Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 46
i 46 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. MÁNUDAGSMYNDIN: Tómas Töntas etbarn du ikke kan ná Ibmas Sttabyt LoneHertz í tilefni af ári fatlaöra mun Há- skóiabíó sýna myndina Tómas, sem fjallar um einhverfan dreng. Myndin hefur hlotið gifurlegt lof alls staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Síöastasinn. TÓNABÍÓ • Simi31182 Allt í plati (The Double McGuffin) Enginn veit hver framdi glæpinn í þessari stórskemmtilegu og duiar- fullu leynilögreglumynd. Allir plata alla og endirinn kemur þér gjörsamlega á óvart. Aðalhlutverk: George Kennedy, Krnest Borgnine. Leikstjóri: JoeCamp. Sýnd kl. 5, 7 og 9 01 Alþýðu- leikhúsið Hafnarbiói gestai.kikur The Tin Can Man (Theater of AII Possibiiities) íkvöldkl. 20.30. ATH. Aðeins þessi eina sýning. Sterkari en Superman, miðvikudag kl. 20.30, sunnudag kl. 15.00. Elskaðu mig föstudag kl. 20.30, sunnudag kl. 20.30, ATH. síðustu sýningar fyrir jól. Miðasala opin alla daga frá kl. 14.00, unnudagafrá kl. 13.00. Sala afsláttarkorta daglega. >imi 16444. <li<» LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR JÓI þriðjudag kl. 20.30. laugardag kl. 20.30. OFVITINN miðvikudag kl. 20.30, J sunnudag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. ROMMÍ fimmtudag kl. 20.30. UNDIR ÁLMINUM föstudag kl. 20.30. Miðasala í Iðnó kl. 14—19. Sími 16620. Síðasta sýningarvika fyrir jól. Kjarnaleiðsla tUKfna Heimsfræg amerisk stórmynd i litum um þær geigvænlegu hættur sem fylgja beizlun kjarnorkunnar í þjóðfélagi nútimans. Endursýnd kl. 7 og 9.10 íslenzkur texti Risakol- krabbinn isienzkur texu Spennandi amerísk kvikmynd í litum um óhuggulegan risa- kolkrabba. Aðalhlutverk: John Huston, Shelly Wlnter, Henry Fonda. Endursýnd kl. 5. Bönnuð innan 12 ára. sæmrHP 1 1 Simi50184 Life of Brian Ný mjög fjörug og skemmtileg mynd sem gerist í Judea á sama tíma og Jesús Kristur fæddist. Mynd þessi hefur hlotiö mikla að- sókn þar sem sýningar hafa verið leyfðar. Myndin er tekin og sýnd í Dolby Stereo. Leikstjóri: Tery Jones. ísl. texti. Aðalhlutverk: Monty Pythons gengið Graham Chapman, John Cleese, Terry Gillian og Eric Idle, Hækkað verð. Sýnd kl. 9. Kopovogsleikhusið ÚJLUA2LSLJ IÍ3 MJUSUi 4 eftir Andrés Indriðason. Gamanleikur fyrir alla fjöl- skylduna. Sýning timmtudag kl. 20.30. siðasta sýning áárinu. . . . bæði ungir og gamlir ættu að geta haft gaman af. Bryndis Schram, Alþýðublaðinu. . . . sonur minn hafði altént meira gaman af en ég. Sigurður Svavarsson, Helgarpóstinum. . . . Og allir geta horft á, krakk- arnir líka. Þaö er ekki ónýtur kostur á leikriti.” Magdalena Schram, DB & Vísi. . . . ég skemmti mér ágætlega á sýningu Kópavogsleikhússins. Ólafur Jóhannesson, Mbl. ATH. Miðapantanir á hvaða tíma sólarhrings sem er. Sími41985. Aðgöngumiðasala opin þriðjud.- föstud. kl. 17—20.30, laugardaga kl. 14— 20.30, sunnudaga kl. 13— 15. AIISTurbæjarbííI Otlaginn t Gullfalleg stórmynd i litum. Hrikaleg örlagasaga um þekktasta útlaga íslandssögunnar, ástir og ættabönd, hefndir og hetjulund. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9. Vopn og verk tala riku máli í „Útlaganum”. (Sæbjörn Valdimarsson, Mbl.) „Útlaginn er kvikmynd sem höfð- ar til fjöldans. (Sólveig K. Jónsdóttir, Visir) Jafnfætis því bezta í vestrænum myndum. (Árni Þórarinss., Helgarpósti). Það er spenna i þessari mynd. (Ámi Bergmann, Þjóðviljinn). „Útlaginn” er meiri háttar kvik mynd. (öm Þórisson, Dagblaðið) Svona á að kvikmynda íslendinga sögur. (J.B.H. Alþýðublaöið) Já, þaöcr hægt. (Elías S. Jónsson, Timinn) Grikkinn Zorba ADAlLEIKENDURi ANTHONY QUINN Alan Bates - Lila Kedrova o« griika Ulkkonan Irene PapaS Stórmyndin Grikkinn Zorba er komin aftur, með hinni óviðjafnanlegu tónlist THEODOR-AKIS. Ein vinsælasta mynd sem sýnd hefur verið hér á landi og nú i splunkunýju eintaki. Aðalhlutverk: Anthony Quinn, Alan Bates og Irene Papas Sýnd kl. 5 og 9. Bláa Lóniö (The Blue Lagoon) Islenskur texti Afar skemmtrleg og hrifandi ný, amerísk úrvalskvikmynd I litum. Leikstjóri Randal Kleiser. Aöalhlutverk: Brooke Shields, Christopher Atkins, Leo McKern o.fl. Sýnd kl. 9. Siðasta sinn. Mynd þessi hefur allsstaöar veriö sýnd viö metaösókn. Hækkaö verö. Hörkúspennandi ný bandarisk lit- mynd um hættulegan lög- reglumann með Don Murray, Diahn Williams Bönnuð innan 16 ára. íslenzkur texti Sýnd kl. 3,5,7,9,11. Tilftuskið Skemmtileg og djörf, með Lynn Redgrave. Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05, 9.05 og 11.05. -------•ah» C------------ úrninn er sestur Stórmynd eftir sögu Jack Higgins með Michacl Caine, Donald Sutherland. Sýnd ki. 3,5.20,9,11.15. --------aalur D--------— Læknir íklípu Skemmtileg og fjörug gamanmynd með Barry Evans. íslenzkur texti Sýndkl. 3.15,5.15,7.15, 9.15,11.15. LAUGARA8 B I O Simi 32075 Flugskýli 18 Ný mjög spennandi bandarísk mynd um baráttu tveggja geimfara við að sanna sakleysi sitt. Á hverju? Aðalhlutverk: Darren McGavin, Robert Vaughan og Gary Collins. Isl. texti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. m Smurbrauðstofan BJaRIMIIMN Njólsgötu 49 — Sími 15105 Útvarp Mynd af Jöria höfum við ekki handbæra. En siðavendnin birtist viðar á landinu. 1705 voru sex aftökur við Öxarárfoss vegna barneigna. Þrir karlar og þrjár konur voru tekin af Iffi. MAN ÉG ÞAÐ SEM LÓNGU LEIÐ — útvarp kl. 11,00 ífyrramálið: lörfagleði f Dölum—al- þýðuskemmtunin sem bönnuð var um 1700 í þessum vinsæla þætti verður að þessu sinni flutt samantekt eftir Hjört Pálsson um Jörfagleði í Döl- um. Bærinn Jörfi stendur i Haukadal og þangað flykktist fólk árlega fyrr á öldum til að iðka leiki, dansa viki- vaka og skemmta sér sem best það gat. Þetta var afar vinsæl samkoma og heimildir eru til fyrir því að vinnu- fólk neitaði að ráða sig hjá bændum nema fá loforð um að mega fara á Jörfagleði. Margir hlökkuðu til allt árið. Eftir siðaskipti 1550 fóru yfirvöld að reyna að takmarka léttúð og laus- læti í landinu. Löngum hafði þótt brenna við að slegið væri undir í börn á Jörfagleðinni, og stundum lék þá vafi á hver faðirinn var. Og bændur voru ekki sérlega hrifn- ir af því að vinnukonurnar væru að draslast með lausaleikskróa. Það var þó ekki fyrr en upp úr 1770, sem Jörfagleðin var þönnuð. Um það bil geisaði bólusótt í landinu, og hefur bannið ef til vill átt að hefta útbreiðslu hennar. Alþýða manna saknaði hátíðarinn- ar mjög. Með henni týndust líka viki- vakarnir gömlu og veit enginn lengur hvernig þeir voru. Það grátbroslega var að Jón Magnússon sýslumaður Dalamanna, sem eftir nokkurt þóf gat endanlega kveðið Jörfagleðina niður, var ekk- ert sérlega siðprúður sjálfur. Hann eignaðist þörn framhjá konu sinni hvað eftir annað. Það var refsivert i þá daga, og lenti Jón i mestu vandræðum vegna þess síðar. En hann var bróðir Árna Magnússonar, þess sem handritunum safnaði, og það þjargaði honum að Árni talaði máli hans við kónginn. ihh RAUÐABLÓMIÐ —sjónvarpsleikrit kl. 21,35: Fortíðin er lykill okkarað nútíð og framtíð Teiknari horfir á hendurnar á sér. Svo er eins og blýanturinn taki stjórn- ina. Ósjálfrátt dregur hann upp mynd af lítilli stúlku. Minning frá löngu liðn- um árum vill ekki hverfa úr huga hans. Hann heldur áfram að horfa á hend- urnar á sér. Hann hugsar um veg með- fram járnbrautarsporum, þar sem hann hljóp á harðaspretti með litla systur sér við hönd. Nú eru 32 ár síðan. Þetta gerðist nóttina, sem sprengjur féllu á Tókíó og hann stökk út í ána með litlu systur sína. Og þetta var nóttin, sem hann missti hana. Hann kemst í undarlegt ástand. Allt í einu er hann farinn að hlaupa meðfram járnbrautinni, síðan ánni. Móti honum kemur strákahópur. Fortíð og nútíð renna saman í eitt, utan rúms og tíma... Þannig er hún kynnt, myndin japanska, sem við sjáum í kvöld eftir leikstjórann Sasaki. Saksaki velur sér gjarna að viðfangs- efni óljósar endurminningar, drauma, sem okkur eitt sinn dreymdi og áhrif, sem við urðum fyrir, en gleymdust í amstri lífsbaráttunnar. ,,Ég held að sem barn hafi ég skynj- að sannleikann í tilverunni, en þegar ég óx upp missti ég sjónar á honum” segir Sasaki. Hann trúir því að fortíðin gefi okkur lykilinn að nútíð og framtíð og allt þetta sé töfrumslunginn heild. Mark Twain er hans eftirlætisrithöf- undur, sérstaklega saga hans um Stik- ilsberja-Finn. Og eins gömlu arabísku Ijóðin eftir Omar Khayyam, sem eru full af yndislegri heimspeki. Þar segir meðal annars, að mennirnir fæðist og deyi eins og flugur sem feykist brott með vindi. „Mig langar að festa fiuguna á filmu áður en hún fýkur burt” segir Sasaki. Mynd hans, Rauða blómið, var frumsýnd 1976 og hlaut strax verðlaun á ýmsum hátíðum. ihh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.