Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 20
20
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981.
Það hefur varla farið framhjá
nokkrum blaðalesanda að upp hafa
komið illvígar deilur um launa-
greiðslur og kjör þeirra kennara sem
starfa við svonefndar „öldungadeild-
ir” á framhaldsskólastiginu. Með því
að yfirlýsingar samninganefndar
rikisins hafa verið býsna háværar og
afdráttarlausar og þeir sem þar hafa
átt hlut að máli tekið undir þann fá-
ránlega níðsöng sem lýsir kennurum
hvarvetna sem snikjudýrum og þjóð-
hættulegu fólki finnst mér ekki alveg
úr vegi að fara um þetta mál nokkr-
um orðum eins og það lítur út frá
sjónarmiði kennara og stjórnenda
skólanna.
Öldungadeildir eru ekki gamlar.
Hin elsta tók til slarfa fyrir forgöngu
Guðmundar rektors Arnlaugssonar
og samstarfsmanna hans við Mennta-
skólann við Hamrahlíð fyrir röskum
áratug. Að sjálfsögðu var það i
óþökk fjárveitingavalds sem þar var
af stað farið og mikil áhersla lögð á
að eiginlega mætti svona kennsla
ekkert kosta. Þannig var svo dæmi sé
tekið ekkert tillit tekið til deildarinn-
ar í fjárhagsáætlun fyrir skólann,
þeirri sem samþykkt var af yfirvöld-
um fyrstu tiu árin. Það var aldrei
viðurkennl í fjárveitingum til skólans
að nokkur annar kostnaður gæti
hlotist af deildinni en kennslulaun.
Ekki mátti minnast á ræstingarkostn-
að, hitunarkostnað skólahússins, raf-
magnskostnað, hvað þá gert væri ráð
fyrir að slit hlytist af því þótt bætt
væri nokkrum hundruðum nemenda
við þá tölu sem fyrir var.
Forsvarsmenn fyrstu öldungadeild-
arinnar höfðu sannast sagna ekki gert
sér mjög raunsæjar hugmyndir um
þörfina fyrir slika stofnun. í stað
fárra tuga manna sem þeir áttu von á,
birtust þegar á fyrstu önnum deildar-
innar fleiri hundruð. Fjárveitingar til
kennslunnar voru mjög skornar við
nögl og þegar á fyrstu tíð mótuðust
þær starfsreglur fyrir kennara að þeir
fengju 50% þess tíma sem notaður
var í venjulegum skóla til þess að
kenna sama námsefni og þar — og
þeir tóku við þeim nemendafjölda
sem óskaði eftir kennslu. Nú hefði
okkur, kennurunum, vitanlega verið í
ÖLDUNGADEILDIR —
UM HVAÐ ERDEILT?
lófa lagið að segja: ,,Nei, takk. Við
kennum eðlilegri hópastærð, miðum
við þetta ríflega tuttugu nemendur í
hverjum hópi. Hinir verða að bíða.”
En menn verða að virða okkur til
vorkunnar að við gerðum þetta ekki.
Og þróunin varð sú að nemenda-
fjöldi varð á bilinu 30—100 nem-
endur í hópi. Sá sem þetta skrifar
hefur t.d. reynslu af því að þylja
ýmisleg fræði um Njálssögu og bók-
menntafræði yfir rösklega 100 nem-
endum í sal sem rúmaði að öllu eðli-
legu 70 manns, enda kom fyrir að liði
yfir nemendur (sakir loftleysis, ekki
kynngimagnaðrar kennslu!).
Það var ekki fyrr en þessi starfsemi
hafði staðið fleiri annir að léð var
máls á því að gera sérstaka kjara-
samninga fyrir kennara öldunga-
deildarinnar við MH. Illu heilli féll-
ust samningamenn kennara á þau1
ein rök sem samninganefnd ríkisins
virtist skilja: Þarna ætti að greiða
álag vegna nemendafjölda. Og þegar
upp var staðið hafði verið sæst á að
greiða hverja kennslustund fastra
kennara með hlutfallinu 1,6 eða með
öðrum orðum með 60% álagi. Þetta
þótti samninganefnd ríkisins að vísu
ofrausn og tók vandlega fram að
þetta miðaðist við stóra hópa nem-
enda.
Nú liðu ár og smátt og smátt varð
mönnum Ijóst að það væri ekki í
anda tímans að fullorðinsfræðsla af
þessu tagi væri sérréttindi Reykvík-
inga. Framhaldsskólar víða um land
tóku upp öldungadeildastarfsemi.
