Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
9
Örlög Blönduvirkjunar ráðin um helgina?
HVAÐ ÞÝÐIR „SAMKOMULAG VID HEIMAMENN”?
Ríkisstjórnin lagði í gasr fram á Al-
þingi þingsályktunartillögu sína um
næstu virkjanir og orkunýtingu. Þar er
sem vitað var gert ráð fyrir því, að
næsta stórvirkjun verði Blönduvirkjun,
„enda takist að ná um það samkomu-
lagi við heimamenn”. í viðtölum DV
við ýmsa þingmenn og ráðherra kom
hins vegar fram að enginn veit hvað
þetta skilyrði þýðir!
Þingmaður sem er gjörkunnugur
málinu kvað rikisstjórnina hafa kvatt
til lögspeking til þess að ráða fram úr
því, hvort það væri meirihluti heima-
manna sem réði afstöðu þeirra, og þá
hvort það væri meirihluti hreppsnefnda
í þeim sex hreppum sem hlut eiga að
máli, meirihluti kjósenda i hverjum
hreppi út af fyrir sig eða öllum saman
— og þar fram eftir götunum. ,,Mér er
sagt að þegar lögspekingurinn hafi
verið kominn allt aftur í Jónsbók, hafi
hann ekki verið neinu nær”, sagði
þessi þingmaður.
Hreppsnefnd Blönduóss hefur sam-
þykkt stuðning við virkjunarleið 1, þar
sem Blanda er fyrst í röðinni. í hinum
fimm hreppunum er fundað, þingað og
kosið nú um helgina.
Röðun næstu stórvirkjana eftir hag-
Lánsfjárlagaf rumvarpið saltað til næsta árs:
„MÁLAMYNDAAFGREIÐSLA Á
FJÁRLÖGUNUM FRAMUNDAN”
„Þetta verður málamyndaafgreiðsla
á fjárlögunum, sem er framundan,
lánsfjárlögin verða fyrirsjáanlega sölt-
uð fram yfir áramót og margvislegum
ákvörðunum um fjármál rikisins þann-
ig frestað”, sagði Matthias Á. Mathie-
sen alþingismaður i samtali við DV í
gær. Matthías er í fjárhags- og við-
skiptanefnd og kvað hann nú liggja þar
tugi mála sem snerust um hundruð
milljóna í auknum útgjöldum.
„Fjárlög og lánsfjárlög eru í raun-i
inni óaðskiljanleg og fjalla um ríkisút-
gjöld í heild. Það er meira en varahuga-
vert að salta lánsfjárlögin nú, þegar
fjárlögin verða afgreidd, og sýnir okk-
ar að ríkisstjórnin er að velta stórfelld-
um vandamálum á undan sér. Með
þessu háttalagiverður fjárlagaafgreiðsl-
an markleysa í veigamiklum atriðum.”
HERB
Lúsfuhátfð verður f Neskirkju á morgun klukkan 14. Þar munu stúfkur f skólakór
Hagaskóla syngja Lúsfusönginn undir stjóm kennara sfns, Eggerts Pálssonar.
Sr. Pálmi
kosinntil
Glerárprestakalls
Sr. Pálmi Matthíasson á Hvamms-
tanga var kosinn lögmætri kosningu í
Glerárprestakalli. Á kjörskrá voru
2392. Atkvæði greiddu 1746. Sr. Pálmi
hlaut 910atkvæði en sr. Gylfi Jónsson,.
Bjarnarnesi, hlaut 823 atkvæði. Auðir
seðlar voru 13 en enginn ógildur.
Talning tafðist þar sem ekki bárust
seðlar frá Grimsey á réttum tíma. Eins
og frani kom í DV í gær lauk talningu
-vegna kosninganna í Akureyrarpresta-
kalli i fyrradag.
-JH.
Helgarskákmót á Höfn
Helgarskákmót var sett á Hótel
Höfn i gær. Teflt er á 15 borðum og
lýkur skákmótinu í kvöld. Sigurður
Hjaltason sveitarstjóri setti mótið og
rakti sögu skákmenningar í Austur-
Skaftafellssýslu. Jóhann Þórir Jónsson
tók síðan við stjórn mótsins og Friðjón
Guðröðarson lék fyrsta leiknum.
