Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 27
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981.
27
íþfóttSE'
íþrótt
Hörðurtekur
við Völsungi!
Húsvíkingar hafa ráðið Hörð
Helgason, hinn kunna liðstjóra Akur-
nesinga, sem þjólfara 2. deildarliðs
Völsunga i knattspyrnunni i sumar.
Hörður, sem áður var markmaður
hjá Fram og siðan Akranesi, hefur
verið liðstjóri Skagamanna undanfarin
ár og einnig aðstoðað hina erlendu
þjálfara sem verið hafa hjá Skaga-
mönnum.
Hann tekur við hjá Völsungi af Jóni
Gunnlaugssyni sem er aftur fluttur á
Akranes og mun trúlega leika með
þeim í sumar. -klp-
Grindvíkingamir
f óra loks f gang
- eftir fjóra fapleiki í röð og sigruðu
Haukana létt
Grindvikingar unnu sinn fyrsta leik i
1. deildinni í körfuknattleik i gær þegar
þeir lögðu Hauka létfilega að velli i
íþróttahúsinu í Njarðvík.
Grindvíkingarnir komu Haukunum
mjög svo á óvart strax i leiknum og áttu
þeir aldrei möguleika. 1 hálfleik var
staðan 45—39 Grindavík i vil en loka-
tölurnar urðu 88—69.
Eyjólfur Guðlaugsson átti stórkost-
legan leik með Grindavíkurliðinu —
þann bezta sem hann hefur nokkurn
tímann átt. Skoraði hann 31 stig sem er
4 stigum meir en Bandaríkjamaðurinn í
liðinu, Mark Holmes, gerði.
Hjá Haukum var Dakarsta Webster
beztur — skoraði 22 stig en einnig var
Pálmar Sigurðsson góður þó svo að
hann hefði ekki skorað mikið.
Staðan í 1. deildinni í körfuknattleik
eftir leikinn er þessi:
Keflavík 4, 4 0 399—297 8
Haukar 4 2 2 352—383 4
Skallagrímur 5 2 3 441—503 4
Grindavík 5 1 4 412—421 2
Næsti leikur i deildinni verður á
miðvikudagskvöldið i Keflavík en þá
leika ÍBK og Grindavik. -G/-klp-
CRUIJFF SKOR-
AÐIFYRIR AJAX
Johan Cruijff lék á ný i hollenzku
knattspyrnunni i gær eftir átta ára fjar-
veru. Skoraði fyrsta mark Ajax í 4—1
sigrinum á Haarlem og hinn 34ra ára
Cruijff.sem um árabil var talinn bezti
Houston vann
Portland
Houston Rockets sigrraði Portland
Blazers meö 12 stiga mun — 110—98
— i ameríska körfuknattleiknum á
iaugard. Af öðrum úrslitum má nefna
Philadelphia—New Jersey 114—105,
Golden State— San Diego 138—113,
New York Kicks—Boston Celtic
103—83.
-hsím.
Betraenhjá
pabba!
Ung islenzk stúlka, Þórunn
Guðmundsdóttir, setti i gær nýtt
meyjamet i 1500 metra skriðsundi á
miklu sundmóti i Danmörku.
Hún synti vegalengdina á 19:23,8
mlnútum. Gamla metið átti Katrín L.
Sveinsdóttir, Ægi og var það 20:43,3
min.
Til gamans má geta þess að þessi
timi Þórunnar, sem er aðeins 11 ára
gömul, er betri en íslandsmet karla i
sömu grein sem faðir hennar,
Guðmundur Harðarsson sundkennari,
átti hér fyrir nokkrum árum.
-klp-
lárus kominn
til Þýzkalands
Vikingurinn Lárus Guðmundsson
hefur verið hjá Beveren i Belgiu i
siðustu viku, en fengið litið að sýna
þar. Báðum æfingaleikjunum sem
hann átti að taka þátt i var frestað.
Hann er nú kominn til Vestur-Þýzka-
lands en þar eru nokkur félög sem hafa
áhuga á að sjá þennan marksækna leik-
mann frá Islandi. Þar á meðal er
Hannover 96, sem þegar hefur tryggt
sér einn íslenzkan leikmann, Jóhannes
Eðvaldsson. -klp-
knattspyrnumaður heims, sýndi oft
snilldartakta. Ajax fékk hann án
greíðslu frá Washington Diplomats.
Var í skyrtu nr. 14 sem áður og áhorf-
endafjöldinn hjá Ajax jókst um 15
þúsund.