Fyrst riðu Akureyringar á vaðið svo
sem von var til en síðan fleiri og
fleiri. Og eðlilega gerðu kennarar
þessara stofnana kröfu til sömu
Heimir Pálsson:
launa og greidd voru við Hamrahlíð.
En þá hljóp sem hland fyrir hjartað
á samningamönnum ríkisins. Nú var
of langt gengið: Námshóparnir voru
alls ekki stærri en í venjulegum skóla
og meira að segja stundum miklu
minni. Fjármálaráðuneytið sagði
samningunum upp og síðan hófst það
samningaþóf sem nú síðast leiddi til
nauðungarsamninga sem kennarar
féllust að vísu á að vinna eftir til ára-
móta, en gerist ekkert fyrir upphaf
næstu annar er ekki annað sýnt en
allar öldungadeildir leggist niður.
Það er ekki erindi þessarar greinar
að ræða það ódæði sem unnið væri
með því að ríkisvaldið legði öldunga-
deildirnar niður. Reynsla nemend-
anna sem nú fara að teljast í þúsund-
um, ekki hundruðum, verður ólygn-
ust. Hins vegar var ætlunin að ræða
ofurlítið um sjálf k jaramálin.
Ég sagði áður að illu heilli hefðu
samningamenn kennara fallist á rök
ráðuneytis um fjöldaálag. Sann-
leikurinn er nefnilega sá að það er
ekki fjöldinn sem fyrst og fremst rétt-
lætir verulegt launaálag heldur
vinnuaðstaða.
Öll kennsla í öldungadeildum fer
fram eftir venjulegan dagvinnutíma,
þ.e. eftir klukkan fimm á daginn og
stendur að jafnaði fram á ellefta tím-
ann á kvöldin. Auk þess er sumstaðar
kennt á laugardögum (undirritaður
hefur kennt á sunnudagsmorgnum,
^ „Sá sem þetta skrifar hefur t.d. reynslu af
því að þylja ýmisleg fræði um Njálssögu
og bókmenntafræði yfir rösklega 100 nemend-
um í sal sem rúmaði að öllu eðlilegu 70 manns,
enda kom fyrir að liði yfir nemendur,” segir
Heimir Pálsson í grein sinni, þar sem hann
fjallar um kennslumál í öldungadeildum.
en það mun heyra til undantekninga).
Þótt ég hafi ekki reynslu af mörgum
störfum á ísl. vinnumarkaði leyfi
ég mér að fullyrða að fá störf séu'
jafn krefjandi og andlega lýjandi og
kennsla. Ég veit að visu að þar er all-
mikill munur á skólastigum, grunn-
skólakennarar eiga erfiðasta ævi, en
enginn nema sá sem reynt hefur veit
hvað það er að koma heim þreyttur
eftir kennsludag. Þegar svo er ætlast
til að menn rífi af sér þreytuna á
kvöldin til að vinna í akkorði og skila
á hálfum þeim tíma sem eðlilegur
þykir á daginn starfi eins og kennslu,
þá leyfi ég mér að spyrja: Eru undur
þótt mönnum þyki 60% álag í kaupi
vera lágmark? Hvernig skyldi litið á
það í öðrum verkalýðsfélögum? Er
óeðlilegt að 100% afkastaaukning í
eftirvinnu leiði til 60% launahækk-
unar? — Svari hver fyrir sig.
Samninganefnd ríkisins neyddi
„kvótakerfi” upp á öldungadeilda-
kennara og þvingaði fram mismun-
andi laun eftir nemendafjölda i
hópum. Þetta hefur það í för með sér
að kennarar utan Reykjavíkur munu
fá lægri laun en Reykjavíkurkennar-
ar (og Akureyrarkennarar) — en
nemendur greiða þó sömu námsgjöld
allstaðar á landinu, hvernig sem það
getur nú hangið saman. Auk þess
hefur kvótakerfið það í för með sér
að kennari í lokaáfanga í námsgrein
(t.d. stærðfræði) fær lægra kaup en
sá sem kennir fyrsta áfangann, ein-
faldlega vegna þess að nemendur í
lokaáföngum eru ávallt færri en í
upphafsáföngum. Önnur ákvæði
þessa makalausa samnings lýsa flest
hver svipuðu vitsmunalífi og þessi
sem nú voru nefnd.
