Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 19
DAOBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
sagt frá límmiðum KRFÍ. Þar var sagt
frá hlutfalli kvenna í sveitarstjórnum á
Norðurlöndum aðalfundi Félags ein-
stæðra foreldra svo eitthvað sé'
nefnt.”.
Áfram mætti halda að nefna dæmi
en ég læt þetta nægja. í rauninni nægir
það hverjum og einum að hlusta eftir
konum og kvennamálum í fjölmiðlun-
um og komast þannig að eigin niður-
stöðum. Eins og einhver sagði: ef
hingað til lands kæmi forvitinn maður
og vildi kynnast þjóðinni af fjölmiðl-
unum einum saman, kæmist hann að
þeirri niðurstöðu, að karlarnir gerðu
það sem gera þarf en að konurnar
væru upp á punt. Körlunum er hampað
vegna þjóðnýtra starfa, konunum sem
neytendum og þolendum. Dæmi er
jafnvel til af því að þegar konu er getið
vegna skapandi starfs, er hún dæmd af
útlitinu fremur en gildi starfsins:
„Konurnar þrjár, sem mest koma við
sögu, þær Ragnheiður, Kristín og
Tinna, eru allar gullfallegar ljóskur,
sem eiga eflaust eftir að laða að erlenda
kaupendur.” (Úr dómi um kvikmynd-
ina Útlaganh.) Eflaust hafa margir
lesið þennan dóm án þess að furða sig á
slíkum ummælum um þrjár listakonur.
En segjum sem svo að um karlmenn
hefði verið að ræða: „Karlarnir þrír,
sem mest koma við sögu, Arnar,
Þráinn og Helgi, eru allir mjög
myndarlegir karlmenn sem eiga eflaust
eftir að laða að erlenda kaupendur.”
ErbíH nauðsynlegrí
en kona?
Kjarni þessa máls er e.t.v. fyrst og
fremst spurning um mat á hlutunum.
Það liggur í augum uppi að fréttastjóri
eða fréttamaður, sem er þeirrar skoð-
unar að störf kvenna, viðhorf kvenna
og jafnréttisbarátta kvenna skipti ekki
máli, sér ekki ástæðu til að hampa
þessu með birtingu á útsíðu dagblaðs
eða í aðalfréttatima útvarps. Þar er
aðeins rúm fyrir „alvöru-fréttir” —
þ.e. það sem skiptir máli. Á sama hátt
má láta sér detta í hug, að fréttamaður,
sem er þeirrar skoðunar að karl-fiski-
fræðingur hljóti að vera betri en kven-
fiskifræðingur, leiti ekki álits eða
upplýsinga hjá kvenmanninum þegar
unnið er að frétt um sjávarútveg. Þess
vegna eru fréttaviðtölin oftar við karla
en konur. Og vegna þessa var t.d.
betur og nánar sagt frá límmiðum Bíl-
greinasambandsins „Bíll er nauðsyn”
þegar sá miði kom út en frá límmiðum
KRFÍ „Kjósið konur”. Er bíll nauð-
synlegri en kona?
Erukonur að
gera eitthvað?
Eitt af því sem spurt hefur verið um
eftir að fréttist af könnun starfshóps-
ins, er: En er ekki ástæðan fyrir fæð
kvenna I fréttum, sú, að þær eru ekki
að gera neitt. Eru konur að gera eitt- .
hvað?
Góð spurning! Svarið er að það eru
konur að störfum allan liðlangan
daginn rétt eins og karlmenn
— Já en hvaða störfum?
Öllum mögulegum. 74% íslenskra
kvenna vinna t.d. utan heimilis — best
að nefna þær fyrst, því þær eru, sam-
kvæmt núgildandi mati á hlutunum,
þær einu sem GERA eitthvað. Það eru
konur í allflestum atvinnugreinum og
alls staðar í metorðastigum vinnustað-
anna. Þeim fækkar hlutfallslega eftir
því sem ofar dregur í stiganum, en samt
sem áður eru þær til þar líka.
Það eru til konur með alls konar
menntun og það eru til konur með alls
konar sérfræðingsréttindi. Eitt af því
sem unnið er að nú, er nafnabanki, listi
yfir nöfn kvenna i áhrifastöðum eða
með sérfræðingsgráðu. Sá listi er miklu
lengri en fiesta grunar.
— OK. En hvað með hinar, sem eru
heima? Við þessu er aðeins til eitt svar:
Líttu 1 spegil og spurðu hvort þú skiptir
máli. Farðu heim til mömmu þinnar og
spurðu hana hvað hún hafi verið að
gera, eða spurðu konuna þína. Þú
gætir líka velt þvi fyrir þér hvort það
skipti máli, hvernig krakkarnir, hafi
það núna sem eiga eftir að erfa landið,
seinna meir.
Karlamál
ogkvennamál
Svo er líka spurt hver kvennamálin
séu. Hvort þau séu yfir höfuð til.
Svarið er já. Og engin gerir eins mikinn
greinarmun á karlamálum og kvenna-
málum og fjölmiðlarnir. Málefni sem
varða heimili, börn, fatnað, matseld,
útlit, neytendamál — þ.e. þau mál sem
enn heyra undir starfssvið kvenna, eru í
sérbálkum dagblaðanna til að mynda.
