Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 34
74 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. r Ávallt eitthvað nýtt í ^Nyborg&?o ^HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI8 KÓPAVOGI Gamli góði barnastóllinn kominn aftur Fáanlegur í: boyki, hvrtlakkaður og brúnu Verð kr. 740,- NÝBORG húsgagnadeild, Ármúla23 — Sími86755 Nýborgarhúsgögn, Smiðjuvegi 8, Kópavogi. Sími 78880. Reiknistofa bankanna óskar að ráða: 1. Kerfisforritara Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi háskólapróf í tölvunarfræði eða umtalsverða reynslu í forritun. 2. Nema í forritun Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða öðru hliðstæðu prófi. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1981. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöðum er fást hjá Reiknistofu bankanna, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, sími 44422. Jæja krakkar — þar kom að því Ég og nokkrir tröUastrákar — og kannski mamma, tröll- skessan, líka, svo^og fleiri söguhetjur úr bókinni Gegnum holt og hæðir — við munum mæta í eigin persónu óg skemmta ykkur næsta miðvikudag 9. desember, kl. 16.00 í Glæsibæ og kl. 17.00 í Austurveri. Við munum syngja og tralla rétt eins og við gerum á nýju plötunni sem komin er út hjá Erni og Örlygi. Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest og auðvitað eru fullorðnir velkomnir líka á skemmtunina okkar. Kveðja Tröllastrákarnir og fleiri persónur sögunnar Gegnum holt og hæðir. Gunnar Þórðarson: Himinn ogJörð Pottþétt söluplata Hér er Gunnar Þórflarson ásamt meðllmum trióslns Klikan sem syng- ur eitt lag i Himinn og Jörð. Gunnar Þóðarson á einkar auðvelt með að semja lög sem hinn almenni hlustandi meðtekur fljótt, enda sýna vinsældir hans gegnum árin það glögglega. Hann er sá hljómlistar- maður sem samið hefur'fleiri lög er hafa komið út á hljómplötum en nokkur annar íslendingur, og er þar að finna margar perlur inn á milli, lög sem eru orðin klassísk í íslenzkri dægurmúsík. Þó að Gunnar hafi undanfarin ár að mestu haldið sig við gerö platna, þar sem allir vinsælustu söngvarar landsins hafa lagt honum lið, hefur hann einnig samið tónlist við sjón- varpsmyndir með góðum árangri, og er vonandi aö framhald vérði á því. Það er því alveg fyrirfram trygg söluvara þegar Gunnar Þórðarson fer i stúdió, semur lög, stjórnar upptöku og fær reynda söngvara á borð við Björgvin, Pálma, Ragnhildi, Shady og einn nýliða, söngvara úr hljóm- sveitinni Start, Eirik Hauksson og stofnar trió með Þorgeir Ástvaldssom í fararbroddi, að útkoman getur ekki mistekizt sölulega séð, enda er það svo að Hjminn og Jörð er strax við fyrstú hlustun Iétt og grípandi, dálítið flöt, en hefur samt alla kosti sem þarf til að verða vinsæl. Á plötunni eru tíu lög eftir Gunn- ar Þórðarson og eru þau nokkuð mis- jöfn að gæðum. Finnst mér lögin Himinrí og Jörð, Læknisráð, Vetrar- sól og Þitt fyrsta bros vera betri hluti plötunnar. Himinn og Jörð og Lækn- isráð eru fjörug og grípandi, Vetrar- sól og Þitt fyrsta bros eru aftur á móti rólegar og góðar melódíur. Yfir öðrum lögum plötunnar finnst mér vera dálítill meðalmennskubragur, en. þar kemur kannski bezt fram hversu góður útsetjari og upptökustjórf Gunnar er orðinn, því lögin verða ekki leiðinleg, heldur eru þau ekki eins góð og fyrrnefndu lögin. Um frammistöðu söngvaranna þarf varla að fjölyrða, þeir standa allir fyrir sínu, sérstaklega þeir Björg- vin Halldórsson sem virðist verða betri og betri með árunum, og Eirík- ur Hauksson sem hefur skemmtilega rödd og efast ég ekki um að hann á framtíðina fyrir sér sem söngvari. Þetta er sem sagt pottþétt plata í alla staði, hvað varðar alla vinnslu, en ég veit að Gunnar Þórðarson getur samið metnaðarfyllri tónsmíðar en eru á þessari plötu, það sýndi hann á fyrstu tveimur sólóplötum sínum, og er vonandi að í framtíðinni fáum við að njóta alls