Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Page 45
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. 45 Andlát ItLaJdZcL Rafmagns- handverkfæri til jólagjafa, ótrúlega hagstætt verð. Ólafía Ólafsdóttir, Baldursgötu 7, sem lézt þann 26. nóvember sl., var fædd 15. febrúar árið 1901 á Efstasundi undir Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru Steinunn Sigurðardóttir og Ólafur Þórðarson. Ólafía starfaði lengst af ævi í Bókaverzlun ísafoldar og síðar í ísafoldarprentsmiðju. Jarðarför hennar verður gerð í dag frá Fossvogs- kirkju, kl. 13.30. Hjálmfríður Anna Krístófersdóttir, sem lézt þann 26. nóvember si., var fædd 26. júlí árið 1901 á Hjaltabakka. Foreldrar hennar voru Sveinina Sveins- dóttir og Kristófer Jónsson bóndi. Hjálmfríður bjó nær aila ævi á Blönduósi. Hún lauk þar Kvennaskóla- prófi árið 1918. Árið 1926 giftist hún Páli Geirmundssyni sem lézt árið 1975. Eignuðust þau tvö börn. Síðustu ævi- árin var Hjálmfríður á ellideild sjúkra- hússins á Blönduósi. Haraldur Guðmundsson, sem lézt þann 29. nóvember sl., var fæddur 30. júlí ÞÚ Rt* Éii BllVll bisoo-ArivuJlati árið 1922. Hann var prentari að iðn en lék í frístundum á mandólín og stofn- aði Mandólínhljómsveit Reykjavíkur. Haraldur giftist Lilju Grétu Þórarins- dóttur. Þau bjuggu fyrsf í Reykjavik, þá í Vestmannaeyjum og loks í Nes- kaupstað. Guðmundur Benediktsson, sem lézt þann 27. nóvember sl., var fæddur 29. janúar 1898 á Stóra-Hálsi í Grafningi. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Eyvindsson bóndi og Margrét Gott- skálksdóttir. Guðmundur fluttist til Hafnarfjarðar árið 1918. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1922 og lagapróf frá Háskóla íslands árið 1926. Guðmundur gekk i Frjálslynda flokk- I inn og síðar i Sjálfstæðisflokkinn oe I gegndi fyrir báða ýmsum trúnaðat- i störfum. Hann kvæntist árið 1942 Þó - I dísi Vigfúsdóttur og.eignuðust þau þr | börn. Guðmundur stofnaði árið lVzo málaflutningsskrifstofu. Síðar varð hann bæjargjaldkeri og borgargjald- keri í Reykjavík. Guðmundur var sið- ast til heimilis að Grenimel 39. Útför hans verður gerð í dag kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Auöbjörg Jakobsdótlir, sem lézt þann 24. nóvember sl., var fædd 2. október árið 1917 á Norðfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Jakobsson skipstjóri og Sólveig Ásmundsdóttir. Auðbjörg giftist Jóhanni Klausen frá Eskifirði og reistu þau sér hús þar, að Hólavegi 11. Jóhann varð síðar bæjar- stjóri á Eskifirði. Benjamín Jónsson er andaðist 30. nóvember verður jarðsunginn í dag kl. 15 frá Fossvogskirkju. Kristín Þorkelsdóttir, sem lézt 25. nóvember sl., var fædd 19. júní árið 1894. Hún bjó lengst af á Kolsstöðum í Hvítársiðu en síðari árin i Reykjavik og vann þá á Múlalundi. Kristín var tvi- gift. Fyrri mann sinn, Berg, missti hún eftir stutt hjónaband. Þau áttu eina dóttur. Seinni maður hennar var Sig- urður Guðmundsson frá Kolsstöðum. Þau áttu fimm börn. Jarðarför Jóhönnu Lovísu Jónsdóttur, Sólvallagötu 36, fer fram frá Dóm- kivl jtu'ni á morgun kl. 15. Útför Einars Ásmundssonar forstjóra, Háuhlíð 20, fer fram frá Dómkirkjunni á morgun kl. 13.30. Útför Halldórs Sigurðssonar beykis, Kirkjuhvoli, Fossvogi, er lézt 30. nóvember, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 13.30. Útför Isleifs Vigfússonar, Grettisgötu 56b Reykjavik, fer fram i Fossvogs- kirkju á morgun kl. 3 e.h. Útför Þórunnar Sigurgeirsdóttur, kaupkonu, Austurbrún 2, verður gerð trá Fríkirkjunni á morgun kl. 13.30. Sigríður Önundardóttir, Víðigrund 8 Sauðárkróki, andaðist í Sjúkrahúsi Sauðárkróks 2. desember. Elís Bergur Þorsteinsson frá Laxárdal, Álftamýri 12, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 2. desember. Guðlaugur Jónsson fyrrverandi lög- regluþjónn, Hátúni 10, andaðist í Landspítalanum fimmtudaginn 3. desember. Guðmundur Jóhannsson, Kambsvegi 34, lézt í Borgarspitalanum 3. desember. KAUPMENN-KAUPFÉLÖG Eigum ávallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval sætisáklæða fyrir flestar gerðir bifreiða á mjög hagstæðu verði! ÓMAsgeirsson Heildverslun Sundaborg 37 Laugavegi 39. PELE, líf mitt og knattspyrna Allir sem fylgjast meö knattspyrnu í heiminum þekkja Pele. Fátæki Brasilíumaöurinn er varö skærasta knattspyrnustjarna veraldar. Bókin um PELE er saga manns er ólst upp í fátækt en varö síöan stórmenni án þess aö gleyma sinni fortíö, né nútíö þeirra er alast upp viö svipaöar aöstæöur og hann sjálfur geröi. Menn eins og PELE setja svip á samtíö sína. Islensk knattspyrna ’81 Bók um allt þaö sem skeöi í íslenskri knattspyrnu 1981. Prýdd fjölda Ijós- mynda. Bók sem áhugamenn um knattspyrnu mega ekki missa af. BÆKUR KNATTSPYRNU FOLKS Saga Manchester United með formála eftir Bobby Charlton Þessi bók rekur sögu þekktasta knattspyrnuliös veraldar, fyrr og síð- ar. Manchester United á aragrúa af aödáendum á íslandi. Saga þessa félags er um leiö saga margra þekktustu snillinga bresku knattspyrnunnar, George Best, Nobby Stiles, Charltonbræðra, Denis Law (kóngurinn), McDougall, Steve Coppeil, Gordon Hill, Gordon McQueen o.fl., o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.