking hennar felst öll í hversdags- lýsingunni, trúverðugleika fólks og atvika og umhverfisins í sögunni. Að þessu leyti kann að vera fróðlegt að bera lýsingu Deu Trier Mörch á kvennahátíð og kvennaballi Miðbæn- um, eða hjúskap þeirra Danna, sam- an við hjúskap Míru og frelsun henn- ar í Kvennaklósettinu. Eða blóð- skömm og barnamorð sem Praxís þarf að ganga gegnum í sinni sögu. svo hún megi verða frjáls. Fólkið í Miðbænum er á þrítugs- og fertugsaldri, Lúlú og Danni búin að vera gift á tólfta ár, hún vann á skrifstofu þangað til börnin fæddust, hann er byggingaverkamaður og kommúnisti. Þau tóku saman sum- arið 68. Þetta er „unga miðaldra” fólkið nú á dögum — í gallabuxum og vinstritískunni. Sem raunar er meira en tíska fyrir Danna, flokkur- inn er hans hálfa líf, og Lúlú og börn- in fylgja honum í þvi. Eins og öðru sem máli skiptir. Lúlú er að ráðgera að mennta sig, komast út að vinna eftir að börnin komust af höndunum. Það hefur stundum verið erfitt í hjónabandinu hjá þeim Danna, eiknum meðan börnin voru lítil, og hjúskaparlífið orðið dauflegra en það var. Þau eru ekkert viss um hvað þau elska hvort annað mikið. En þau eru ráðin í að halda saman og hjúskapn- um gangandi, og viljinn dregur langt. Þau sttuida saman um það sem mestu skiptir, heimilið, börnin og hvort annað. Eins og gengur og gerist í hjónaböndum. Lúlú er móðir og eiginkona, heimakona, kjölfesta í hinni ill- ræmdu kjarnafjölskyldu. Og það er hún sem sagan umfram allt snýst um, saga Mariu í senn hliðstæð og and- stæð hennar sögu. Ahugi Lúlúar í söginni beinist út á við, út á meðal annars fólks, hún þarf að komast út af heimilinu til að fá að vera hún sjálf. Líf Maríu, frjálsu konunnar sem ekki trúir á hjónabandið.liverfist hinsvegar um hana sjálfa og þau Albín sem hún elskar og girnist og girnist og elskar hana. Og veit þó að samband þeirra verður ekki varan- legt, að til þess ber þeim of margt á milli. En sögunni er ekkert annt um að útkljá málefni Lúlúar eða Maríu eða önnur frásagnarefni. Allt sem þar skeður gæti hent hvern sem er, hvar sem er. Og vandamál þeirra kvenna og annarra í sögunni eru lögð fyrir i •samhengi ýtarlegrar hversdagslýsing- ar, alveg trúverðugar lýsingar á hversdagslífi og háttum fólks í sög- unni og umhverfi þeirra, fjölskyldu- lífi með litlum börnum, við matar- borð og í stofu og rúminu, skóla og barnaheimili og þessar frásagnir verða sumpart svo ýtarlegar að það er engu líkara en þær séu markmið í sjálfu sér, eins og hversdagsleikinn heilli höfundinn, og vel að merkja með honum lesandann, og gralast fyrir um merkingu og gildi hlutanna i hinu daglega umhverfi með sem nán- astri lýsingu þeirra, út frá sjónarmiði fólks sem sjálft er órofa hluti hans í sögunni. Og þessi hversdagslýsing er alla tíð íþætt náttúrulýsingu, náttúrumynd- um úr borginni, miðbænum í Kaup- mannahöfn þar sem sagan gerist — af húsum, götum, görðum, himnin- um yfir bænum, veðrinu og birtunni í honum. Mannlífið sem sagan lýsir er órofa þáttur í náttúru og landslagi borgarinnar. Og þessi myndræna stefna frásagnarinnar, hlutlægnin sem hún ber með sér í lýsingu fólks og tilfinninga, í og með allri hennar samúð og skilningi á fólki í sögunni, held ég að mestu valdi um ríkulegan skáldlegan þokka hennar. Lifið er svo skáldlegt! 1 miðjum hversdegin- um. Ur refaraekt í sohimennsku... Ungt skáld á umbrotaskeiði FLÖKKULÍF er œskusaga Hannesar Sigfús- sonar skdlds, skemmtileg og fróöleg bók um uppvöxt og mótun skálds á fjóröa og fimmta áratugnum. Ur refarækt í sölumennsku Hannes segir frá bemskuárum sínum í Reykjavík, fjölskylduhögum þar sem á ýmsu gengur, endasleppri skólavist, fjölbreytilegri æskureynslu. Hannes veröur skálda yngstur til aö lesa úr verkum sínum í útvarp, — og litlu síöar heldur hann til Noregs aö lœra refarækt. Um þann náms- og starfsferil fer eins og fleira aö hann veröur ekki til frambúöar. Hannes gerist sölumaöur og fer í þeim erindum um- hverfis land, en jafnframt fæst hann viÖ skáldskap, umgengst aöra unga áhugamenn um bókmenntir sem í bróöerni mæla andleg afrek sín viö skáldverk félaganna. Koma hér viÖ sögu ýmsir rithöfundar sem þá voru ungir og óráönir en nú eru löngu þjóö- kunnir og virtir. Hannes lýsir sjálfum sér og samferöamönnunum fjörlega, hispurslaust og hressilega, meö húmor sem ekki beinist síst aö honum sjálfum. FLÖKKULÍF erfróöleg bók um mótunarár hinna svonefndu atómskálda, en höfundur bók- arinnar varö einn hinnfremsti í þeim hópi sem ruddi braut nýjungum í íslenskri IjóÖagerÖ um miöja öldina. — FLÖKKULÍF er lifandi sjálfs- lýsing, létt og leikandi dregin mynd ungs skálds á umbrotaskeiöi sem margir munu hafa ánægju ogfróöleik af. Bræðraborgarstíg 16 Pósthólf294 121 Reykjavík Sími 12923-19156

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.