Alls komu 19 manns frá höfuðborg-
arsvæðinu en þátt taka aðallega þeir og
innansveitarmenn. Erfitt var fyrir
menn af Austfjörðum að komast á
mótið vegna ófærðar. Þá var gert ráð
fyrir því að menn frá Vik i Mýrdal
tækju þátt en þeir forfölluðust á sið-
ustu stundu.
-Júlia/Höfn
kvæmni kallast virkjunarleiðir. Leið 1:
Blanda-Fljótsdalur-Sultartangi, Leið 2:
Fljótsdalur-Blanda-Sultartangi. Leið 3:
Sultartangi-Fljótsdalur-Blanda. Leið 4:
Blanda-Sultartangi-Fljótsdalur. Sam-
kvæmt útreikningum Rafmagnsveitna
ríkisins, byggðum á forsendum Orku-
stofnunar, er leið 1 61—79 milljónum
króna ódýrari en leiðir 2—4.
í þessum útreikningum er gert ráð
fyrir 435 gígalitra vatnsmiðlun vegna
Blönduvirkjunar, en til er annar kostur
með 290 gígalítra miðlun, kallaður leið
la. Um þessa tvo kosti snúast deilur
heimamanna í Húnaþingi og Skaga-
firði fyrst og fremst. Og í gögnum
Orkustofnunar er talið að leið la sé
18—27 milljónum króna dýrari en leið
I. Þessi munur kann þó að vera einhver
annar, því lesa má talsvert mis-
munandi tölúr úr gögnum Orkústofn-
unar og Rafmagnsveitna ríkisins!
En ríkisstjórnin samþykkti 27.
nóvember að gefa Blöndumönnum
kost á virkjunarleið 1 — eða 2. Og
þingsályktunartillagan frá í gær segir
sama.
Þótt nú sé beðið með eftirvæntingu
afstöðu heimamanna við Blöndu er
samt ekki vitað hver réttarstaða þeirra
er. Eins er óvíst hvaða afstöðu Alþingi
lekur, jafnvel hvað sem heimamenn
segja, þvi þetta mál ræðst ekki þar el'tir
flokkslínum.
-HERB.
181 BORGARVERKFRÆÐINGURINN
^Jjf í REYKJAVÍK
Staða deildarverkfræðings eða deildartæknifræðings
við byggingadeild borgarverkfræðings er auglýst til um-
sóknar.
Verksvið er gerð kostnaðar- og tímaáætlana vegna
nýbygginga og viðhalds og umsjón með slíkri áætlana-
gerð.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu sendar til forstöðumanns byggingadeildar
Skúlatúni 2 fyrir 1. jan. nk.
Canon
JÓLAGJÖFIN SEM
„REIKNAÐ ER
ÚRVAL
VASATÖLVA
FYRIR HEIMILI
OG SKÓLA
ÚRVALAF
SMÁTÖLVUM
MEÐ
PRENTUN
SALA, ÁBYRGÐ OG ÞJÓNUSTA
ShrifuÉlin hf
SUÐURLANDSBRAUT 12. SÍMAR 85277 OG 85275.
Flugleiðir:
Aukaf erðir fyrir jólin
Flugleiðir hafa ákveðið aukaferðir i
Evrópu- og N-Atlantshafsflugi vegna
annríkis um jól og áramót. Verða
flognar níu slíkar ferðir til Evrópu og
sex til New York.
Aukaferðirnar verða sem hér segir:
18. desember verður flogið frá Keflavík
— Osló — Kefiavík. Þann 18., 19. og
20. desember og 3. janúar verður flogið
frá Keflavík — Kaupmannahöfn —
Keflavík. 3. janúar verður einnig auka-
ferð til Oslóar og Stokkhólms frá
Keflavík, og 4. janúar verður ferð frá
Stokkhólmi — Osló — Keflavík. 6.
janúar verður flogið frá Keflavík —
Kaupmannahöfn — Keflavík og loks
verður aukaferð 9. janúar: Keflavík —
Osló — Stokkhólmur — Keflavik.
Aukaferðir frá Keflavík til New
York hafa verið ákveðnar dagana: 20.,
21. 23. og 30. desember og 3. og 4.
janúar.
-JSS.
Frábærar unglingabækur
GUSTUR -
Leitin að
Úran-námunum
MANNR
OBÖUBA
LASSÍ-
Mannrán
við Norðurá
Siglufjardarprentsmidja hf.