Mörgum leikjum var frestað vegna
rigningar. Úrslit i þeim sem háðir voru
urðu þessi:
PEC Zwolle-Tilburg 1—5
Ajax-Haarlem 4—1
Den Haag-AZ ’67 Groningen-Roda PSV-Maastricht Staöa efstu liða. PSV 16 AZ ’67 16 Ajax 16 1— 4 2— 2 2—2 12 2 2 42—17 26 10 3 3 37—17 23 10 2 4 55—26 22 -hsim.
Staðan í
úrvalsdeild
Staðan i úrvalsdeildinni i
körfuknattleik eftir leikina um helgina:
Njarðvík-KR 100—75
Fram-Valur 79—74
Fram 9 8 1 768—681 16
Njarðvik 9 8 1 748—669 16
Valur 8 4 4 627—613 8
KR 7 2 5 505-559 4
ÍR 8 3 6 587—645 4
ÍS 7 0 7 524—592 0
JOLAFERÐIN
er 19. des. krakkarnir í jólafríi
og aðeins sex vinnudagar tapast!
'
Við bjóðum
skioaferoir
í beinu Ieiguflugi
og opnum um leið nýjar dyr að
skíðaparadís Austurrísku alpanna
Samvinnuferöir-Landsýn flýgur nú í beinu
leiguflugi (án þreytandi millilendinga) í
skíðalönd Austurríkis. Pannig lækkum við
verð og flýtum för, auk þess sem nýir mögu-
leikar hafa opnastá hópafslætti, barna-
afslætti, greiðsluskilmálum og annarri
fyrirgreiðslu.
Við látum yfirhlaðna ferðamannastaði með
allri sinni örtröð liggja á milli hluta. „Aðeins
þaðallra besta" þótti nógugottog við vonum
að farþegarnir verði sammála þeim skíða-
sérfræðingum okkar sem völdu Sölden,
Zillertal og Niederau. Par er skíðaaðstaða í
senn fjölbreytt og spennandi, skíðakennarar
á hverju stráí, skiðalyftur í tugatali og síðast
en ekki síst einstaklega friðsælt og notalegt.
Og þegar skiðabrekkunum sleppir er tilvalið
að bregða sér á gönguskíði, fara i æsispenn-
andi bobsleðaferðir, leika sérá skautasvellum
eða bregða sér í hestasleðaferðir um fallega
dalina. Preytan líður siðan úr i sundlaugum og
saunaböðum og á kvöldin biða þín fjölmargir
veitinga- og skemmtistaðir með ósvikinni
Tiróla-stemmningu, bjölluspili og
harmonikkuleik.
Nú er tilvalið að hóa saman vinum og
kunningjum, næla sér í myndarlegan hóp-
afslátt og láta drauminn um skíðaparadís
Austurríkis rætast í góðra vina hópi.
Brottfarardagar:
Des. 19. (jólaferð, heimkoma 2. jan.)
Jan. 16,30.
Feb. 13,27. (heimkoma 13. mars)
Verð frá
kr. 5.880
Innifalið: Flug til og frá Múnchen, flutningur
til og frá áfangastað, gisting með hálfu
fæði i tvær vikur og íslensk fararstjórn.
Hópafsláttur kr. 500, barnaafsláttur kr. 1.000
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Góð tíðindi fyrir bókaunnendur
ÍSTRÍWOQ FRIÐI
Stofnaður hefur verið Bókaklúbbur
Arnar og Örlygs hf. og er markmiðið
með klúbbnum að gefa út vandaðar
og góðar bækur sem seldar verða á
mun hagstæðara verði en bækur á al-
mennum markaði. Bókaklúbbsbækur
verða eingöngu seldar klúbbfélögum.
Allir sem eru orðnir lögráða geta
gerzt félagar í klúbbnum, og félags-
gjöld eru engin. Klúbburinn gefur út
fréttablað sem einnig er ókeypis.
\\
Notið þetta einstæða tækifæri til þess
að auka við bókasafn heimilisins.
Gerizt félagar í Bókaklúbbi Arnar og
Örlygs og verið með frá byrjun.
Klippið út meðfylgjandi
miða og sendið til
BÓKAKLÚBBS ARNAR OG ÖRLYGS,
Síðumúla 11,105 Reykjavík, eða hringið i síma 84866 og
látið skrá ykkur i klúbbinn
Ég undirrit_
óska hér með að gerast félagi í
Bókaklúbbi Arnar og Örlygs
NAFN.................'............
HEIMILI .................SÍMI.....
PÓSTSTÖÐ..............NAFNNÚMER.