Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. 5 hugmynd um hvert við verðum að æða á morgun. Hvílík endaleysa og það einmitt nú, þegar þörf er á samstöðu. Nú þegar við þurfum sjálfir svigrúm til að huga að skipulagi okkar og ríkisstjórninni er lifsnauðsyn að fá einhvern tíma til að efna loforð sín við okkur. Það þýðir ekki að við eigum að sleppa því sem hefur áunnist. Þvert á móti myndi það tryggja ávinning okkar. Ef menn vildu nú aðeins reyna að haida stillingu sinni, gætum við allir verið einarðari og: skjótari í ákvarðanatöku: — Eitt er ekki tilbúið, — annað verður að ræða nánar o.s.frv. Árekstrarnir vegna laug- ardagsfría hefðu sennilega aldrei komið upp, ef við hefðum getað gefið okkur tíma til að sinna því, áður en allt var komið í óefni. Rikisstjórnin samþykkti kröfur okkar i skipasmiðjunni. Nú má hún ekki missa móðinn, þá væri allt unnið fyrir gýg. En gallinn er bara, að hún fór of seint að huga nánar að því, hvað hún hafði eiginlega undirritað. Ef ábyrgir leiðtogar hannar hefðu sýnt okkur þá tiltrú að koma til okkar, á þeirri stundu og sagt okkur í einlægni að nú væri þetta ekki framkvæmanlegt. Efnahags- ástandið væri of slæmt og vöruskipta- jöfnuður of óhagstæður, þá hefðum við getað rætt það og komist að sam- komulagi. Þeir áttu að upplýsa okkur um staðreyndir, taka okkur alvarlega og láta okkur bera ábyrgð. í stað þess komu þeir beint í sjónvarpið, að okkur forspurðum, og tilkynntu: engin frí á laugardögum! Þeir hefðu átt að ræða við okkur áður, því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo braust út krafan um laugardagsfrí með hamagangi og undir- skriftaherferð, allt fór i hnút og við erum ekki búnir að bíta úr nálinni með það. Við verðum allir að sýna heiðar- leika þegar við erum að glíma við vandamál sem snerta þjóðarheill. Fé- lagssamningar okkar eru að visu við- kvæmt metnaðarmál, en hvað er hægt að taka til bragðs þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í slíkum ólestri. Við getum ekki látið okkur einu gilda hvort við komumst úr þessari klípu eða ekki. Hér hefði þurft að sýna svolitla for- sjálni en ekki hlaupa til þegar allt var um seinan. Nú er þetta dunið á og enginn þykist lengur geta gefið eftir, því allt er orðið yfir sig spennt. Svona leiðir hvað af öðru. Vegna þess að málið lagðist í undandrátt varð það óleysanlegt. Það fór í hnút innan Sams- töðu. í landsnefndinni o.s.frv. spretta alls staðar upp illindi og fjandskapur við rikisstjórnina. Þetta var einmitt það sem ég óttaðist, þegar við fórum að leita ráðuneytis hjá KOR andspyrnu- hópnum. Ég gat að vísu ekki verið á móti, því það hefði verið mismunun, en mig grunaði alltaf að það myndi leiða til árekstra innan hreyFtngarinnar. Og nú er það komið í Ijós. Þeir hafa ýtt undir og vilja skilja sig frá okkur. Ég berst gegn því, af því að nú þurfum við allir að standa saman og koma fram út á við sem samstæður hópur. Ég hef þrefað um þetta heilan dag við starfs- bræður mína og frú Walentynowics. Ég vildi fyrir alla muni halda öllu saman, en mér tekst það ekki. Ég veit að klofningur blasir við. Ég veit ekki hvenær, né hvað við klofnum i margar greinar. En ég held áfram að jarma: — ekki núna. Þetta er sá versti timi sem hægt er að velja. Allt myndi hrynja til grunna. Sá tími kynni að koma upp að klofn- .ingur þyrfti ekki að vera skaðlegur, gæti jafnvel orðið happasæll. Jæja, en við skulum þó ekki láta skæruverk- föll og sundrungu buga okkur alveg. Útkoman verður að aðeins okkar sam- band kemur óskaddað út úr því. ” Daginn