Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Side 26
26
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur veriö í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Tjarnargata 4,
neðri hæð, í Njarðvik, þinglýst eign Vals Þorgeirssonar, fer firam á eign-
inni sjálfri að kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands Bmmtudaginn 10.
desember 1981 kl. 10.00.
Bæjarfógetinn i Njarðvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Heiðarhraun
30 b, 2. hæð til vinstri í Grindavfk, þinglýst eign Sigurðar R. Ólafssonar,
fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Jóns G.
Briem hdl. miðvikudaginn 9. desember 1981 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn i Grindavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið I Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Brekkustigur
37 í Njarðvík, þinglýst eign ísleifs Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri
að kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. miðvikudaginn 9. desember
1981 kl. 11.00.
Bæjarfóggtinn i Njarðvik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið f Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Selsvellir 22 f
Grindavík, þinglýst eign Snorra Gestssonar, fer fram á eigninni sjálfri að
kröfu Jóns G. Briem hdl., Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Tryggingastofn-
unar rfkisins fimmtudaginn 10. desember kl. 17.00.
Bæiarfóeetinn f Grindavfk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Miðgarður 2 i
Grindavik, þinglýst eign Möskva sf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu ,
Hafsteins Sigurðssonar hrl. miðvikudaginn 9. desember 1981 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn f Grindavfk.
Nauðungaruppboð
annað og sfðasta á fasteigninni Melteigur 20 í Keflavik, þinglýst eign Guð-
mundar Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H.
Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 10. desember 1981 kl. 11.30.
Bæjarfógetinn í Keflavfk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaöinu á fasteigninni Melabraut 13 i
Garði, þinglýst eign Walters Borgars, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Jóns G. Briem hdl. og fleiri föstudaginn 11. desember 1981 kl. 15.00.
Sýslumaðurinn f Gullbringusýslu.
Hef opnað
lœkningastofu að Háteigsvegi 1 Reykjavík (Austur-
bæjarapótek).
Sérgrein: hormóna- og efnaskiptasjúkdómar.
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 10380 daglega kl.
13-18.
Ástráður B. Hreiðarsson
iaaknlr
Erlendar bækur
tíl gjafa
- hagstætt verð!
Bókabúð Steinars
Bergstaðastræti 7
sími 16070
Fimleikahátfð FSÍ var i Laugardalshöllinni i gær og tókst að vanda vel. Þar sýndu yfir 300 manns við mikinn fögnuð áhorf-
enda sem voru margir. Þessi mynd er af stúlkum úr Fylki sem sýndu jassleikfimi. Ljósmynd GVA.
íþróttir
íþróttir
Telex-keppnin Ísland-England:
ENGLENDINGAR EIGA
SIGURINN VÍSAN
— Ingi R. hélt upp á af mælisdaginn með sigri gegn Mestel
Harðsnúið lið Englendinga virðist
ætla að merja sigur gegn íslendingum í
2. umferð Telex-ólympíumótsins, sem
fram fór á iaugardag. Eftir 9 klst. tafl-
mennsku var 6 skákum lokið af 8 og
staðan 3 1/2—2 1/2 Englendingum i
vil. Skákir Helga Óiafssonar við stór-
meistarann Stean og Magnúsar
Sólmundarsonar við James Plaskett
fóru I dóm, en útilokað er að íslending-
ar nái að jafna metin. Magnús hefur
reyndar vinningsmöguleika i sinni
skák, en mannlegur máttur fær ekki
bjargað stöðu Heiga.
Á öllum borðum áttu Islendingai
undir högg að sækja, ef miðað er við
Eló-stigatölu. Meðaltal skákstiga
Englendinga var 2470, á móti 2413
stigum íslendinga. Munaði þar mestu
að í íslenzka liðið vantaði margar
styrkar stoðir: Guðmund Sigurjónsson,
Hauk Angantýsson, Margeir Pétursson
og Ingvar Ásmundsson, sem allir voru
fjarverandi.
1 liði Englendinga tefldu 4 af 5 stór-
meisturum þeirra, einungis Toni Miles
var ekki með.
Úrslit á einstökum borðum urðu
þessi:
1. borð: Friðrik Ólafsson-Nunn 1/2
2. borð: Helgi Ólafsson-
Stean biðskák
3. borð: Jón L. Árnason—
Speelman 1/2
4. borð: Jóhann Hjartarson-
KeeneO—1
5. borð: Ingi R. Jóhannssom
Mestell—0
6. borð: Elvar Guðmundsson-
Taulbut 1/2
7. borð: Magnús Sólmundarson-
Plaskett biðskák
8. borð: Björn Þorsteinsson-
DaviesO—1
Ingi R. var liðsstjóri islensku sveitar-
innar og svo skemmtilega vildi til að
hann hélt einmitt upp á 45 ára afmælið
daginn sem keppnin fór fram. í tilefni
dagsins færði Dr. Ingimar Jónsson
Inga gjöf frá Skáksambandinu og aðra
sendingu fékk Ingi skömmu síðar. Það
var leikurinn 35. •— Ke6 frá Mestel sem
tapaði skiptamun á ákaflega skemmti-
legan hátt , svo skemmtilegan að Ingi
gat ekki á sér setið og hló dátt þegar
honum barst leikurinn í hendur.