Það hlýtur að vera krafa allra
hugsandi manna að ráðherrar
mennta- og fjármála láti þetta til sín
taka. Þeir hafa vald til að leysa vand-
ann, koma í veg fyrir þau ógæfuspor
sem embættismenn þeirra eru að
stíga: að leggja öldungadeildir niður.
Nú er að sýna manndóm og beita
þessu valdi.
Heimir Pálsson,
skólameistari.
Húsgagnasýning
á morgun, sunnudag
frá kl. 14.00 til 17.00
Rondo sófasett
Verð kr. 16.275.00.-
Útborgun 20%
eftirstöðvar á
9-10 mánuðum
Húsgagnaverslun
Guðmundar
Smiðjuvegi 2, Kóp.
Sími 45100
Nýjar bækur
Sumarblóm
í Paradís
•ftir Snjólaugu Bragadóttur
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hef-
ur sent frá sér bókina Sumarblóm í
Paradís, nýja skáldsögu eftir Snjólaugu
Bragadóttur frá Skáldalæk. Er þetta
áttunda skáldsaga Snjólaugar, en
fyrsta bók hennar: Næturstaður kom
út árið 1972.
Sumarblóm í Paradís er saga úr nú-
tímanum. Fjallar um unga stúlku sem
beðið hefur hálfgert skipbrot og stend-
ur á krossgötum í lífi sinu, er vinkona
hennar býður henni að koma með sér út
i eyðieyju á Breiðafirði, þar sem komið
hefur verið upp sumarparadis fyrir
ferðamenn. Margt óvænt hendir hina
ungu stúlku meðan á eyjardvölinni
stendur, ástir lifna og deyja og fyrr en
varir er aftur komin haust. Aðalsögu-
hetja bókarinnar, Lena, sér þá fram á
að þurfa að fara aftur til borgarinnar
og standa í nákvæmlega sömu sporum
og um vorið.
Sumarblóm í Paradís er sett, um-
brotin, filmuunnin og prentuð í Prent-
stofu G. Benediktssonar, en bundin hjá
Arnarfelli hf. Káputeikning er eftir Sig-
urþór Jakbosson.
Nýjar bækur
. NÚÁDÖGUM UFAMENN
Al.LT AF MEMA DAUÐANN. .,
SÉRHVER ÞJÓÐ HEFUR ÞÁ STJÓRN
SEM HÚN VERÐSKULDAR .jtÆMAKTRE
LVGARÍNN VER0UR AÐ
HAFAÓOTT MiNNl.. „ • .
SÁSEMGETUR FRAMKVÆMIR
SÁ SEM EKKERT GETUR, KENNIR..
■ ÞRÍR GETA ÞAGAB YFIR
Kristailar
sóra Gunnars Árnasonar
Almenna bókafélagið hefur sent frá
sér bókina Kristalla tilvitnanir og fleyg
orfl í samantekt séra Gunnars Árna-
sonar frá Skútustöðum. Er hér um að
ræða aðra útgáfu þessa verks aukna
um rúman þriðjung, en fyrri útgáfan
kom út 1956. j kynningu forlagsins á
bókarkápu segir m.a.:
„Kristallar — tilvitnanir og fleyg orð
er safn snjallyrða og frægra ummæla
frá ýmsum tímum og víðsvegar að úr
heiminum. Bókina munu sumir vilja
lesa í einni lotu og mun skemmtilegur
lestur. Aðrir munu vilja nota hana sem
uppflettirit og er efninu þannig skipað
að hún er hentug til þeirra nota... ”
Dæmi úr bókinni: Ef við flettum t.d.
upp á orðinu skoflun sjáum við þetta
m.a.:
Þá eina teljum við vitra sem játa vor-
ar eigin skoðanir — Rochefoucauld. —
Skynsamir menn skipta um skoðun,
fíflin aldrei — T. de-Reiss. — Ég get
ekki fallist á skoðanir yðar, en ég skal
leggja líf mitt að veði til þess að verja
rétt yðar til að halda þeim fram — S.C.
Tallentyre. Fyrri tíðar menn áttu sann-
færingu, vér nútímamenn höfum að-
eins skoðanir — Heine.
Kristöllum fylgir rækileg skrá yfir
höfunda hinna fleygu orða bókarinnar
ásamt upplýsingum um þá.
Bókin er 272 bls. að stærð og unnin i
Prentverki Akraness.