eftir þegar ég heimsæki bækistöðvar Samstöðu, skil ég að Walesa geti verið niðurdreginn og böl- sýnn: Einu sinni sagði hann um skrif- Finnskuna: „Eins mikið og nauðsynlegt er, eins lítið og mögulegt er.” Nú ■ þykist ég sjá að skrifFtnnskan sé að vaxa honum yfir höfuð. Hann hefur fengið nýjan ritara, nýjan blaðafull- trúa, nýjan lífvörð, nýja skrifstofu, ný húsgögn, nýjan síma. Þegar ég kem inn í afgreiðsluna, man einhver eftir mér frá verkfallsdögunum í Lenin-stöðinni. ,,Þú gætir gert okkur dálitinn greiða. Viltu skrifa þarna á pappann á ensku, frönsku og þýsku svohljóðandi setn- ingu: „Blaðamenn sem vilja tala við herra, Walesa, verða fyrst að gefa sig fram við blaðafulltrúann í herbergi 703.” Ég sest niður og byrja að letra ábend- inguna á hvítan pappá. Fleiri koma að. Við reynum að vanda okkur, hjálpumst að, og nýi ritari Walesa tekur líka þátt í því. Sjálfur Lesek kemur fram i dyra- gættina, fylgist með því og segir: „Þakka þér fyrir, þetta þurfti líka að gera. Hengið spjaldið svo upp hér fyrir utan!” En við mig segir hann: Komdu heldur og líttu inn snemma i fyrra- málið. Þá er ég laus því það verður vist enginn fundur i landsnefndinni. Þar næsta dag opna ég dyrnar á nýju forstofunni. Nýi ritarinn bendir mér vélrænt með útteygðri hendi á spjaldið sem við vorum að letra i gær og æpir: „Ef þú ert ekki einu sinni læs, ættirðu ekki einu sinni að láta sjá þig hér i þessu húsi!” Ég fylgi fyrirmælunum, ieita uppi. herbergi 703, en þar er enga fyrir- greiðslu að Ftnna um viðtalstíma við Walesa. Þar situr aðeins kvenstúdent önnum kafinn við að sortéra eyðublöð: „Hvað viljið þér? Ég er enginn blaða- fulltrúi, ég er bara að skrásetja nýja meðlimi í verkalýðsfélaginu.” R-2742 bókhaldsvél Ekki bara peningakassi heldur líka SHARP peningakassar leggja ekki bara saman tölur — • Þeir halda aðskildri sölu alll að 8 afgreiðslumanna. • Geyma verðminni, allt að 315 föst verð. • Halda allt að 30 vöruflokkum aðskildum á kasastrimli fyrir bókhaldið. • Sjálfvirk klukka stimplar tíma á strimilinn - hvenær afleysingar taka til, — þessi eða hin avísunin kom í kassann. MJÖG ÓDÝRIR — MJÖG VANDAÐIR Verð frá "'■"%IINGAKASSI YRIR STÓR —ia sMÁ UMSVIF kr. 5.070,00 .éfíSm. HLJOMTÆKJADEILD KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 17244 JENSEN bflhátalararnir eru komnir Gunnar Asgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 Kristján Karlsson: KVÆÐI 81 Snjöll og óvenjuleg kvæöi frumlegs skálds Þetta er önnur kvæðabók Kristjáns Kartssonar bókmenntafræðings. Fyrri bók hans, Kvæði, vakti mikla athygli, enda margt í henni, sem talið var til nýunga í skáldskap hér á landi. Svo er einnig um þessa bók hans. Hún skipt- ist í fimm sjálfstæða kafla, kvæðin eru nýstárleg að efni og formum og tök skáldsins á Ijóðlistinni persónuleg og sterk. Kvæði 81 er bók, sem Ijóðaunnendur munu fagna og þurfa að eignast. Einar Guðmundsson: ÞJÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR Vönduð og skemmtileg sagnabók Hér er að finna hið fjölbreyttasta úrval þjóðlegs fróðleiks í bundnu og óbundnu máli, sagnir og kveðskap, sem lifað hefur á vörum fólksins í land- inu, sumt lengur, annað skemur. Segja má að sagnir séu af hverju landshorni, en mest er þó af Vestfjörðum, úr Ár- nes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýsl- um. Einar Guðmundsson er orðhagur og málsnjall og einn afkastamesti sagnasafnari síðari tíma. SKUGGSJÁ BÓKABÚD OUVERS STEINS SE SKUGGSJA BÓKABÚD OUVERS STEINS SF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.