þess bezta sem Gunnar Þórðarson getur samið. -HK PLÖTUR Bad Manners: Gosh Ifs... ÁGÆTIS HRESSING í SVARTASTA SKAMMDEGINU Eftir að hafa séð þá félaga í Bad Mannars flytja lag sitt Walking in the Sunshine i Skonrokki Þorgeirs og hlýtt á Can Can á Borginni var ég far- inn að gera mér háar vonir um nýj- ustu plötu þeirra Tjalla, Gosh It’s. . . Þótt þær vonir hafi að nokkru leyti brugðizt, er þó ekki ann- að hægt en að vera vel sáttur við þá tónlist sem Bad Manners flytja, jafn- vel þótt svo önnur lög á þessari nýju breiðskffu þeirra standi öðrum hin- um tveimur fyrmefndu töluvert að baki. Tónlist Bad Manners er ska og eins og hljómsveitir á borð við Madness flytur hún þá tónlist á léttan og fjör- ugan hátt. Margbreytilegur horna- leikur setur mjög svip sinn á plötuna og þar sem ég hef aOa úð verið veikur fyrir lúðrahljómi, er ég ekki mikið að sýta það. En þekktust mun Bad Manners eflaust vera fyrir söngvara sinn, Buster Bloodvessel. Hrikalegri söngvari hefur varla sést hér á Norðurhveli jarðar, og þótt víðar væri leitað. Fyrir utan að vera hinn stórskomasti ( andliti, er maðurinn trðllaukinn að vöxtum.og buröumog nauðasköllóttur,. Hið síðarnefnda verður að teljast mjög óvanalegt af jafnungum manni að vera, en Buster þessi er rétt liðlega tvitugur að aldri. Buster sér sem söngvara er venja um allan söng á plötunni og ferst það misvel úr hendi (hálsi?). Lakast tekst honum upp í lögunum End of the World og Gherkin, em bezt í Iögum á borð við Walking in the Sunshine og Ben. E. Wriggle, en hið síðarnefnda er gott dæmi um þann ágæta húmor sem er að finna í textum Bad Mann- ers. Lögin og textarnir em öll eftir liðsmenn Bad Manners, en Can Can er hið eina á plötunni sem ekki er sungið og ekki er eftir þá félaga. Gosh It’s. . . er ekkert meistara- verk, en vel þess virði aö fjárfesta í, þvi það er hin ágætasta hressing að bregða skífunni undir nálina og fá smá skammt af ska-tónlist þegar. drungi og dimma skammdegisins leggst á sálarlíf Frónbúans. -SA The Cut:—Shadow Talk The Cut—eru bara ágætir Hljómsveit þessi var stödd hér á landi fyrir viku eða svo, og hélt hér nokkra hljómleika sem yfirleitt tók- ust vel. Persónulega varð ég fyrir vonbrigðum, en það er annað mál. Eftir að hafa hlustað, lengi og vel á plötuna komst ég að því að The Cut er bara ágætasta grúppa og platan vinnur á við hverja hlustun. Hljómsveitina skipa þeir kumpán- ar, Volker Zibell söngur, hljómborð og synthesizer, Don Buckhanan git- ar, Atle Gundersen gitar, Torgrim Eggen bassi, og Arne Lund trommur. Þeir semja allir eitthvað.en það kveð- ur mest að Zibell enda skarar hann frammúr, bæði hvað varðar texta og lög. Textarnir fjalla annarsvegar um daglegt líf eins og allir þekkja og hinsvegar eru þeir vangaveltur um allt mögulegt. Zibell hefur ágætis rödd og beitir henni skemmtilega, svona til að gefa einhverja nasasjón þá syngur hann stundum eins og Howard Devoto í Magazine (ef ein- hver man eftir þeirri hljómsveit?) Hljóðfæraleikurinn er góður, þeir kunna að spila og gera sitt besta. Lögin eru ágæt, sum bera þó keim af nýrómantísku bylgjunni: sem er að hellast yfir núna og önnur eru alger- lega sjálfstæð. Það eina sem gefur mínus er að þetta er frekar ung hljómsveit og það er eins og þeir séu ekki alveg búnir að móta sína stefnu, hvort þeir eigi að fylgja einhverri ákveðinni tískustefnu t.d. nýróman- tíkinni eða móta sina eigin stefnu. Það gefur óneitanlega dálítið undar- legan blæ. Besta lagið er (að mínu mati) Success. Lögin eru The Crowd, Disquises, I wish it was simple, Atmospheres, From day to day Succ- ess, (All you need is) television, Supernatural conspiracy, Break it, This time. Þrátt fyrir einstaka við- vaningslega texta og misgóð lög, bendi ég fólki eindregið á að hlusta á plötuna og síðan getur það ákveðið sig. En ég mæli með henni. OVJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.