En sá hlær best sem síðast hlær.
Skömmu síðar féll Björn Þorsteinsson
á tfma gegn Davies, með erfiða stöðu
og Keene vann Jóhann Hjartarson eftir
mikinn darraðardans. Skákin var í
jafnvægi framan af þar til Jóhann
seildist eftir skiptamun og svo fór að
Jóhann réð ekki við allarhótanirnarog
gafst upp eftir 41 leik.
Friðrik og Dr. John Nunn tefldu
drottningarpeðsbyrjun og hafði Friðrik
ivið betri möguleika framan af. Fn
taflið jafnaðistog eftirló leikivar samið
um jafntefli. Skák ofanritaðs við
Speelman var í jafnvægi allan tímann
og eftir 22 leiki var einungis hrókur,
biskup og 6 peð eftir hjá hvorum og
jafntefli samið. Speelman beitti Caro
Kann vörn og sömuleiðis Elvar gegn
fyrrum Evrópumeistara unglinga
Shaun Taulbut. Þeir sömdu um
Skák
Jón L. Árnason
jafntefli eftir 24 leiki. Reyndar hefði
Elvar að ósekju mátt tefla til þrautar,
en hann var naumur á tíma.
í skákum Helga og Magnúsar sem
fór í dóm var teflt svokallað „brodd-
gaitarafbrigði” af enska leiknum. Þeir
Magnús og Plaskett hermdu lengi eftir
Stean og Helga, en svo fór að leiðir
skildu. Sérstök dómnefnd mun dæma
skákirnar en hún þyrfti að vera mjög
hliðholl íslendingum ef nauðsynlegur
1 1/2 vinningur á að nást. Staðan i
skákunum er þessi:
Svart: James Plaskett
Hvitt: Magnús Sólmundarson.
Svartur á leik. Eins og sjá má hefur
Magnús töglin og hagldirnar og
möguleika á að sprengja upp með f4-f5
og b3-b4. En óvíst er hvort staðan nægi
til vinnings. Útlitiö hjá Helga er hins
vegar öllu ískyggilegra.
Hvftt: Michael Stean: Kf3, Hb6, Re3
h2, g3, b3, a4.
Svart: Helgi Ólafsson: Ke7, Hb8, Rf6,
h7, g5,a5.
Hvítur á Ieik og virðist geta unnið
annað peð með Hb5 o.s.frv.
En gefum afmælisbarninu orðið:
Hvitt: Ingi R. Jóhannsson
Svart: Mestel
Drott ningarpeösbyrj un.
1. Rf3 c5 2. c4 Rf6 3. Rc3 e6 4. e3
d6!? 5. d4 Rbd7!? 6. Bd3 Be7 7. 0—0
0—0 8. b3 b6 9. Bb2 Bb7 10. De2 a6 11.
Hfdl Ha7! 12. e4cxd4 13. Rxd4
Uppbygging svarts er í Svíþjóð nefnd
„þriggja raða kerfi Ulf Anderssons”, í
Danmörku „Gúmíuppbygging” og í
Englandi er hún kennd við broddgölt.
Svartur hefur trausta stöðu og ef á
hann er ráðist gæti hann stungið með
d6-d5, eða b6-b5 eftir atvikum.
13. — Db8 14. Bc2 Hfe8 15. Hdel Bf8
16. Hadl Ba8 17. Khl g6 18. a4 Rh5.
Svartur leggur ekki út í 18. —d5?!
19. e5 Rh5 20. cxd5 exd5 21. e6!? meði
tvísýnni stöðu. Auðvitað gat hvítur
vikið drottningunni undan í 18. leik, til
d2.
19. Dd2 Re5 20. Rde2 Had7 21. h3
Dd8! 22. Hfl Dh4 23. Bcl! d5 24.cxd5
exd5 25. Dg5 Dxg5 26. Bxg5 Dxe4 27.
Bxe4 Bxe4 28. Rxe4 Rd3 29. Rcl!
Þennan leik varö Ingi að sjá fyrir er
hann lék 23. Bcl — hvítur hefur örlítið
betri möguleika í endataflinu.
29. — Hxe4 30. Hxd3 Hxd3 31. Rxd3
f6 32. Bcl Kf7 33. Hdl f5 34. Kgl Rf6
35. Bb2 Ke6??
36. f3! Hh4
Ef 36. — He2, þá auðvitað 37.
Rf4+ og ef 36. — He3, þá 38. Rf4 +
Kf7 39. Bxf6 Kxf6 40. Rd5 + og vinnur
hrókinn í báðum tilfellum.
37. g3! Hh6 38. Bcl! f4.
Ef 38. — Hxh3 þá 39. Rf4+ ogeftir
38. -g5 39. Bxg5 kemur aftur riddara-
gafalláf4reitnum.
39. Rxf4+ Kf7 40. Kg2
Nákvæmara er 40. h4! og hrókurinn
getur sig hvergi hrært.
40. — g5 41. Rd3 Bdó 42. Rf2 Bc5 43.
Bxg5 Hgó 44. Bxf6 Kxf6 45. Re4+ Ke5
H4 Bd4 47. Rg5! Kd5 48. f4 Kc5 49.
f5 — og svartur gafst upp.