Bálkarnir eru í umsjón kvenna, því
enginn karlmaður myndi láta sér detta í
hug að sjá um heimilissíðu. Er það
annars?
Fréttamenn fjölmiðlanna hafa sama
hátt á, þeir leita til kvenna eftir upplýs-
ingum eða áliti þegar um vissa mála-
flokka er að ræða — málaflokka, sem
að þeirra mati eru kvennamál. Og það
eru málaflokkarnir sem fara á innsíður
blaðanna eða í ruslakistufréttatíma út-
varpsins. Þau eru ekki meira virði en
svo.
Víst eru konur
einhvers virði!
Markmiðið er auðvitað að gera
kvennamál að karlamálum lfka. Það
kann að vera að jafnréttisbarátta
kvenna hafi um of einbeitt sér að þvf að
gera karlamálin að kvennamálum — að
gera konur að jafnokum karlanna. Hitt
hefur þá orðið undir, að gera karla að
jafnokum kvennanna í þeim hlut-
verkum og á þeim vettvangi sem jafnan
er kenndur við konur.
Réttmyndaf konum?
Fjölmiðlar eru ekki aðeins spegil-
mynd af þjóðfélaginu, þeir eru líka
mótandi. Með sinni eigin afstöðu renna
þeir stoðum undir afstöðu lesenda
sinna eða hlustenda. Um þetta getum
við hiklaust verið sammála. Og hvað
afstöðu er verið að móta með því að
spyrja aldrei konur eftir skoðun þeirra
með því að leita aldrei eftir þekkingu
þeirra? Hvaða viðhorf eru verið að
móta með því að leggja áhersluna á út-
lit fremur en gerðir? Svarið er augljóst:
það er verið að móta þá afstöðu að
konur viti ekkert, geri ekkert, kunni
ekkert og ábyrgist ekkert. Er þetta rétt
mynd af konum?
Hvers vegna ættu konur að trúa
þessu um sjálfar sig? Að það sé einskis
virði að vera heimavinnandi. Að orðið
húsmóðir sé ekki starfsheiti? Að —- ef
þær.eru útivinnandi — þær verði að
standa sig eins vel og karlmennirnir.
Þarf það endilega að vera mælistikan?
Ef konur hafa önnur áhugamál en
karlar, eru þá þau áhugamál endilega
verri eða ómerkilegri en karlanna?
Auðvitað ekki! En með því að notast
við gömlu mælistikuna, jrá sem fjöl-
miðlarnir nota og þá sem lesendur
þeirra og hlustendur nota, er verið að
telja konum trú um að svo sé. Því
þannig vinnur mælistikan sem fjöl-
miðlarnir nota í mati sínu á því, hvað
sé góð frétt eða gott efni i grein í blaði
eða þátt í útvarpi. Og þvi mati þarf að
breyta. Þvi víst eru konur og kvenna-
mál einhvers virði! Líttu þér nær
maður!
Nafnabanki og meðvitund
Áður var sagt frá því, að nú sé verið
að safna í nafnabanka, lista yfir konur
í áhrifastöðum og með sérfræðingsrétt-
indi. Þegar þeirri söfnun lýkur, verður
fjölmiðlunum afhent eintak handa sín-
um mönnum að styðjast við þegar leita
þarf upplýsinga. Ekki er að efa að karl-
fréttastjórar munu bregðast glaðir við
þeim banka, þeir segjast jú allir vera
jafnréttissinnaðir. Þetta verkefni er efst
á blaði hjá starfshópnum. Það næsta er
kannski erfiðara viðfangs: að viðra
niðurstöður athugana okkar, ekki
aðeins til að sparka svolitið í rassinn á
fjölmiðlastjórunum heldur líka til að
breyta mati okkar allra á konum og
kvennastörfum. Svo að konur geti
verið stoltar af sjálfum sér og þvi sem
þær eru að gera, hvort sem það er
gamalt starf og hefðbundið, eða nýtt
ogóvenjulegt — Fyrir konu. -Ms.
Traust
vönduð og
hjónarúm
úr úrvals efni
VERONICA litaö beyki rrteð bastfióttu,
dýnustœrfl 150 x 200 cm.
VICTORIA
Litaður askur,
Ijós eða dökkur,
dýnustærð 160x200 cm
Opið laugardag til kl. 4.
Húsgagnasýning sunnudag.
Síðumúla 4. Sími 31900
er komin
í jóla- og
samkvœmis-
klœðnaöi
PÉTUR
PÉTURSS0N
SUÐURGÚTU14
SÍMAR 21020 - 25101
-
JÓL4GJÖFIN1ÁR
/ fyrsta sinn á íslandi eru nú fáanlegar hinar frábœru
snyrtivörur frá Boots, stœrsta og virtasta lyfja-
og snyrtivörufyrirtœki Bretlands.
Fáanlegar í mjög fallegum gjafapakkningum.
SÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK: AKUREYRI: HAFNARFJÖRÐUR: KÓPAVOGUR: VESTMANNAE YJAR:
Glœsibœr - Oculus - Topp Class Vörusalan Dísella Bylgjan Miðbcer
Hárstúdíó, Breiðholti